Chelsea á morgun

Stórleikur framundan. Spenntur? Já, en öðruvísi spenntur. Ég er spenntur yfir því að vera að spila við lið sem er keppinautur okkar um toppsætin í deildinni. Ég er aftur á móti akkúrat ekkert spenntur fyrir þessu Chelsea liði. Hvernig er það annars hægt þegar maður lítur á þá staðreynd að við erum búnir að spila (eftir leikinn á sunnudaginn) 12 leiki við þá á innan við 24 mánuðum. Þetta er hreint brjálæði. Þetta er engu að síður staðreynd og nú er hreinlega að duga eða drepast, mikið í húfi. Það verður þó ekkert allt búið þótt leikurinn vinnist ekki, en…

Af þeim 11 leikjum sem við höfum spilað gegn þeim, þá hafa 5 tapast (4 deildarleikir), 3 farið jafntefli og þrír unnist. Það er hreinlega kominn tími á að vinna þetta lið í deildarleik. Eins og áður sagði, þá er tímabilið ekkert búið þótt þessi leikur tapist, síður en svo. Mótið er rétt að byrja. Ég vil þó benda mönnum á það að ef við hefðum náð að vinna leikina gegn Chelsea á síðasta tímabili (í deildinni), þá hefði það þýtt að við hefðum orðið Meistarar. Auðvitað er vitlaust að leggja þetta svona beint fram, en þetta sýnir samt bara svart á hvítu af hverju svona leikir eru kallaðir 6 stiga leikir. Jafntefli sleppur, en sigur væri svo agalega sætur og mikilvægur að það hálfa væri svona helmingi meira en nóg.

Persónulega finnst mér Chelsea hafa verið langt frá því að vera sannfærandi. Jose “félagi” okkar hefur verið að reyna að troða inn í liðið sínum stjörnum. Einn helsti styrkleiki Chelsea hefur undanfarið verið mjög öflugir kantmenn og svo gríðar sterk liðsheild. Mér finnst stór sjá á þessu tvennu. Óánægjuraddir hafa heyrst mikið úr þeirra herbúðum og nýjar stjörnur komnar til leiks. Núna reynir Jose að spila þeim Lampard og Ballack saman á miðjunni og því þarf hann einn miðjumann til viðbótar sem sér um varnartenginguna. Hann vill líka koma þeim Shevchenko og Drogba fyrir frammi og því er hreinlega ekki pláss fyrir kantmennina lengur. Þeir eru líka ekki jafn margir og áður. Duff er farinn, Cole er meiddur, Robben er búinn að vera meiddur og Wright Phillips á erfitt með gang vegna flísa sem hafa safnast fyrir í botnstykkinu. Vegna þessa hefur mér fundist sem svo að Chelsea er einfaldlega ekki jafn sterkt og það hefur verið undanfarin tvö ár. Ekki misskilja mig með það að þeir séu ekki sterkir. Þeir eru gríðarlega sterkt lið, en að mínum dómi bara ekki jafn hrikalegir og undanfarið. Einnig finnst mér breiddin hjá þeim ekki jafn mikil og áður.

Ég hugsa nú að þessi leikur verði eins og margir aðrir á milli þessara liða. Mjög jafn, mikil spenna og fá mörk. Sunnudagurinn verður hreinlega mældur í Richters stigum, svo mikið er víst. Risarnir 4 mætast innbyrðis. Strax á eftir leik Liverpool og Chelsea, þá mætast Manchester United og Arsenal. Hversu ljúft væri að sjá sigur hjá okkar mönnum og svo fyrsta sigur Arsenal á tímabilinu? Mjög ljúft og myndi setja þetta tímabil strax í fluggír er titilbaráttu varðar.

Þá er komið að giskhorninu. Frekar en fyrri daginn þá eru engar líkur á að ná að giska á rétta uppstillingu. Það finnst mér reyndar vera farið að há okkur. Við vitum einfaldlega ekki ennþá (Rafa ekki heldur) hvert okkar sterkasta lið er. Það koma margir hlutir til, svo sem meiðsli lykilmanna í vörninni. Að mér best vitandi, þá eru það aðeins Riise og Kewell sem eru meiddir, óvenju lítið þegar Liverpool er annars vegar. Menn voru hvíldir gegn PSV og aðrir gegn Everton. Ég tel nú nokkuð víst að Stevie komi inn í liðið á ný en stóra spurningin er í mínum huga hvort Rafa ætli sér að gera aðra tilraun með Xabi. Xabi hefur verið eins og á síðasta tímabili, mjög seinn í gang. Hann er þó ómetanlegur ef hann hrekkur í gírinn. Momo mun pottþétt byrja á miðjunni, þannig að það er bara spurning hvort það verður Stevie eða Xabi sem verður við hans hlið. Ég ætla að giska á Xabi og að Stevie verði hægra megin. Þá er bara eitt vandamál eftir og það er vinstri vængurinn. Verður sama uppstilling eins og gegn PSV? Ég hef trú á því að Luis komi inn á vinstri kantinn og Fabio detti aftur niður í vinstri bakk. Svona giska ég á að liðið verði:

Reina

Finnan – Carra – Agger- Aurelio

Gerrard – Sissoko – Xabi – Garcia

Kuyt – Bellamy

Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Pennant, Gonzalez og Crouch

Ég ætla að gerast svo kræfur að spá sömu úrslitum og í Samfélagsskildinum frá því í haust. 1-2 okkar mönnum í hag og tímabilið byrjar fyrir alvöru. Ég er á því að við sjáum fyrsta mark Dirk Kuyt fyrir félagið og tippa einnig á að Bellamy læði inn marki og þar með rjúki Jose út af vellinum þegar flautan gellur og þverneitar að viðurkenna það að lið hans hafi átt skilið eitthvað annað en 5-0 sigur.

Koma svo…

12 Comments

  1. Við getum allavega bókað það að þessi leikur verður tóm leiðindi. Ég hef ekkert sérstaka tilfinningu fyrir þessum leik, við höfum einstakt lag á því að skíta á okkur í þessum blessuðu deildarleikjum gegn Chelski. Er ekki hægt að sannfæra leikmenn Liverpool um að þetta sé bikarleikur 🙂

  2. Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik. Chelsea hafa ekki verið sannfærandi það sem af er og þetta virðist ekki vera að smella hjá þeim. Ég vona svo sannarlega að það gerist ekki á morgun. Ég er nokkuð sammála þessari uppstillingu. Garcia hefur oft gert góða hluti á móti Chelsea þannig að ég er sammála því að byrja með hann úti vinstra meginn en ég vildi sjá Pennant hægra meginn og Gerrard inni á miðjunni með Momo. Ég væri líka til í að sjá Rafa stilla upp í 4-3-3 með Gerrard, Momo og Xabi inni á miðjunni, Crouch og Bellamy frammi og Kuyt í holunni á milli miðju og sóknar. Það gæfi Gerrard meira frelsi til að taka þátt í sóknarleiknum þar sem hann væri alltaf með Momo og Xabi fyrir aftan sig.

  3. Ég ætla að gerast svo kræfur að spá sömu úrslitum og í Samfélagsskildinum frá því í haust. 1-2 okkar mönnum í hag og tímabilið byrjar fyrir alvöru. Ég er á því að við sjáum fyrsta mark Dirk Kuyt fyrir félagið og tippa einnig á að Bellamy læði inn marki og þar með rjúki Jose út af vellinum þegar flautan gellur og þverneitar að viðurkenna það að lið hans hafi átt skilið eitthvað annað en 5-0 sigur.

    Ég vona svo sannarlega að þetta gerist. Ég hreinlega get ekki beðið eftir þessum leik.
    YNWA.

  4. “og Wright Phillips á erfitt með gang vegna flísa sem hafa safnast fyrir í botnstykkinu.”

    Má ég spyrja…hvað á þetta að þýða?

  5. Já..mér þykir þú bjartsýnn SSteinn. :biggrin:

    Ég er búinn að hafa slæma tilfinningu fyrir þessum leik síðan ég sá leikjaskrána…..og sú tilfinning hefur ekki batnað undanfarna daga.

    En mikið vona ég heitt og innilega að ég hafi svo klikkað rangt fyrir mér.

    Ég hreinlega var með það á hreinu að við myndum vinna Everton….. :confused:

    Svo kannski er þetta bara allt omvendt…
    Kemur í ljós.

    Ég er að vona að Pennant byrji á hægri kanntinum. Gerrard á miðjunni og Alonso á bekknum til að leysa Momo af á 60 til 70 mín. :biggrin2:

    Áfram Liverpool….YNWA

  6. Ég held að uppstillingin verði mun varnarsinnaðri.

    Reina

    Finnan – Carra – Agger – Warnock

    Pennant – Gerrart – Sissoko – Xabi – Aurelio

    Kuyt

  7. Fín upphitun SSteinn. Ég er sammála þér að flestu leyti, en þó með einni undanteknu. Venjulega myndi ég tippa á að Rafa héldi óbreyttri vörn eftir að hafa haldið hreinu, en Warnock var tæpur sýndist mér með meiðsli og er i tilbúinn í tvo heila leiki í röð. Þá er vitað mál að Luis García kemur inn í liðið fyrir þennan leik, enda veit hann fátt skemmtilegra en að skora gegn Chelsea.

    Frammi hins vegar er það eina sem ég er ósammála þér með. Ég held að Peter Crouch komi pottþétt inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik. Hann hefur verið sjóðheitur það sem af er tímabili og skoraði í síðasta leik gegn Chelsea. Hann veldur Terry og Carvalho vandræðum.

    Við hlið hans spái ég að Bellamy byrji inná, þar sem hann þekkir betur til enskrar knattspyrnu en Kuyt og var tekinn útaf gegn PSV á þriðjudag, væntanlega til að fá auka hvíld fyrir þennan leik.

    Mín spá: 1-1, og ég yrði sko meira en sáttur við jafntefli í þessum leik. Orðinn hundleiður á að tapa bæði heima og úti fyrir Chelsea í deildinni, ár eftir ár …

  8. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur. Klárlega mikil pressa á leikmönnum og kominn tími til þess að við vinnum þá í deildinni.

    Það myndi gera mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur að vinna á brúnni… hins vegar tel ég líklegt að þetta endi með jafntefli, 1-1.

    Ég er sammála Kristjáni Atla með að Crouch, hann byrjar inná en með Kuyt tel ég.

  9. Mér þykir líklegt að hann byrji svona: Reina, Finnan, Carra, Agger, Aurelio, Pennant, Gerrard, Momo, Alonso, Zenden og Kuyt. Það verður lögð áhersla á að tapa ekki leiknum í dag.
    Þetta væri þó liðið sem ég vildi sjá í dag miðað við hvaða leikmenn við höfum í stuði í dag: Reina, Finnan, Carra, Agger, Aurelio, Garcia, Gerrard, Momo, Gonzalez, Bellamy og Kuyt, held að þeir gætu gert mikinn usla hjá þeim blá klæddu.

  10. Ég vil spila 4-5-1(eða 4-3-2-1) með Finnan, Carra, Agger og Aurelio í vörninni. Miðjan verður Xabi og Sissoko. Fyrri framan þá Steve G. með þá Pennant og García/Gonzalez á köntunum. Frammi vil ég hafa Crouch eða Kuyt.

    Reina
    Finnan, Carra, Agger, Aurelio

    Xabi, Sissoko

    Pennant, Gerrard, García/Gonzalez

    Kuyt/Crouch

Stríðsöxin grafin?

Liðið gegn Chelsea: