Bolton á morgun

Það er ekki lengur stundlegur friður fyrir þessum leikjum öllum saman, en það er BARA jákvætt. En næst er það erfiður útileikur gegn harðjaxla liði Bolton. Bolton hafa ekki verið að heilla neina með fallegri knattspyrnu, en þeir hafa spilað sinn bolta og náð í raun betri árangri síðustu árin en búist hafði verið við af þeim. Þeir eru af þessum gamla enska skóla í sínum leikstíl og halda sig við hann. Þeir eru sérlega erfiðir viðureignar og það þýðir oft lítið annað en að mæta þeim með sömu hörkunni og þeir nota, annars ertu bara skilinn eftir í duftinu. Sjálfstraust okkar manna ætti að vera í botni núna. Þrír sigurleikir í röð og því ætti sálartetrið að vera í góðu lagi. Bolton koma líka fullir sjálfstrausts í leikinn, enda voru þeir fyrsta liðið til að leggja lið Portsmouth að velli, og það sem meira er, þeir voru fyrsta liðið til að skora hjá þeim sunnanmönnum.

Það hefur ekkert gengið alltof vel hjá Liverpool að spila á Reebok Stadium undanfarið. Frá 1997 hafa liðin spilað þar sex sinnum í deildinni og hefur aðeins einn þeirra unnist. Við unnum þar 3-2 árið 2002 með mörkum frá Milan Baros (2) og Emile Heskey. 3 leikir hafa endað með jafntefli og Bolton hafa svo sigrað í tveimur. Sem sagt, langt frá því að vera ásættanlegur árangur á þessum velli. Síðan við unnum síðast á þessum velli, þá hefur margt og mikið breyst hjá okkur. Þeir Steven Gerrard, Jamie Carragher og Sami Hyypia spiluðu leikinn, og svo kom John Arne Riise inná sem varamaður. 12 leikmenn af 16 manna hópnum sem spilaði þá, mun því pottþétt ekki vera í liðinu á morgun. Það er sæmileg uppstokkun.

Lið Bolton á ekki í miklum meiðslavandræðum þessa dagana. Þrír menn eru frá vegna meiðsla og telst í rauninni aðeins einn þeirra vera fastamaður í liði þeirra, þ.e. R.Gardner. Hinir tveir eru þeir Q.Fortune og H.Pedersen. Þeir munu því væntanlega stilla upp nánast sínu sterkasta liði. Það er í rauninni voðalega lítið meira um liðið þeirra að segja. Þeir eru sterkir varnarlega, virðast ekki vera að fá á sig mörg mörk. Að mér sýnist, þá hafa þeir ekki ennþá fengið mark á sig á heimavelli og heil 3 mörk í heildina. Þeir hafa reyndar ekki verið að skora mikið heldur. Heil 5 mörk í 6 leikjum og þrjú þeirra hafa komið á heimavelli. Það er því nokkuð ljóst að okkar menn þurfa að vera grimmir er sóknarleikinn varðar.

Þá að okkar mönnum. Ekkert nýtt komið fram er meiðslamál varðar, og það þýðir bara eitt. Það er ennþá jafn fáránlega erfitt að spá fyrir um það hvernig liðið verður skipað. Ég er handviss um að Riise kemur inn í bakvörðinn fyrir Aurelio, en ég býst samt fastlega við varnarsinnaðri uppstillingu og að Brassinn okkar verði á vinstri kantinum fyrir framan Norðmanninn. En hver mun spila í vörninni? Finnan er pottþéttur hægra megin en hverju ætlum við að fórna fyrir hvað í miðvörðunum? Við þurfum klárlega hæðina hjá Hyypia. Við þurfum óþrjótandi baráttu Carra. Við þyrftum líka á að halda að fá rólegheitin og yfirvegunina hjá Agger. Nico spilar frammi hjá Bolton og það er erfitt að dekka hann, og því í rauninni erfitt verk fyrir Rafa að stilla þessu upp. Ég ætla að spá því að hann taki gamla miðvarðarparið og spili því í þessum leik. Sem sagt, Carra og Sami.

Ég er nokkuð viss um að hann mun einnig finna pláss fyrir Gerrard, Xabi og Momo á miðjunni. Það er einmitt í svona leikjum sem Momo er gjörsamlega ómissandi. Hörku þarf að mæta með hörku og það er enginn sem gerir það betur en Momo. Eina spurningin í mínum huga varðandi miðjuna er það hvort hann setur Stevie á hægri kantinn og spilar með tvo framherja, eða hvort hann heldur sig við Pennant og setur Stevie inn í holuna fyrir aftan framherjann. Ég tippa á að Stevie verði á kantinum og frammi komi Rafa til með að stilla aftur upp þeim Crouch og Kuyt (var reyndar lengi að spá í að tippa á þá Crouch og Bellamy). Ég spái því að liðið verði svona:

Reina

Finnan-Carragher-Hyypiä-Riise

Gerrard-Sissoko-Xabi-Aurelio

Crouch-Kuyt

Enn og aftur þá eru akkúrat engar líkur á að maður nái að hitta á þetta. Ég myndi ekkert hoppa hæð mína í loft af undrun ef við sæjum Robbie nokkur Fowler byrja frammi. Ég yrði heldur ekkert hissa á að sjá Bellamy í liðinu, frekar en Pennant, Zenden, Garcia eða Gonzalez. Breiddin er svo ótrúlega mikil að þetta er útilokað og aðeins Rafa veit hvernig liðið verður. Ég ætla að halda áfram að vera bjartsýnn fyrir hönd okkar manna og spái ég því sigri á morgun. Mér finnst yfirbragð liðsins vera orðið allt annað og ég hef núna alltaf á tilfinningunni að við getum skorað í næstu sókn. Það er eitthvað sem ég fann ekki fyrir núna í upphafi tímabils.

Bekkurinn: Dudek, Agger, Pennant, Gonzalez og Bellamy.

2-1 fyrir okkar menn og málið er dautt. Eigum við ekki að giska á að Crouch haldi áfram sinni iðju við markaskorun og að fyrirliðinn hjálpi til og skori enn eitt sigurmarkið sitt á ferlinum.

Koma svo…

10 Comments

 1. Eitt er víst. Bolton spilar hundleiðinlegan en árangursríkan bolta. Þetta fer 1-1 og Kevin Davies verður leiðinlegasti maður vallarins.

 2. :rolleyes:Vona að RB stoppi upp í gatið á vinstri vængnum sem nærri kostaði okkur sigurinn í leiknum vil Gala. Vona líka að skiptingarnar verði ekki eins glórulausar og í þeim leik. Ef þessi atriði verða löguð þá vinnum við þetta Bolton lið auðveldlega :tongue:

 3. Ég vil ekki sjá Auerlio í byrjunarliðinu. Í þessum leik væri gaman að sjá hinn baráttuglaða Gonzalez á vinstri kantinum. Reyndar verð ég líka hissa ef Agger missir stöðu sína. Það á reyndar enginn nema lílega Reina, Gerrard og Finnan, víst sæti í liðinu á morgun.

 4. Ég er sammála ég vil ekki hafa aurelio í liðinu og smá Gonzales en ég segi 3-1 Kuyt með 1 og Crouch með 2 :biggrin:

  áfram Liverpool

 5. Ég er sammála ég vil ekki hafa aurelio í liðinu og smá Gonzales en ég segi 3-1 Kuyt með 1 og Crouch með 2 :biggrin:

  áfram Liverpool

 6. Mér finnst að menn séu svolítið að gleyma sér í því að Aurelio hafi verið að eyðilegga fyrir okkur leikinn gegn Gala, jú hann var klárlega veikur varnarlega séð en það sem hann gerði fram á við skóp að stórum hluta sigur okkar í leiknum.
  Reyndar fannst mér vörnin öll mjög brothætt í seinni hálfleik en ekki bara Aurelio, og miðað við sendingarnar frá honum þá er ég klárlega til í að hafa hann í liðinu.
  En hvað um það, ég er hræddur um að þessi leikur endi í jafntefli enda höfum við verið í basli með Bolton á útivelli undanfarin ár.
  En mikið væri nú gaman að vinna helv…. leikinn !

 7. Mér finnst Aurelio í heildina ekki hafa verið að falla vel inn í leik liðsins, og þá á ég við alla þá leiki sem ég hef séð hann spila í haust. Sendingarnar hans eru á köflum stórundarlegar þó hann hafi auðvitað átt margar frábærar líka. Aðallega eru það þó staðsetningar hans í varnarvinnunni sem mér finnast oft á tíðum alveg úr takt við það sem er að gerast á vellinum. Riise kemur örugglega fullfrískur í vinstri bakvörðinn.

  Vissulega er Aurelio betur settur úti á kanti og mögulega mun leikur hans batna með tímanum, allavega finnst mér hann meira spennandi kostur en Bolo Zenden. Hins vegar finnst mér Mark Gonzalez, líklegri til afreka og finnst hann frekar verðskulda tækifæri í þessum leik.

  Mögulega mun Garcia halda stöðu sinni vintra megin, en hver veit hvað Benitez er að hugsa? Aðal atriðið er sigur, ekkert annað er ásættanlegt. Við erum mun sterkara lið en Bolton og sigur í þessum leik þýðir væntanlega að Liverpool sé komið á skrið.

 8. Mér finnst frekar ósanngjarnt að kenna Aurelio um hversu óörugg vörnin var í síðasta leik. Þegar maður skoðar þetta af fullri alvöru og er ekki að láta “snillingana” á Sýn trufla sig þá er mjög erfitt að kenna Aurelio um þetta. Eitt af því sem “snillingarnir” á Sýn gagnrýndu hann fyrir var að vera illa staðsettur. Það er mjög erfitt að vera bakvörður sem fær litla sem enga hjálp frá kantmanni og mjög takmarkaða hjálp frá hafsent og eiga þess að auki að sækja við hvert tækifæri. Munurinn á Aurelio og Finnan í síðasta leik var að mínu mati sá að Finnan hafði Carra fyrir aftan sig til að bakka sig upp þegar hann var illa staðsettur á meðan Agger var mjög fastur á sínum stað og gerði lítið í að loka svæðum fyrir aftan Aurelio. Þess að auki var það Garcia af öllum mönnum sem átti að verjast vinstra meginn og eins og hann getur verið góður sóknarlega þá verður bara að viðurkennast að hann er ömurlegur varnarlega. Það má heldur ekki gleyma því að fyrra markið kom vinstra meginn frá.

 9. mer list vel a leikinn og eg tippa a ad byrjunarlidid verdi

  Reina

  Finnan Carra Agger Riise

  Pennant Sissoko Alonso Gerrard

  Bellamy Crouch

 10. Hey! Pant tippa á þetta! Ohh, ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Rétt upp hend sem heldur að Gerrard skori! :confused:

  Reina
  Finnan
  Hyypia
  Carragher
  Riise

  Pennant
  Alonso
  Sissoko
  Gerrard

  Kuyt
  Bellamy

  Subs:
  Dudek
  Agger
  Garcia
  Crouch
  Zenden

Crouch er stórkostlegur!

Bolton 2 – L’pool 0