Liverpool – Galatasary 3-2

Við tókum á móti Galatasary á Anfield í kvöld í mjög fjörugum leik þar sem 5 mörk litu dagsins ljós. Leikur var mjög skemmtilegur á að horfa þótt maður hafi oft orðið æði pirraður á varnarleik okkar og stressaður síðustu 10 mínútur leiksins. En byrjum á byrjuninni eða byrjunarliði okkar í kvöld:

Reina

Finnan – Carragher- Agger – Aurelio

Pennant – Alonso -Gerrard – Garcia

Crouch – Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Gonzalez, Bellamy, Sissoko, Riise, Zenden og Hyypia.

Leikurinn fór fjörlega af stað og eftir 15 mín. var Liverpool komið í 2-0 með mörkum frá Crouch og Garcia. Bæði mörkin komu eftir gott kantspil og góðar fyrirgjafir. Ég hélt á þessari stundu að við myndum einfaldlega rústa Galatasary í þar sem þeir virtust heillum horfnir en reyndin varð önnur. Galatasary náði að jafna sig á þessari byrjun og komstu betur inní leikinn. Við hefðum hæglega getað skorað fleiri í fyrri hálfleik en einnig Gala hefðu einnig getað sett eitt eða tvö. Við fórum inní búningsherbergin með 2-0 forystu í hálfleik.

Eric Gerets virðist hafa lesið vel yfir sínum mönnum sem og hann gerði mikilvægar breytingar þegar hann setti Hasan Sas og Umit Karan inná. Gestirnir komust strax í færi og lá mark hjá þeim í loftinu þegar Pennant stal boltanum vel af varnarmanni Gala og gaf fyrir markið. Þar var Peter Crouch sem tók boltann á lofti og klippti hann snyrtilega í netið (a la Van Basten), FRÁBÆRT MARK! Þetta gerðist á 52. mín leiksins og hélt ég jafnvel að Gala myndi kasta hvíta handklæðinu inná og gefast upp. En nei þeir fengu aukakraft og á 6 mín. kafla náðu þeir að setja tvö góð skalla mörk á okkur (frá Umit Karan) þar sem Aurelio var gjörsamlega út að aka varnarlega, 3-2 og 25 mín. eftir af leiknum. Leikurinn var áfram opinn og við gátum vel sett fleiri mörk en einnig Gala og þeir hefðu hæglega getað stolið stigi undir lok leiksins. Sissoko, Gonzalez og Bellamy komu inná á þessum 25 mín. en létu ekki mikið af sér kveða en klárt að Sissoko kom inná til að verja forystuna.

Þetta var þrælskemmtilegur leikur á að horfa og mikið um færi en mér fannst við ótrúlega opnir tilbaka og Gala náði að opna vörnina alltof oft á auðveldan hátt og fannst mér Aurelio í vinstri bakverðinum slakur varnarlega en sterkur sóknarlega. Hann verður að halda sér innan leikkerfisins og ef t.d. Riise hefði verið þarna þá er ég vissum að Gala hefðu fengið færri færi.

Crouch átti góða innkomu inní liðið og skoraði 2 góð mörk. Garcia heldur uppteknum hætti að vera hættulegur og átti prýðisgóðan leik. Varnarlega vorum við tæpir og þá títtnefndur Aurelio oft út á þekju. Miðjan er góð en tæp varnarlega þegar Sissoko er ekki að verja vörnina. Sóknarlega erum við öflugir og Crouch og Kuyt virðast ná vel saman. Við unnum þennan leik og skilst mér að þetta sér fyrsti sigur okkar í 5 leikjum í röð í meistaradeildinni, s.s. 3 stig en margt sem þarf að athuga fyrir næsta leik.

Maður leiksins: Peter Crouch. Skoraði tvö góð mörk, sérstaklega það síðara og sýndi klárlega í kvöld að hann er betri framherji en Bellamy og hlýtur hann að byrja inná í komandi leikjum.

19 Comments

 1. Frábær skemmtun þessi leikur og gaman að sjá liðið sóknalega í dag. En aftur á móti hræðilegt að horfa uppá liðið varnalega og þá sérstaklega hann Aurelio sem ég er bara ekki að sætta mig við sem bakvörð, einnig fannst mér áberandi hversu miðjan saknaði hans Sissoko varnalega séð.

 2. Svo ég haldi nú áfram að leiðrétta ykkur (ekki illa meint), þá var það Finnan sem stal boltanum, sólaði mann og gaf fyrir á Crouch í þriðja markinu, ekki Pennant.

 3. Fin leikur serstaklega flott mark hja Crouch, Aggi ad minu mati eru Crouch og Bellamy godir leikmenn sem erfitt er ad gera upp a milli theirra

 4. Góður leikur.. mykið fjör og fult af færum.. óhepnir að setja ekki fleyri…

  Seinna mark tyrkjana hefði ég vilja sjá litla dvergin í markinu verja.. fékk hann einhvernvegin yfir öxlina á sér… dúddi hefði þó fengið hann bara í bringuna 🙂

  Fynst að hann eigi að fá séns.. alveg eins og hann er að halda útileikmönnunum ferskum… þá má hann líka alveg halda þessum heimsklassa markverði ferskum.. 🙂

  gæti trúað að hann fái tækifæri í tyrklandi 🙂

 5. Mér finnst gagnrýnin á Aurielo nokkuð hörð. Vissulega hefði hann getað staðið sig betur varnarlega, sérstaklega í seinna markinu þar sem hann missti boltann á miðjunni og skokkaði bara til baka í stað þess að setja allt á fullt til að reyna að leiðrétta mistökin sín þar.
  Aftur á móti ef þið pælið aðeins í því þá var hann algerlega einn um að verja vinstri vænginn þar sem hann fékk akkúrat enga hjálp frá Garcia, þannig að hlutverk hans var ekki öfundsvert. Aurielo er sókndjarfur bakvörður og gerir það vel, þ.e. þegar hann kemur upp vænginn eins og sált í fyrsta markinu, sendingin hans þar var frábær og hann átti fleirar slíkar og fór mikið upp vænginn.
  En þegar spilað er með svona sókndjarfan bakvörð þá er mikilvægt að það séu menn tilbúnir að bakka hann upp þegar hann hættir sér fram en skíka hjálp var ekki að fá í þessum leik.
  Þannig að mér finnst gegnrýnin á Aurielo vera full hörð, án þess að ég sé endilega að réttlæta varnarvinnuna hjá honum, hefði vissulega getað verið betri.
  Bjarni ganrýndi hann mikið í lýsingunni, en einusinni gagnrýndi hann Aurielo fyrir að vera ekki á sínum stað, en það var akkúrat hann sem var í manninum sem kom með boltann upp vænginn.

 6. Heldur varð þetta klúðurslegt hjá mér, átti ekki að vera svona allt í einni biðu, reydni að setja bil en tókst greinilega ekki

  ninni

 7. Þetta var skemmtilegur leikur. Frábær frammistaða í klukkutíma, en kæruleysi um miðjan seinni hálfleikinn varð til þess að þessi leikur var óþarflega tvísýnn. En mestu skiptir að liðið skoraði þrjú góð mörk og lék virkilega góðan sóknarbolta á Anfield. Varnarleikur eins og við sáum í kvöld sjást varla nema einu sinni eða tvisvar á ári hjá liði eins og Liverpool, þannig að ég hef takmarkaðar áhyggjur af því.

  Og já, Crouch var hiklaust maður leiksins. Þvílíkt mark hjá honum, hann er í algjöru banastuði í upphafi tímabils og þá virðist engu skipta þótt Rafa hafi kælt hann í heila fjóra leiki. Frábært!

  Næstu fórnarlömb: Bolton. 😉

 8. Varnarvinnan hjá Aurelio var slök í dag en það rétt hjá Ninna að Garcia hjálpaði honum ekki neitt. Hann á eftir að spjara sig betur með Kewell og Gonzalez fyrir framan sig.

  Annars var einsog við spiluðum 4-1-5 í dag. Alonso var sá eini sem lá djúpt en allir hinir óðu fram einsog naut. Gaman að horfa á en það skorti upp á agann í kvöld. Steven Gerrard og Xabi Alonso eru greinilega ekki gott miðjupar og söknuðum við Momo mikið í kvöld.

  En skemmtilegur sigur. 4 stig kominn.

 9. Mikilvægur sigur í höfn. Þessi leikur var frábær skemmtun. Seinna markið hjá Crouch var frábært.

  Það var óþarfi að hleypa Gala svona inn í leikinn en ég held að við verðum að fara varlega í því að klína því öllu á Aurilio.

  Fyrirgjöfin að fyrra skallamarkinu fór fram hjá Finnan. Ekki gleyma því.

  En sigur og það er það sem skiptir máli. 🙂

 10. sælir

  Hef nú ekki skrifað hérna áður en þakka fyrir frábæra síðu.

  Mér finnst svoldið skondið þegar menn eru að gagnrýna Alonso og Gerrard sem miðjupar eftir að svona margir hafa kvartað yfir að hafa Gerrard ekki þar.Bendi mönnum á hvernig þeir spiluðu saman í fyrra sem par.Graeme souness hrósaði þeim t.d. sérstaklega eftir leikinn gegn Newcastle sem Liverpool vann 2-0.Held að þeir henti sérstaklega vel saman sem miðjupar gegn slakari liðunum í úrsvalsdeildinni.

  En ég er samt mjög hrifinn af Sossoko.Gæinn alveg magnaður varnarlega og alveg til í að hafa Gerrard hægra megin eða í frjálsara hlutverki.En vil samt hafa 2 frammi.

 11. Mér fannst Gerrard mun skemmtilegri en í undanförnum leikjum. Þó hann hafi vissulega nokkuð frjálst hlutverk þegar hann er á kantinum þá fannst mér leikstíll hans öðruvísi í kvöld. Hlaupin hans upp miðja miðjuna splundra vörn andstæðingana iðulega og hann getur skotið fyrir utan teig eins og allir vita.
  Auk þess sýndi Pennant að hann er vel fær um að halda bakvörðunum við efnið á kantinum.

  Á móti kemur að Alonso var ekki nema skugginn af sjálfum sér. Ég tók varla eftir honum fyrr en Sissoko kom inn á og Gerrard fór út á kantinn.

  Vandamál? 3 miðjumenn sem allir ættu með réttu að byrja inni á miðri miðjunni og enginn af þeim að sitja á bekknum á kostnað hinna.
  Hins vegar, eins og sást í kvöld koma mörkin öll upp úr kantspili svo ekki finnst mér eiga að fórna þeim í staðinn. Hvað þá? Einn framherja? Nehh… úff ég veit ekki. Ekki vildi ég vera Benitez.

  (jú reyndar) 🙂

 12. Þetta var athyglisverður leikur svo ekki sé meira sagt!

  Það að stilla Aurelio í bakverði og með Garcia og Pennant á köntunum gefur til kynna að Benitez hefur búist við því að Galatasaray myndi gjörsamlega pakka í vörn. Við vorum því ekki búnir undir það varnarlega þegar Tyrkirnir fóru í all-out attack og fóru að dæla inn boltum af köntunum.

  Sumar staðsetningarnar hjá Aurelio hefðu þótt hlægilegar hjá íslensku utandeildarliði hvað þá í Meistaradeildinni með Liverpool :confused: Það var eins og hann hefði ruglast á íþrótt og talið sig vera spila sem hornamaður í handbolta sem reynir að stelast stöðugt fram í hraðaupphlaup. Þetta var algjört rugl á tímabili.

  Sé maður með svona sóknarsinnað lið inná gengur ekki að hætta bara að pressa andstæðingana eins og við gerðum fyrst eftir markið hans Garcia og síðan glæsimark Crouch. Við hleyptum Gala aftur inní leikinn, misstum boltann of oft og leyfðum þeim að stjórna hraða leiksins og réðum ekkert við Hasan
  Sas.
  Mér finnst líka að menn verði að róa sig í að dásama Agger og leyfa honum að þroskast betur sem varnarmanni. Hann virðist eiga í pínu vandræðum með háar sendingar innfyrir vörnina. Hann gaf klaufamark gegn Sheffield United og í kvöld hefði reynslubolti eins og Hyppia getað komið í veg fyrir þessi mörk með meiri hæð og betri staðsetningum.

  Ég hefði viljað sjá Benitez taka annanhvorn kantmanninn útaf strax í stöðunni 3-0 enda var vel hægt að sjá í hvað stefndi. Ég hefði viljað sjá Pennant útaf, Garcia yfir á hægri, Riise í bakvörðinn og Aurelio þá á vinstri kant fyrst hann var svona ægilega graður eitthvað…

  Við komumst þó upp með þetta, Crouch vex áfram í áliti – Þetta var ekki Rivaldo eða Ronaldinho sem tók þessa hjólhestaspyrnu þarna, þetta var baunapíran okkar frábæra sem allir hafa hlegið að! Held að þeir séu hættir því í dag….gaurinn skorar og skorar þegar hann spilar og sýnir stöðugt nýjar hliðar á sér sem knattspyrnumanni.

  Það er reyndar kannski bara fínt uppá framtíðina að Liverpool spili af og til svona brjálað – við verðum ófyrirsjáanlegri og erfiðara að lesa okkar leik. Frábær leikur fyrir þá hlutlausu en nailbiting og frústrerandi stuff fyrir okkur Liverpool aðdáendur, eins og venjulega! 🙂 Maður er orðinn gamall fyrir aldur fram að halda með þessu frábæra liði!

 13. Frábær skemmtun, frábær mörk, sanngjarn sigur en vá hvað maður var orðinn eilítið stressaður! 🙂 Gull af marki hjá Peter Crouch! Klaufalegir varnartilburðir okkar manna urðu til þess að mörkin á okkur urðu tvö, en ég vil ekki saka Aurelio einan um þetta. Hann hafði enga hjálp. Hann er sóknarbakvörður og stóð sig vel sem slíkur. Frábær sending hjá honum til dæmis í fyrsta markinu.

  Það var virkilega slæmt að fá þessi mörk á sig, því núna verður leikurinn í Tyrklandi þeim mun meira spennandi, en eftir á að hyggja … fyrir sakir fótboltans … þá get ég ekki annað en brosað. Frábær leikur með fullt af færum.

  Áfram Liverpool!

 14. Ég verð að segja eitt. Það er sú staðreynd að lýsendur Sýnar geta aldrei borið nöfn rétt sem eru aðeins öðruvísi. Gott dæmi um það er nafn Kuyt sem var ávalt borið fram rétt þanngað til Pétur Pétursson leiðrétti þá þó það sé ekki alveg fullkomið. Sérstaklega á þetta þó við um leikmenn og þjálfara frá Hollandi og Belgíu. Þannig er nafn Eric Gerets þjálfari Tyrkjanna ekki borið fram með g-i. Heldur á að segja Herets. Sama á við um Van Der Vaart það er borið fram Van Der Faart hversu fyndið það er í raun og veru. Þetta fór svo í taugarnar á mér í gær að ég ákvað að skrifa það. Vona að fólk sé ekki fúlt vegna þess því þetta er ekki alveg um leikinn.

 15. Mér finnst nú bara rugl að vera eitthvað að tala um að Aurelio hafi verið slappur. Það var alveg augljóst að hann átti að eiga kantinn þar sem Garcia virtist vera í frjálsu hlutverki og opnaði þannig kantinn fyrir Aurelio.

  Fyrra markið var fyrirgjöf frá vinstri og það voru Agger og Carra sem klikkuðu þar. Í hinu seinna var það sama dæmið fyrirgjöf frá hægri og léleg dekkning hjá miðvörðunum.

  Liverpool spilaði sóknarbolta sem gaman var af, en hefði þurft að skora fleiri mörk. Mér fannst nokkur góð færi fara forgörðum og rétt eins hægt að kenna þeim sem brenndu þessum góðu færum um (Gerrard, Kuyt ofl.)

  En að ætla að kenna Aurelio um þetta er bara rugl finnst mér og ég slökkti á þessum ösnum á Sýn sem voru sífellt að röfla það í gærkveldi.

  Flottur sigur, hefði átt að fara ca. 4:1

 16. Mér fannst þetta algjörleg frábær leikur. Það var svo mikill kraftur á Anfield að maður hélt hreinlega að eitthvað myndi springa.

  Mér líkar vel við þessa blússandi sókn og finnst meiriháttar að vera kominn með galin brassa í vinstri bakvörðinn. Mér finnst nú reyndar ósanngjarnt að kenna honum um bæði mörkin því það er rétt sem að Ninni sagði hér að ofan og Gez tók undir. Auðvitað hleypti Finnan sendingunni inn í í fyrra markinu auk þess sem hann var að dekka manninn sem skoraði í því seinna. Finnan stóð sig reyndar eins og Aurelio vel í sóknarleiknum og glæsileg tilþrif þegar hann braust upp kanntinn og sendi á Crouch. Enginn fallhlífarbolti þar á ferðinni.

  Ég tek svo undir með Arnari að nú skortir okkur upp á hæðina í vörninni. Þó Agger hafi meiri hraða en Hyppia og betri sendingar þá er Hyypia ennþá mun betri skallamaður en hann og Carrager. Það virðist líka vera þannig núna að flest mörkin sem við erum að fá á okkur koma eftir háa sendingu andstæðingana á vörnina.

  Á móti kemur svo að vörnin er að skila miklu betri sóknarvinnu og boltinn berst mun betur og hraðar fram völlinn.

  Ég reyndar er hrifinn af liðinu og því sem Rafa er að gera með það. Allt á réttri leið og nú er bara að keyra á enska titilinn. Ég vil að við förum að vinna þessa helv. deild.

  Áfram Liverpool!

 17. Við skulum nú ekki gleyma okkur núna! Ætla menn að fara að tala um Hyypia núna fram yfir Agger. Hér er spjallborðið búið að loga síðustu vikurnar um glæsta frammistöðu Agger og hvað hann sé rosalega tilbúinn að taka við af Hyypia. Agger er mun betri eins og staðan er í dag en Hyypia. Skulum ekki ofgreina þetta of mikið. Hefði Hyypia spilað hefðu menn sennilega sagt að hann hefði náð sköllunum, en ekki haft séns í hraða leikmenn Gala.

  Mitt mat var það að við lágum mjög framalega og þegar þeir komu hratt á okkur voru bakverðir okkar ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Slök frammistaða Fabio varnarlega setti óöryggi í vörnina og markamanninn. Annars var þetta bara besta skemmtun og athyglisvert að sjá blóðheita Tyrkina koma svona sterkir til baka eftir að hafa lent í vonlausri stöðu á svona erfiðum velli.

 18. Þetta var fínn leikur síðan skoruðu Galatasaray 1 og þá var eitthvað að klikka hjá Aurelio en þeir náðu út leikinn með góðri frammistöðu og á maður ekki að segja að Crouch sé maður leiksins með þessa glæsilegu klippu en síðan var Gerrard að gera fína hluti.

  Áfram Liverpool

 19. Mér finnst Hyppia ekki betri leikmaður en Agger, menn eru frekar að biðja fólk um að róa sig í að dásama Agger og leyfa honum að þroskast. Hann er ekki fullmótaður enn og hefur gott af gagnrýni svo hann bæti sig ennfrekar.

  Með Aurelio þá voru það ekki bara þulir Sýn sem gagnrýndu hann. Þetta tók ég af lýsingunni á http://www.europort.com ;

  25´ Liverpool have gone to sleep with Fabio Aurelio all over the place at the back and Haspolati is clean through on the right and sends a low drive and it’s centimetres wide! They should have been punished there.

  38′ Aurelio may be having a lot of fun going forward but he has no idea about defending! Galata are on the counter again, using the right, and Sabri again is in the area and sends the cross in but Sukur shows his age and can’t get on the end of it.

  41´ Aurelio is all over the place AGAIN and Sabri is in and he has a crack but sends it high into the side netting! He could have punished Liverpool a few times already!

  Hehe bara gaman af þessu!

  Annars fannst mér Benitez bregðast furðu seint við því að Gala spiluðu bara upp kantana og dældu eingöngu sendingum þaðan yfir Carragher og Agger. Þetta gerði Gala veika á miðjunni og við áttum að setja strax betri varnarmenn á kantana og sækja meira upp miðjuna.
  Auðvelt að vera vitur eftirá en Benitez á nú að vera snillingur í taktík þó hann hafi kannski ekki sýnt að í gær!

Lið vikunnar útfrá tölfræði

Stór hindrun yfirstigin