2005 versus 2006

Ég veit að það eru allir að tapa sér yfir leik helgarinnar og satt best að segja var ég kolbrjálaður uppá hótelherberginu mínu horfandi á Bolton leikinn. Suð-Austur Asíubúar eru alveg kreizí yfir enska boltanum og því hef ég getað horft á alla leikina (þó það sé vissulega galli að Meistaradeildarleikirnir byrji klukkan 1.45 að morgni að staðartíma).

En ég vildi líka finna einhvern Pollýönnu vinkil á þetta allt saman. Og tók ég því saman hvernig þetta tímabil byrjar miðað við það síðasta. Svona lítur þetta út:

2005
J Boro ú 0-0
S Sunderland h 1-0
J Tottenham ú 0-0
J Man U h 0-0
J Birmingham ú 2-2
T Chelsea h 1-4
S Blackburn h 1-0
T Fulham ú 2-0

10 stig eftir 8 leiki

2006
J Sheff ú 1-1
S West Ham h 2-1
T Everton ú 3-0
T Chelsea ú 1-0
S Newcastle h 2-0
S Tottenham h 3-0
T Bolton ú 2-0

10 stig eftir 7 leiki

Semsagt, við erum búin að ná 10 stigum og eigum einn leik til góða á tímabilið í fyrra. En nota bene, í fyrra töpuðum við stigum á útivelli gegn Boro, Tottenham, Birmingham og Fulham. Og á heimavelli gegn Man U og Chelsea.

Berum þetta saman við þau stig, sem við höfum tapað í ár. Þau eru öll á útivelli, gegn Bolton, Everton, Chelsea og Sheffield United. Það þarf engan snilling til að sjá að byrjunin á þessu tímabili er þrátt fyrir allt umtalsvert betri en byrjunin á síðasta tímabili. Næsti leikur er heima gegn Blackburn og hann ætti að vinnast. Svo er það ferð á Old Trafford í leik, sem er hreinlega gríðarlega mikilvægur fyrir okkar menn.

7 Comments

 1. Þessi leikur gegn manutd VERÐUR einfaldlega að vinnast. Að því gefnu að við sigrum Blackburn,,, verður allt ennþá opið. Byrjunin í fyrra var skelfileg,,, enda vorum við aldrei líklegir til sigurs í deildinni.

 2. Athyglisvert. Einnig er athyglisvert að bera þetta saman við stöðu toppliðsins 2005 og 2006 (á sama tímapunkti). Eftir sjö leiki í fyrra var Chelsea með fullt hús, eða 21 stig!

  Í dag eru þeir s.s. með sex stiga forskot á Liverpool. Í fyrra, eftir sjö leiki, þá voru þeir með ellefu stiga forskot!

  Ólíku saman að jafna, ekki satt?

  Maður er bara kominn í nokkuð gott skap eftir þessar æfingar.

  🙂

 3. En ef við förum í aðeins leiðinlegri leik og berum þessa leiki við sambærilega leiki frá því í fyrra þá er niðurstaðan eftirfarandi:

  Sheff Utd voru nýliðar í fyrra þannig að það var ekki hægt að spila við þá en við unnum sambærilega leiki gegn West Ham, Everton, Newcastle og Tottenham. Við töpuðum gegn Chelsea en gerðum jafntefli við Bolton á Reebok stadium. Sem gera 13 stig úr 6 leikjum í fyrra í staðinn fyrir 10 stig úr 7 leikjum í ár. 🙁

 4. Í ár eru stig óvænt stig töpuð á móti Everton (má a.m.k. gera ráð fyrir jafntefli þar), Sheff Utd, og svo Bolton (jafntefli a.m.k.). Þetta eru þá 4-8 stig töpuð stig töpuð (fer eftir hvernig menn meta Bolton og Everton leikina).

  Í fyrra má ekki gera ráð fyrir sigri á útivelli gegn Tottenham eins og þeir voru sterkir, og þaðan af síður gegn Man Utd og Chelsea. Þannig að stig sem má örugglega meta sem “töpuð stig” eru gegn Fulham, Birmingham og kannski Boro, sem hafa jafnan verið erfiðir heim að sækja (Chelsea nú búnir að tapa fyrir þeim á Riverside núna 2 tímabil í röð). Það eru þá í rauninni 5 stig töpuð, kannski 7 ef menn meta Boro sem ömurlega.

  Þessir heimasigrar í ár hafa líka verið gegn liðum sem hafa alls ekki verið sannfærandi, og jafnvel bara léleg. West Ham hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð. Heimaleikur gegn Newcastle er alltaf 100% sigur, og Tottenham eru búnir að vera vægast sagt hræðilegir.

  Conclusion: Búnir að vinna lið sem hafa verið að spila undir getu, og tapa stigum á móti liðum sem eru mun verri en Liverpool á pappír (að Chelsea undanskildum að sjálfsögðu).

 5. Hef ekki ekki séð að innbyrðis leikir liða endi alltaf eins, frá ári til árs. Þá væri nú ekkert gaman að fylgjast með þessu sporti.

  Að mínu mati hlýtur þetta að vera spurning um það hversu langt er í toppsætið. Það sem máli skiptir er að komast á toppinn. Getum við verið sammála um það?

 6. Þetta gengur ekki við hefðum átt að fá stig hjá Bolton,Chelsea og Everton en annars er mótið búið að vera fínt þetta á móti Bolton var alveg hræðilegt en Tottenham leikurinn var frábær en þeir eiga bara eftir að koma sér á strik þetta kemur allt með tímanum.

Mánudagspælingar

Nabil El Zhar til Liverpool (staðfest)!