Lið vikunnar útfrá tölfræði

Actim Index er fyrirbæri sem Enska Úrvalsdeildin heldur utan um. Þetta stendur fyrir opinber gögn úr deildinni og er notað í ýmis konar tölfræði. Það er nánast allt milli himins og jarðar varðandi fótboltann, sem er mælt þarna. Það liggur við að hver hreyfing hjá knattspyrnumönnunum sé mæld inni á vellinum. Inni í myndina eru t.d. tekin mörk, skot á mark, skot framhjá, horn, brot, rangstæður, sendingar, tæklingar, blokkeringar, hreinsanir, spilatími og margt fleira.

Í hverri viku er svo valið lið umferðarinnar út frá þessari statistík allri. Og af hverju er ég að blaðra um þetta? Jú, það vill svo skemmtilega til að **heilir 7** leikmenn Liverpool FC eru einmitt í þessu liði vikunnar. Þetta eru þeir Jose Reina, Steve Finnan, Daniel Agger, Luis Garcia, Xabi Alonso, Mark Gonzalez og Dirk Kuyt. Geri aðrir betur.

Allt er þetta reiknað út frá stigum og var Steve Finnan hæstur allra þessa vikuna með heil 52 stig. Xabi Alonso kom svo rétt á eftir með 51 stig og Dirk Kuyt var með 50 stig. Næstur á eftir þeim þremenningum var svo Frank Lampard með 42 stig. Þið getið skoðað lið vikunnar og fleira varðandi þessa tölfræði með því að smella hérna.

Okkar menn hafa greinilega ekkert mikið verið að þvælast ofarlega á listanum á tímabilinu, sem sýnir sig kannski best að okkar hæsti maður á topp 100 listanum er Xabi Alonso í 45 sæti. Steve Finnan nær í 47 sætið og Daniel Agger í það 49. Jose Reina skipar svo sæti númer 81 og Luis Garcia í sæti 92. Fleiri frá Liverpool komast ekki á topp 100. En vonandi halda okkar menn nú áfram að standa sig á vellinum og ætti það að skila þeim ofar á svona tölfræðilista, sem segir kannski ekki alla söguna, en gefur klárlega til kynna hversu vel menn eru að gera á vellinum.

2 Comments

  1. Ekki það að ég ætli að gera neitt lítið úr afrekum Liverpool manna og finnst margir þeirra vel að því komnir að vera inni á á öllum listum yfir lið vikunnar þá verð ég samt að benda á að þetta er listi fyrir alla vikuna og í henni spiluðu Liverpool einmitt 2 leiki á meðan önnur lið spiluðu bara 1 (nema Newcastle sem spilaði líka 2).

  2. Ekkert merkilegt við þetta lið vikunnar. Poolarar eru audda bestir en hér er oflof þar sem stigafjöldi leikmannanna er óeðlilega mikill. Þeir spiluðu tvo leiki en allir hinir leikmennirnir (fyrir utan Newcastle) aðeins einn. Sennilega er nú meira afrek hjá Lampa að hafa 42 stig eftir einn leik en 52 stigin hans Finnan … eða hvað?

Galatasaray á morgun

Liverpool – Galatasary 3-2