DAGGER

Góðan daginn,

Rafael Benítez er sammála 99% Liverpool-aðdáenda sem vilja meina að Daniel Agger eigi að vera fyrsti kostur inn í miðja vörnina eins og hann er að spila þessa dagana. Hann segir meðal annars að Agger hafi verið “á undan Sami Hyypiä inn í liðið í leiknum í gær og verði það jafnvel aftur í í framtíðinni.”

Fleira var það ekki í bili.

7 Comments

  1. Sammála!
    Skýr skilaboð til annara leikmanna sem átt hafa fast sæti í liðinu að þú getur ekki bara fengið sendan launaseðil í hverjum mánuði af því þú heitir eitthvað sérstakt. Ég var mjög ánægður með uppstillinguna á liðinu hjá Rafa í gær og eins og vitað var á uppstillingunni var ljóst að við myndum ekki sækja, heldur verjast vel og beita skyndisóknum.

  2. ermm…illa orðað. Það sem ég meinti er að leikmenn eiga ekki fast sæti í liðinu og þ.a.l. af laununum sínum af því þeir eru orðnir eitthvað nafn. Daggerinn hefur verið í sviðsljósinu undanfarið með góðri frammistöðu en það er líka frábært þar sem ég hef fengið að sjá 2 Liverpool-leiki í röð hérna í baunalandi! :biggrin:

  3. Ég er mjög sáttur við Agger fái tækifærið fram yfir Hyypia. Ég hef látið þá skoðun í ljós að það er verulega farið að draga af Hyypia miðað við það sem var. Hyypia er ekki sami leikmaður og hann var fyrir 2 árum síðan. Hann er farinn að hægjast all verulega og kominn tími á breytingu.
    Hyypia hefur hins vegar reynst liðinu ómetanlegur og getur eflaust miðlað reynslu sinni til hinna yngri. Fínn back-up player.

  4. Erum við að tala um það að við séum loksins að fá eftirmann Hyypia í vörnina…. :biggrin2:
    Það hefði ekki getað komið á betri tíma því að kallinn er orðinn dálítið þungur (var svo sem ekkert sneggsti maðurinn á vellinum) eða hvað…!

    Tíminn einn mun svo leiða það í ljós hvort að hann standist það að feta í fótspor “Sáms” !

    Líst vel á þróunina….. Áfram Liverpool

  5. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað menn eru að fara þegar talað er um að Hyypia sé að verða búinn á því vegna þess að hann sé orðinn hægur. Hraði hefur einfaldlega aldrei verið hans sterka hlið. Hann var ekki með mikinn hraða þegar við unnum þrennuna og ekki heldur þegar við unnum meistaradeildina. Það hindraði hann hins vegar ekki í því að vera topp-klassa varnarmaður.

    Gagnrýni á hann vegna nýlegra mistaka í leikskilningi og staðsetningum gætu kannski átt rétt á sér, og ég er svosem sammála því að Agger gæti alveg verið vel að því kominn að taka stöðu hans í liðinu.

    Allir leikmenn fara í gegnum lægðir og ég er viss um að Hyypia á etir að eiga nokkra stórleikina enn fyrir Liverðool. Það að Hyypia sé ekki sprettharður gerir hann ekki að slökum leikmanni núna frekar en það gerði fyrir tveimur árum.

  6. Verð að vera sammála Stebba að hluta til, Hyypia hefur aldrei verið hraður og verður það aldrei en hinsvegar finnst mér hann vera farinn að taka rangar ákvarðanir. Hann er farinn að selja sig oft mjög ódýrt í stað þess að sitja og halda þegar leikmenn sækja á hann.

  7. Sammála síðustu tveimur ræðumönnum. Þetta hefur verið sagt um Hyypia síðustu 2-3 árin, að hann sé að tapa hraða og sé bara almennt að verða búinn á því. Ég held það það sé ekkert sannara nú en fyrr. Nema að því leyti að nú er loksins kominn miðvörður sem er líklegur til að setja einhverja alvöru pressu á Hyypia.

    Nú er bara að sjá úr hverju “gamli kallinn” er gerður. Ég held að við eigum eftir að sjá heilmikið til Hyypia enn.

    En Agger er gríðarlegt efni og vonast ég til að hann muni vaxa enn meir í leik sínum næstu misserin.

PSV 0 – Liverpool 0

Stríðsöxin grafin?