L’pool 2 – N’castle 0

kuyt_firstgoal.jpg

Okkar menn réttu aðeins úr kútnum í kvöld eftir tvö töp í röð í deildinni og unnu góðan **2-0 sigur á Newcastle** á Anfield. Þessi leikur var frekar rólegur yfir það heila, maður fékk á tilfinninguna að menn væru rétt í öðrum gírnum í þessum leik og varla það, en á endanum lauk markaþurrðinni með tveimur góðum mörkum og Reina hélt hreinu í annað sinn á leiktíðinni. Eftir þennan leik eru okkar menn komnir í 7 stig um miðja deild eða svo, fimm stigum á eftir Chelsea og Man U og sex á eftir toppliði Portsmouth. Þannig að þetta er alls ekkert jafn slæmt og menn vilja meina, okkar menn eru fyllilega inní þessu ennþá.

Rafa gerði fáar breytingar frá því í leiknum við Chelsea á sunnudag. Jermain Pennant og Stephen Warnock véku fyrir Luis García og Fabio Aurelio, en fullt lið var sem hér segir:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Aurelio

Gerrard – Alonso – Sissoko – García

Bellamy – Kuyt

**BEKKUR:** Dudek, Hyypiä, Pennant, Gonzalez, Crouch.

Leikurinn fór frekar hægt af stað en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn tóku okkar menn öll völd. Frá og með svona fimmtu mínútu var þetta orðin algjör einstefna að marki Newcastle sem entist út leikinn. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom svo fyrsta markið; Xabi Alonso átti frábæra sendingu innfyrir vörn Newcastle á Steve Finnan sem skilaði honum rakleitt fyrir markið þar sem **DIRK KUYT** kom aðvífandi og setti boltann í markið af stuttu færi. Fyrsta mark Hollendingsins knáa fyrir Liverpool orðið staðreynd og maður sá að það voru fleiri en bara hann fegnir að skora þetta mark, enda var þetta í fyrsta sinn í vetur sem Liverpool skorar fyrsta markið í deildarleik.

Eftir markið gengu okkar menn á lagið en gekk erfiðlega að skora. Luis García fór mikinn í sókninni og Craig Bellamy var klaufi að skora ekki einn gegn markverði Newcastle, Steve Harper, og á endanum var staðan 1-0 í hálfleik.

Fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks snerist þetta algjörlega við. Newcastle-menn komu miklu ákveðnari til leiks og hefðu hæglega getað jafnað á fyrsta kortérinu – á móti voru okkar menn alveg skelfilegir. Shola Ameobi var óheppinn þegar Agger braut á honum og svo skaut hann strax í næstu sókn tvisvar í hönd Carragher, þannig að hann hafði ástæðu til að pirra sig það sem eftir lifði leiks. Okkar menn voru þar heppnir að fá ekki á sig allavega eina vítaspyrnu, en það jafnaðist þó út síðar í leiknum þegar samskonar hendi átti sér stað hinum megin á vellinum.

Eftir þetta stressaða kortér náðu okkar menn sér rólega á strik á ný og þegar tæpt kortér var eftir af leiknum innsiglaði **XABI ALONSO** sigurinn með sannarlega stórkostlegu marki. Hann vann knöttinn af Damien Duff fyrir framan vítateig Liverpool og lék með hann að miðjuhringnum. Þar leit hann upp og sá sér færi og lét vaða, af um 60-65 metra færi, og boltinn sveif yfir allan völlinn og í bláhornið á marki Newcastle. Steve Harper, markvörður þeirra svarthvítu, hafði verið staddur of framarlega og ég er ekki viss um að hann hefði náð boltanum ef hann hefði staðið í fæturna, en hann rann við að reyna að elta knötinn aftur að marklínunni sinni og þar með var leikurinn tapaður fyrir hann og gestina.

Eftir þetta tóku okkar menn fótinn af bensíngjöfinni og innbyrtu sigurinn í nær hlutlausum gír. Rafa tók Dirk Kuyt og Steven Gerrard útaf undir lokin fyrir Peter Crouch og Mark Gonzalez en þeir bættu litlu við.

En allavega, sigurinn í höfn og það er gott að hugsa til þess að liðið sé komið á beinu brautina á nýjan leik. Næsti leikur er gegn Tottenham á Anfield um helgina og það er alveg jafn mikilvægt að innbyrða sigur þar og var í kvöld. En þetta er fín byrjun, við erum alls ekkert búnir að gefa deildarkeppnina upp á bátinn!

**MAÐUR LEIKSINS:** Í annars jöfnu og góðu liði fannst mér helst Steven Gerrard og Momo Sissoko frekar daprir, allavega miðað við það sem maður er vanur að sjá til þeirra. Luis García, Dirk Kuyt og Craig Bellamy voru allir mjög frískir í sókninni og þeir García og Bellamy voru óheppnir að ná ekki marki eins og Kuyt. Vörnin stóð vel fyrir sínu fyrir utan þetta stresskortér í upphafi síðari hálfleiks á meðan Reina sinnti sínu af öryggi og virðist vera kominn yfir óöryggið sem hrjáði hann í upphafi tímabils.

**XABI ALONSO** svaraði gagnrýnendum sínum hins vegar með stórum hvelli í dag. Frá fyrstu mínútu stjórnaði hann miðjuspilinu algjörlega, var allt í öllu bæði varnar- og sóknarlega hjá okkar mönnum og kórónaði þessa frábæru frammistöðu sína með frábærri sendingu á Finnan í fyrra markinu og svo einu af mörkum tímabilsins í seinni hálfleik. Það segir meira en margt annað um fótboltaheila mannsins að þetta var ekki í fyrsta skipti á árinu 2006 sem hann skorar mark frá eigin vallarhelmingi. Alonso er kominn í gang og við vitum að þá fer liðið strax að spila betur.

Ég hlakka til að sjá næsta leik. 🙂

22 Comments

  1. Frábær sigur og sanngjarn. Ég ætla að vona að héðan í frá hugsi menn sig tvisvar um áður en þeir henda því fram að Alonso sé ekki fyrsti kostur á miðjuna. Að mínu mati var hann bestur í kvöld, hann átti bæði mörkinn og var mjög sterkur varnarlega. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta en ég held að hann hafi sýnt í kvöld hversu mikilvægur hann er. Ég held að Gerrard verði bara að sætta sig við að vera á öðrum hvorum kantinum og hann er sennilega ekkert óánægður með það. Miðjuparið er greinilega Sissoko og Alonso.

  2. Jam bragðdaufur leigu… svona í heildina… en nokrir ljósir punktar.. skoruðum úr færi… sem hefur ekki verið að gerast síðustu 3 leiki… hefði vilja sjá garcia setja hann þegar boltin fór í stöngina.. hefði verið gull af marki… þetta með seinna markið.. .. jú flott skot.. en ég er ekki samála nafna mínum í þeirri skoðun að markvörðurinn hefði ekki náð boltanum hefði hann ekki dottið…. hann hefði pottþétt náð nonum því hann var nú bara næstum búinn að blaka sér í hann á hausnum…

    En við vorum svo sem bara hepnir að fá ekki á okkur víti… því þetta var alveg púra víti þegar carra fær hann í hendina… og skil ég þá hvítröndóttu vel…. og svo hefði dómarinn líka geta dæmt víti á Agger… svo sangjart og ekki sangjart.. að vísu já þá átti liverpool líka að fá víti.. þegar einn svartröndóttur… 🙂 fékk hann í báðar hendurnar…

    en jam Alanso maður leiksins.. engin spurning… gerard var ekki að gera neitt.. hefði mátt fara útaf fyrir speedy 10 mín fyrr….

    En góður sigur..og vonandi það sem koma skal…

  3. Nokkuð góður leikur okkar manna. Mér fannst Agger alveg frábær í þessum leik ásamt Alonso. Agger er að verða fyrsti kostur í þessa vörn.
    Sissoko fansst mér líka góður, kannski ekki sá öflugasti frammávið en hvað hann vann marga bolta og djöflaðist við að loka svæðum..

  4. Ég er ekki frá því að ég sé pínu montinn … hafði spáð byrjunarliðinu nákvæmlega og að því er virðist sá eini sem gerði það (sbr. kommentin við síðustu færslu). Ég var að vísu Pollýanna í spádómnum og var helmingi of hár – spáði Kuyt myndi skora en giskaði ekki á Alonso. Vorkenndi markmanninum dálítið en bara í örfáar sekúndur, þetta fall hans var broslegt …

    Leikurinn var ekkert merkilegur þannig séð, en á góðum köflum brá fyrir svo ótrúlega flottu spili hjá okkar mönnum að ég hef engar áhyggjur fyrir veturinn ef þeir eru að hrökkva í gírinn. Ef… 🙂 Auðvitað skilur maður pirringinn í Newcastle yfir að hafa ekki fengið víti í leiknum en það jafnaðist algerlega út undir lok leiksins og það sem meira er … mér fannst andlitshögg Babayeros (var það ekki?) framan í Kuyt í fyrri hálfleik fyrir neðan allar hellur. Vilji menn tala um sanngirni, þá alla vega fannst mér ekkert halla meira á annað hvort liðið í dómgæslunni.

    Fyrir mér var Alonso hikstalaust maður leiksins. Sendingarnar, öryggið í spilinu og markið maður!! Vá! Agger var líka traustur og yndislegt alveg að sjá hann fara með Ameobi, hann var ofan í honum allan tímann og átti frábæran leik. Bellamy og Kuyt er hættulegt sóknarpar og með Crouch þarna líka, og extra-supersub Fowler… þá eigum við að vera ansi ógnandi í vetur.

  5. Ég er viss um að í lok leiktíðar tala menn um Dirk Kuyt sem besta sóknarmann deildarinnar. Daniel Agger verður sömuleiðis kominn í hóp allrasterkustu miðvarðanna.

    Hef líka trú á að Pennant, Gonzalez og Bellamy eigi eftir að reynast frábær kaup.

    Við getum alveg unnið þessa deild. Liðið á ennþá eftir að hrökkva í sinn besta gír. Nú er Alonso kominn í leikform og enginn ástæða til annars en að vera bjartsýnn.

  6. Fínn sigur en í heildina frekar daufur leikur, svona miðað við leiki þessara liða oft á tíðum.

    Xabi er vonandi hrokkinn í gang. Allavega átti hann virkilega góðan leik. Ætli gaurinn, sem veðjaði á að Xabi myndi skora af eigin vallarhelmingi í fyrra, hafi lagt pening á þetta aftur? Veðbankar hljóta að vera búnir að lækka stuðulinn töluvert eftir þennan leik 🙂

  7. Þeir minntust á athyglisverða staðreynd á Sky, síðasta mark sem Alonso skoraði var einnig frá eigin vallarhelmingi. 2 slík mörk í röð hlýtur bara að vera einhvers konar met…

  8. Frábær leikur. Fílaði allt, uppstillinguna, leikgleðina, baráttuna og spilið.

    Vona að sama lið fái að spreyta sig í næstu leikjum.

    Áfram Liverpool

  9. Hahahaha! Eins frábær pistlahöfundur og Kristján er er erfitt að taka mark á manni sem heldur því fram að Harper hefði ekki varið skotið hans Alonso ef hann hefði ekki dottið!

    Góður sigur samt í ágætlega spiluðum leik…

  10. Hermann – ég hélt því alls ekkert fram að hann hefði pottþétt skorað. Ég sagðist einfaldlega ekki vera sannfærður um að hann hefði náð að verja hann, þar sem skot Alonso var mjög gott. Ég held mig við þau orð, þótt þér þyki þau fáránleg. Hann var ekki öruggur með þennan bolta, hvort sem hann stóð í fæturna eða ekki.

    Annars langaði mig til að taka það fram að þótt ég hafi hreinlega gleymt að minnast á kjaftshögg Babayaro á Kuyt í fyrri hálfleiknum í leikskýrslu minni þá þykir mér atvikið mjög alvarlegt og vona að siðanefnd enska knattspyrnusambandsins taki það fyrir. Kuyt gerir nákvæmlega ekkert til að ergja hann og hann snýr sér við og þrumar framan í andlit hans. Algjört vilja- og fólskuverk og ef maðurinn fer ekki í leikbann fyrir þetta er eitthvað að.

  11. Skyldusigur í höfn. Okkar menn stóðust pressuna og innbyrtu sigurinn.

    Þrátt fyrir sigur er ég ennþá sannfærður um að Gerrard eigi að spila á miðjunni. Eða í það minnsta hafa frjálsara hlutverk frammi. En það er bara mín skoðun. Gerrard er náttúrulega bara frábær hvar sem er..svo góður er hann. En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að Liverpool væri öflugra fram á við ef Gerrard tæki miðjuna. En Rafa veit best og Gerrard er líka búinn að segja mér og fleirum að halda kjafti og treysta stjóranum í þessu..best að hlýða því ..svona í bili alla vega..

    En aftur..frábært að fá sigur… 🙂

    Nú er bara endurtaka leikinn á móti Tottenham. Það þýðir ekkert að sleppa sér yfir einum sigri. Við þurfum meira af þessu… 🙂

  12. Alveg er þetta hreint magnaður andskoti. Maður les núna vælið í Roeder yfir vítaspyrnudómum sem urðu ekki hjá Newcastle í kvöld. Að mér skilst áttum við að fá tvö stykki gegn Bláu sauðunum um daginn. Ef menn ætla að væla yfir því að fá ekki vítaspyrnu á Agger þegar “brotið” var á Ameobi, hvernig væri þá fyrir það fyrsta að dæma rangstæðu á þann síðarnefnda. Klárlega rangstæður áður en að þessu kom. Af hverju talar “blessaður” Roeder ekki um það að menn hans séu að berja menn í andlitið?

    Klárlega víti þegar Carra handleikur boltann, ekki spurning. Dómarinn var samt löngu búinn að gefa tóninn fyrir það. Skot að marki, og Scott Parker gjörsamlega fleygir sér með báðar hendur á bolta fyrir knöttinn. Hann dæmdi ekki þá, hann dæmdi ekki síðar, hann dæmdi svo ekki heldur þegar Boxarinn frá Nígeríu reyndi að halda boltanum á lofti með höndunum síðar í leiknum og inni í teig.

    Nei, eins og áður, þá vinnast leikir með því að skora mörk, og loksins gerðum við það. Óheppni og heppni eiga alltaf sinn þátt, en ég held að enginn með fulle fem geti sagt að við höfum verið heppnir í leiknum. Þvílíkir yfirburðir og það sérstaklega í fyrri hálfleik. Loksins uppskáru menn eins og þeir sáðu, ég er sammála KAR með það að þetta var annar gír, ég get hreinlega ekki beðið eftir því að komast á sjálfskiptan þar sem skipt verður um gír eftir því hve trukkurinn erfiðar. :biggrin:

  13. Sælir og til hamingju með leikinn,
    það er svo yndislegt að koma inn á þessa vefsíðu daginn eftir sigurleik. Allir jákvæðir og skemmtilegir og maður fer ósjálfrátt að rifja upp leikinn og svo allt í einu er maður byrjaður að brosa.

    En grínlaust, þarna þekkir maður liðið. Þvílíkir yfirburðir. Nú er Kuyt búinn að skora og Alonso kominn með meira sjálfstraust og það var akkúrat það sem þurfti. Í næsta leik skora Bellamy og Gerard og þá verðum við komnir á þvílíka siglingu.

    Svakalega er gaman að sjá þennan Agger. Hann er alltaf að verða betri og betri og ég er ekki alveg að sjá Hyppia komast aftur í liðið nema bara í svona leik og leik til að hvíla menn. Hann verður líka frábær í því.

    Aftur til hamingju,
    nú verður morgunkaffið á morgun skemmtilegt.

  14. Já, Agger 🙂

    Þvílík yfirvegun hjá svona ungum strák, það er hrein unun að horfa á þennan dreng spila knattspyrnu. Var búinn að spá því að þetta yrði tímabilið sem Agger myndi smá saman ýta Hyypia út, en ekki gat ég ímyndað mér að það myndi gerast svona strax í upphafi.

  15. Sælir strákar

    Ég er búinn að fylgjast með Agger lengi þar sem ég bjó í Danaveldi og þetta kemur mér bara ekkert á óvart :laugh:
    Hann var keyptur til Brondby til að koma rólega inn í liðið og hann var búinn að henda reyndum anni út eftir 2 mánuði .. Og svo kominn í landsliðið og svo var það LIVERPOOL .
    Hann er gullmoli fyrir okkur og á eftir að varða að demanti 😉
    Við erum komnir með frábært lið og ekki gleyma því að vegna landsleika og HM er ekki búinn að vera mikill tími fyrir strákana að æfa sig saman en það kemur … Áfram LIVERPOOL

  16. Þetta er að skána. Það á auðvitað að banna Sissoko að skjóta á markið og svo þurfa Gerrard og Carragher að fara að hrökkva í gang. Tel þetta vera sterkastu liðsuppstillinguna í dag.

  17. Sælir og til hamingju með góðan leik okkar manna. Algjörir yfirburðir allan leikinn. Ég er búinn að vera mikið að spá í spilamennsku Aurelio. Mér finnst hann bara alls ekki eins góður og menn vilja láta. Ég skal samt viðurkenna að hann spilaði nokkuð vel í gær í bakverðinum en á kanntinum vil ég ekki sjá hann. Tapar boltanum of oft og sendingarnar hitta oftar en ekki mótherja en samherja. Nú er ég að tala um alla leiki sem ég hef séð nú í haust. Hvað segja menn um Aurelio? Svo vil er ég ekki sammála þér Kristján um að Sissoko hafi átt dapran leik. Þú verður að horfa á vinnsluna í manninum. Hann er út um allan völl að vinna boltan og lætur andstæðingana aldrei í friði. Að mínu mati ein bestu kaup Liverpool í mörg ár og mér fannst hann góður í gær.

  18. Ég er sammála Sliver með það að Sissoko er gríðarlega mikilvægur þessu liði þó svo að stundum sé hann í vandræðum með sendingarnar sínar. Hann er sívinnandi út um allan völl og lokar ótrúlega vel svæðum. Ein bestu kaup RB. Ekki spurning.

  19. Þetta er svaðalegur bútur með Alonso hér að ofan. Á góðum degi eru fáir sem dreifa spilinu eins vel og hann.

    Varðandi Aurelio. Það er afskaplega erfitt að meta leikmann eftir einungis 7-8 leiki. En hann hefur ekki verið að heilla mig mikið það sem af er og þarf að sýna mikið meira. Við getum orðað það þannig að hann hefur hvorki fengið áskrift að bakvarðarstöðunni né kantstöðunni ennþá í mínum huga. En eigum við ekki að bíða og sjá. Hann þarf aðeins fleiri leiki.

Newcastle á morgun

Tottenham á morgun