Henry elskar okkur

Þar hafið þið það, snillingurinn Thierry Henry elskar okkur.

Eins og fram kemur í þessari grein, þá eru engar líkur á því að þessi knattspyrnusnillingur komi nokkurn tíman til með að spila með Liverpool, en hann segir þarna að ef hann hefði spilað með einhverju öðru liði á Englandi, þá hefði hann helst kosið að spila með okkur. Í fyrsta lagi þá væri það vegna þess að Steven Gerrard er leikmaður sem hann virðir og langar til að spila með og í öðru lagi þá finnst honum við stuðningsmennirnir vera gjörsamlega æðislegir (eitthvað sem reyndar allir vita en ekki allir þora að viðurkenna :biggrin:

Svona ummæli skipta svo sem litlu máli, en ég ákvað samt að skrifa um það, enda er Henry besti framherjinn í fótboltanum í dag að mínu mati og hefur verið það í nokkur ár. Við elskum þig líka Thierry minn, bara gerðu það fyrir mig að hætta þessum leiða ávana að skora gegn okkur, þá yrðir þú enn meira elskaður af okkur.

2 Comments

  1. Til hvers þarf hann að spila með Liverpool til að fá að leika með Gerrard. Ég veit ekki betur en að Gerrard sé vanur að gefa stoðsendingar á Henry :laugh:

  2. Ég held að ég bara skelli mér í bælið með bros á vör við þessi ummæli eins af bestu framherjum þessa heims! Hann er svo svakalega á réttri hillu með að nefna stuðningsmenn okkar þar sem þeir eru bara æði! GITTY UP!

Tottenham á morgun

Liverpool 3-0 Tottenham