Everton 3 – Liverpool 0

_42068110_johnson416.jpg

Hvað getur maður sagt? Hvernig á maður að skrifa skýrslu um svona hörmung? Hvernig á maður að reyna að vera jákvæður? Er það hægt?

Liverpool tapaði 3-0 fyrir Everton á útivelli í dag. Leikurinn var hreinasta hörmung og ef að leikur liðsins batnar ekki frá þessum fyrstu þrem deildarleikjum, þá getum við **gleymt** því að Liverpool verði enskur meistari í vor. Einsog liðið spilaði í dag, þá á það ekki einu sinni skilið að vera í toppbaráttunni.

Til að byrja einhvers staðar, þá byrjaði Rafa með liðið svona:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Aurelio

Gerrard – Alonso – Sissoko – Garcia

Crouch – Fowler

Bekkurinn: Dudek, Agger, Riise, Pennant, Kuyt.

Nú ætla ég ekki að mótmæla þessu liðsvali, þar sem mér þótti þetta sterk uppstilling. Valið á framherjium meikaði sense. Crouch hafði verið í banastuði og Fowler elskar að spila í derby leikum og þekkir þá inn og út, þannig að það var svo sem skiljanlegt að þeir hafi verið valdir umfram Kuyt og Bellamy.

Hins vegar verð ég að setja spurningarmerki við það að hafa Steven Gerrard á kantinum. Á þetta að vera okkar sterkasta lið? Erum við semsagt að sjá fram á það að í erfiðustu leikjunum verði okkar besti miðjumaður notaður á kantinum? Ég er ekki sáttur við það. Að mínu mati hefði mátt fórna annaðhvort Sissoko eða Alonso (sem var hryllilega lélegur í leiknum) til að koma Gerrard fyrir á miðjunni.


Allavegana, leikurinn byrjaði frekar illa hjá okkar mönnum. Fyrstu 2-3 mínúturnar voru reyndar ágætar þegar að Liverpool menn mættu ákveðnir til leiks og létu finna fyrir sér. En Everton menn tóku fljótt öll völd á vellinum og héldu þeim í heilar fimm mínutur þegar að Liverpool menn byrjuðu að spila vel og tóku völdin.

Það kom því einsog þruma úr heiðskýru loft þegar að Everton menn náðu að skora mark. Það kom sending inn frá hægri, Carsley skallaði boltann áfram og Osman hélt Steve Finnan, sem varð til þess að fokking fávitinn hann Tim Cahill var frír á markteignum og skoraði auðveldlega.

Eftir þetta réð Liverpool öllu á vellinum og þeir sköpuðu sér fín færi.

Eeeeeeen, á 35 mínútu skoruðu Everton menn aftur. Það kom sending inn fyrir vörn Liverpool, þar sem Hyypia hleypti manninum framhjá sér og Carragher kixaði svo þegar hann ætlaði að hreinsa og Andy Johnson skoraði auðveldlega framhjá Reina. Algjörlega ömurlegt mark og ótrúlegt að sjá Jamie Carragher gera svona aulamistök.

Það sem eftir lifði hálfleiks, þá var Liverpool sterkara liðið en náði ekki að skapa sér mörg færi. Luis Garcia átti gott skot, sem að Howard varði og Gerrard skaut í stöng.

Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum. Benitez skipti Riise inn fyrir Fowler og við það fór Garcia fram. Kuyt kom inn fyrir Crouch og Pennant inn fyrir Sissoko. Liðið hélt boltanum nánast allan tímann, Everton lá í vörn og Liverpool menn klúðruðu þeim færum, sem þeir fengu. Gerrard, Kuyt, Finnan, Garcia, Alonso og eflaust einhverjir fleiri hefðu getað skorað úr sínum færi og auk þess sleppti Graham Poll því að dæma augljósa vítaspyrnu þegar að Tony Hibbert varði boltann með hendi í stöðunni 2-0.

Til að bæta gráu ofaná svart þá skoraði Everton mark í lok leiksins. Það kemur skot á markið, sem Reina ver aftur fyrir sig. Hann reynar að grípa boltann þegar hann er á leið inní markið, fattar að hann fari yfir línuna með boltann, kastar honum þá aftur fyrir sig og beint á Andy Johnson, sem skallar auðveldlega í markið. Fimmta markið, sem Liverpool fær á sig í þremur deildadleikjum. Algjörlega ömurlegt og þetta er annað markið af þessum fimm, sem skrifast algjörlega á fávitaskap í Pepe Reina. Ég veit ekki almennilega hvað er að gerast í hausnum á honum þessa dagana. Við vitum hversu góður hann er, en eitthvað virðist sjálfstraustið vera að þjaka hann. En ég veit að Rafa mun standa við bakið á honum og vonandi fær hann sjálfstraustið aftur.


Ég nenni ekki að velja mann leiksins. Það á það enginn skilið. Þó hljóta Spánverjarnir þrír að fá einhvers konar skammarverðlaun fyrir að hafa allir verið **algjörlega ömurlegir í þessum leik**. Þvílíkir aumingjar.

Má ég bara benda á eina tölfræði: Liverpool átti í dag **22 skot**, þar af rötuðu **FIMM** á fokking rammannn. Liverpool skutu **SAUTJÁN SINNUM FRAMHJÁ EÐA YFIR MARK EVERTON**!! Er eitthvað að sjóninni í þessum leikmönnum? Á móti átti Everton 8 skot og þar af fóru 6 á markið. Semsagt, **75% skota Everton fóru á markið, en 22% skota Liverpool fórum á markið**. Þetta er djók tölfræði.

Þá er það þannig, dömur og herrar að Liverpool hefur fengið 4 stig af 9 mögulegum úr þrem fyrstu leikjunum gegn **Everton, West Ham og Sheffield United**. Það er einfaldlega ALLS EKKI NÓGU GOTT. Það virðist vera svo að enn eitt árið ætli menn að tapa titlinum strax á haustin. Það er algjörlega óþolandi. Við vitum að þetta lið getur svo miklu, miklu meira – en með þessum hálfvitavarnarleik þá er alveg ljóst að Liverpool er ekki með lið til að verða enskur meistari.

Ég ætla að gerast svo grófur að spá því að ef við töpum fyrir Chelsea á Stamford Bridge þá getum við gleymt fyrsta sætinu. Við gætum í lok dagsins í dag verið 8 stigum á eftir Manchester United. Ég er að reyna að finna eitthvað jákvætt við þennan leik, en það er bara ekki fokking hægt. Þetta var svo ömurlega hræðilegt að ég er brjálaður. Friðrik vinur minn og heitur Liverpool stuðningsmaður er að fara að gifta sig á eftir, svo ég ætla að fara í sturtu og reyna einhvern veginn að gleyma þessum hryllingi. Hann sendi mér sms og spurði um stöðuna og ég var alvarlega að spá í að ljúga að honum, til að skemma ekki fyrir.

29 Comments

 1. Tek algjörlega undir með þér Einar, flott og sanngjörn skýrsla. Maður hefði sosum getað grunað eitthvað, þegar ég stökk á hjólið til að fara á Allann (hérna fyrir norðan) að sjá leikinn, að þá var búið að drulla yfir allt helvítis stýrið, svo lendir maður í rigningarskúr á leiðinni og það var einhver drungi yfir þessu öllu.

  Það voru allir lélegir í dag, og mér er sama þótt mögulega tveimur vítaspyrnum hafi verið sleppt… þær höfðu ekki úrslitavaldið heldur hrikalega lélegt og illa spilandi Liverpool-lið.

  Rafa er frábær þjálfari, en það er margt sem má gagnrýna hjá honum. Pennant hefði mátt fá lengri tíma, hefði ekki verið skárra að velja Agger umfram Carragher, var rétt að láta Riise inn á fyrir Fowler… KF Nörd hefði gert betur… sjitt hvað þetta var sorglegt. Ég held við getum kvatt titilinn bless ef við töpum á móti Chelsea, en samt … það er alltaf séns. Pollýannan verður að fá að segja eitthvað hérna í lokin: 35 leikir eftir, yfir 100 stig – we can do it! Damn damn damn samt þessum laugardegi!

 2. Anda rólega strákar, þetta var bara einn af þessum leikjum sem ekkert gengur upp og óþarfi að vera að skíta allt liðið út fyrir einn tapleik þótt mörkin hjá Everton hafi verið í ódýrari kantinum, munið að meistaradeildin byrjar á þriðjudag og þá fáum við vonandi að sjá annað og betra Liverpool lið mæta til leiks 🙂

 3. Mér var nú strax ekki um sel þegar að ég sá liðið fyrir leikinn, ekki bara þá sem voru inná heldur líka þá sem voru “ekki” á bekknum. Mér fannst vanta Bellamy og Gonzalez eru þeir ekki báðir heilir?

  Svo finnst mér alltaf vera ójafnvægi í liðinu þegar að Gerrard er settur út á kantinn og ég vil meina að við höfum ekki byrjað með neinn kantspilara inná í dag, til hvers að vera kaupa svoleiðis leikmenn ef að það á svo ekki að nota þá, þeir voru nú ekki að spila með landsliðum sínum eða hvað? Gerrard er bestur inná miðjunni og ég er sammála honum Einari að ef að það þýðir það að fórna verði Momo eða Xabi þá það.

  Annars finnst mér liðið hafa verið þungt í dag og í raun í þeim leikjum sem að þeir hafa spilað í haust, spurningin er hvort að undirbúningstímabilið hafi ekki verið rétt uppsett hjá Rafa og co, það er allavega eitt víst, það ætti ekki að vera erfitt fyrir þá sem sátu á bekknum eða voru fyrir utan hópinn í dag að komast í liðið eftir þessa frammi stöðu okkar manna og spurning hvort að Dúddi fái ekki tækifærið bráðum.

 4. >spurning hvort að Dúddi fái ekki tækifærið bráðum.

  Nei, hann fær ekki tækifæri til þess. Reina hefur unnið sér inn nógu mikið traust að hann tapar því ekki niður með tveimur aulamörkum.

 5. Jaaa…..hérna. Ég kom til tengdó þegar 22 mín voru búnar af leiknum…horfði á smástund og verð að orði….það er einhver lognmolla yfir okkar mönnum…stuttu síðar kom fyrsta markið.

  Ég gjörsamlega hata að tapa fyrir Everton. Við bara þurftum að landa sigri í dag. Deildin varla byrjuð og við komnir í eitthvað miðjumoð.

  Ég var bara alls ekki að fatta Rafa í dag. Af hverju í ósköpunum voru ekki Agger og Pennant í byrjunarliðinu????????????

  Ennnnn………….gott að vera vitur efir á.

  Okkar menn voru alveg herfilega slakir í dag og það er kannski huggun harmi gegn að þetta getur ekki orðið verra. Reyndar hugsaði ég það í stöðunni 2-0 ..Rise farinn út af meiddur..aftur.. og við einum færri og 15 min eftir. En eins og kom á daginn þá gat ástandið versnað.

  Ég ætla að leggja fram um að gleyma þessum leik. Sem betur fer er stutt í næsta leik.. 🙁

 6. Það sem ég var að meina með þessu Dúdda dæmi er að það er engin öruggur í dag með sæti í liðinu eins og Carra benti á um daginn, þó að þeir eigi punkta inni á reikningnum.

 7. hvað ætli sé að hjá Alonso? og af hverju kemst hann upp með að spila svona hræðilega illa leik eftir leik?

 8. Trúi ekki þessum úrslitum! Sem betur fer missti ég af þessum leik! 😡

 9. Byrjunarliðið í næstu leikjum

  Dudek
  Finnan Agger Carra/Hyypia Aurelio
  Pennant Sissoko Gerrard Gonzales
  Kuyt Bellamy

  Reina, Carra/Hyypia, Garcia og Alonso þurfa að fara að bæta sig og mér finnst að Rafa eigi að sýna að þeir eru ekki með áskriftarsamning að einu né neinu.

  Sem og er Gerrard að spila hrikalega.

  Núna þurfum við einfaldlega að sækja 3 stig til Chelsea og allt annað er óásættanlegt.

 10. 😡 Þetta tap skrifast alfarið á RB og það er ekki mikil reisn yfir því að vera að bera í bætifláka fyrir hann. Hann hefur mannskap sem á að vera hægt að stilla upp til sigurs í svonma leik en sá mannskapur er annaðhvort á bekknum eða ekki í hópnum. Í stað þess raðar hann inn mönnum sem eru annaðhvort að stíga upp úr meiðslum eða eru örþreyttir eftir erfiða landsleiki. Og svo dekur hans við landa sína þegar þeir geta ekki dru… Semsagt RB má fara að taka sjáklfan sig í gegn 😡 😡 😡

 11. Maður er eiginlega orðlaus eftir þennan leik. Alltaf sárt að tapa en það tekur extra á þegar Everton er annarsvegar. Ætla ekki að skella skuldinni á Benitez þar sem að þeir 11 leikmenn sem inná voru áttu alveg að hafa getu til þess að klára þennan leik. Vissulega má alltaf deila um skiptingar en ég tel að þær hafi ekki breytt neinu um úrslit leiksins

  Það spila margir þættir inní þetta en mín skoðun er að Everton liðið fékk betri tíma til þess að undirbúa sig fyrir þennan leik. Meðan nánast allt byrjunarlið Liverpool var á þeytingi alla vikuna fyrir leikinn vegna landsleikja gátu Everton menn æft alla vikuna með allan sinn mannskap. Það sást hreinlega í því að menn voru greinilega þreyttir og samhæfingin var engin.

  Einnig kom það í ljós að varnaleikur liðsins er í molum. Benitez mun eflaust nota næstu daga í að slípa varnaleikinn en mín skoðun er reyndar sú að tími Hyypia sé runninn upp. Hann er einfaldlega orðinn alltof hægur. Carra er greinilega enn langt frá sínu besta.

 12. Everton er miðlungslið og það sást í dag. Við vorum höööörmulegir en Everton voru ögn skárri. Næstum 100% nýting hjá þeim miðað við 1% nýtingu okkar segir margt.

  Svo vildi ég koma því að að þessi dómari er bara hlægilegur! Var þetta ekki dómarinn sem var rekinn heim af HM í sumar fyrir að gefa leikmanni 3 gul ??? Ég meina….hvernig sleppir maður vítaspyrnu þegar maður sópar boltanum útaf með höndunum ???Dómarar mega eiga slakan dag líke eins og leikmenn en come on!

 13. Menn mega ekki alveg sleppa sér í bölsýninni. þetta var heppnissigur hjá Everton og ekkert annað. statíkin talar sínu máli 22 skot á móti 8 en þeir hittu fleiri á ramann og í markið. við erum ekki á æfingarsvæðinu og sjáum ekki hvernig menn eru að standa sig þar. það er ekki auðvellt prógram framundan og eins og í skák þá þarf að hugsa fram í tímann í þessum málum. það er ástæða fyrir að við erum að bitcha hérna en Rafa er að stjórna mesta liði í heimi. en verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að hann skyldi taka momo en ekki alonso útaf.

 14. Fyrsta markið sem Everton setti átti ekki að vera mark! !!! Finnan var straujaður í teignum og gat því ekki náð til boltans. En mikið svakalega vorum við lélegir – og af hverju er RAfa að láta menn eins og Carra og Riise og Momo spila leik þegar þeir eru rétt að stíga upp úr meiðslum? Er ekki einmitt hugmyndin á bak við það að hafa stóran hóp að nota breiddina í svona leikjum? Ég vona að við förum að sýna betri leiki…annars verður maður bara að fara að segja upp Skjásportinu.

 15. hvað ætli sé að hjá Alonso? og af hverju kemst hann upp með að spila svona hræðilega illa leik eftir leik?
  birgir sendi inn

  Leik eftir leik?
  Vantaði allan hraða í framlínuna í dag, og megum ekki gleyma því að fáir Everton menn voru að spila 2×90 í síðustu viku.

 16. Andri Fannar: Það þýðir nú ekki að skella skuldinni á landsleikina – unnu ekki Chelsea og Man.Utd áðan? Var einmitt ánægður með leikskýrsluna þar sem ekki var reynt að hylma yfir lélegan leik með afsökunum eins og að við hefðum verið með svo marga í landsleikjum. Fannst líka fyndið að lesa í einum þræðinum hér fyrir nokkrum dögum var líka verið að tala um að það tæki Alonso 10 leiki að komast í gott spilaform – ef það væri málið með Alonso þá þyrfti að gefa öðrum tækifæri, við höfum a.m.k. ekki efni á að vera með menn inn á sem geta ekki gefið allt í leikinn. Það þýðir allaveganna ekki að leyfa mönnum að spila sig í form ef við erum að tapa leikjunum. Verðum að byrja að safna stigum!!!

 17. ‘eg sá nú bara fyrri hálfleikinn….. og gat nú ekki séð neit athugavert við fyrsta markið… það var ekkert brot þar,,, ég hefði vilja sjá dæmt brot í marki númer 2… þar sem spánverjinn Alonso var togaður niður og nærðum því kæfður á vellinum…… upp úr því kom svo mark 2… síðan hefði ég vilja sjá reina verja skotið í marki eitt… maður á ekki að fá boltan í gegnum klofið…. jafnvel hefði dúddi sett skánkana sína í boltan í 2 markinu… mér finst reina bara búinn að vera lélaegur og kominn tími á að gefa þeim markmanni sem hefur sínt liverpool ekkert smá traust og sætt sig við bekkinn síðan hann vann fyrir okkur titilinn í Istanbull… og eftir að hafa séð 3 markið,,, þa er það nú bara krafa….

  Takk fyrir mig 🙂 áfram Liverpool

 18. Góð leikskýrsla. Alveg rétt að vera ekkert að fara í kringum hlutina. Þetta var hörmulegt og gefur ekki góð fyrirheit. Síðasta markið hjá Everton var alveg til að toppa þetta. Reina í algjöru tjóni. Hann fær samt örugglega sénsinn áfram og ég er sammála því. Skil bara ekki að Agger hafi ekki spilað þennan leik. Sjálfstraustið hjá honum er í toppi á meðan Carragher var varla klár. Það er ótrúlegt að það sé vörnin sem sé okkar veikasti hlekkur í dag – öðruvísi mér áður brá. Hins vegar mjög stutt í næsta leik og því ekki hægt að staldra lengi við þennan. Liðið þarf að gjöra svo vel og rífa sig almennilega upp á rassgatinu.

 19. Er Man.Utd maður en verð að hrósa fyrir þessa frábæru síðu. Alltaf nýjar fréttir og loksins sanngjarnar umfjallanir um sitt eigið lið, eitthvað sem sést ekki oft. Þó hrósað þegar það á við.
  En þetta var bara einn af þessum dögum þar sem allt fellur öðru liðinu í mót. Þarf ekki að vera nema eitt atvik sem einhvern dauðadæmir allt, kannski eins og fyrsta markið í dag.
  Minnti mig pínu á leik Íslands og N-Írlands, Healy hefði vel getað komið þeim grænklæddu yfir, svo skorar Ísland og þetta bara fellur í hendurnar á þeim.
  Jæja, allavega hysjið upp um ykkur buxurnar Liverpool-menn.

 20. Mér fannst Momo vera bestur í dag en hann var tekinn út af því Xabi á svo margar úrslitasendingar þrátt fyrir að hafa verið lélegur í dag. Það er mér óskiljanlegt að Fowler sé að spila með liði í úrvalsdeild. Kuyt var sterkur og einnig er Aurelio að koma til þá að það vanti slatta upp á.

  Kannski var þetta fín rasskelling fyrir leikina gegn psv og chelsea. Xabi og Reina eiga eftir að koma til, engar áhyggjur….við tökum Chelsea!!

 21. Rafa Benitez verður bara hreinlega að fara að finna rétta byrjunarliðið og reyna að halda sig við það. Ná upp einhverju jafnvægi sem augljóslega fæst ekki með þeim hrókeringum sem átt hafa sér stað í byrjun tímabils. Afhverju að kaupa kantmenn (gonzales og pennant) og nota þá svo ekki? Jarí jarí… Við þurfum að fá þessa menn inní þetta núna, ekki hægt og rólega.. Skítt með að hvíla menn fyrstu mánuðina, allavega sér maður Chelsea og ManU ekki standa í þessum stöðugu hrókeringum alla tíð og tíma, þá sérstaklega svona snemma á tímabili. (ég veit ég veit að meiðsl hafa sett þar strik í reikninginn hjá okkur). Finnst mér við eiga að keyra þetta áfram af sterkasta liðinu og rotera svo þegar líða tekur á vetur og fá þá inn ferskt blóð jafnvel þegar þetta ákveðna jafnvægi er komið á spilamennsku liðsins. Tel ég það ekki bitna svona rosalega á frammistöðu heildarinnar þegar reynt er að keyra á ákveðnum hóp en þegar svissað er svona um byrjunarlið sí og æ.

  Veit eg það mætavel að þessi Everton-leikur er ekki besta dæmið um þetta, uppstillingarnar í leikjunum á undan hafa verið mun furðulegri svo ég er ekki að kenna þessu endilega um niðurstöðuna í dag – einstaklingsmisstök geta alltaf átt sér stað, en t.a.m finnst mér furðulegt að Agger hafi verið látinn víkja fyrir Hyypia sem er að mínu áliti kominn á síðustu bensíndropana á þessu leveli en topp 3 hafsent ásamt Paletta (vonandi). Svona ákvarðanir höfum við þurft að blæða fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

  Allavega sé ég hlutina svona – án þess að ég sé að hrauna yfir ákvarðanatöku Rafa sem slíka, síður en svo. Hann á traust mitt allt, ég finn bara ekki að liðið sé að smella þegar byrjunarliðin eru stórbreytt viku til viku. Sbr það að þið hér á þessari síðu náið sjaldnast að spá rétt um liðið (ekkert bögg, bara svo óútreiknanlegt hefur þetta verið að mér finnst).

  Jæja, nóg af grenji 🙂 Þýðir ekki að grenja, vonandi þjöppum við okkur bara saman og gerum betur næst! (efa það ekki..) Taka það góða í dag yfir í næsta leik og smyrja uppí holurnar í vörninni. Go Liverpool!

 22. Ég missti af leiknum í gær en fékk að vita stöðuna annað veifið og ekki varð laugardagurinn skemmtilegri fyrir vikið.

  Sá síðan Highlights í gærkvöldi og þessi mörk voru nú ekki nein meistaraverk. Carra klikkar og Reina í tómu rugli. Spurning hvort “annað tímabils” effect sé að hrjá Reina líkt og svo marga markmenn hjá okkur undanfarið. Eiga eitt gott tímabil síðan búið. Vonandi ekki.

  Ég hef minnst á það áður að mér hefur fundið Alonso vera langt frá sínu besta í þessum upphafsleikjum tímabilsins. Vonandi lagast það fyrr en síðar annars á hann bara að fara á bekkinn.

  Andskotinn… koma svo áfram Liverpool.

 23. Carragher átti skelfilegan dag og gerði stór mistök í marki eitt og tvö. Svo kóronaði Reina þetta.

  Í fyrra markinu fer hann að bakka upp Hyppia þegar engin hætta stafaði af og skyldi þannig Finnan eftir með allt svæðið og tvo menn. Reyndar fannst mér augljóslega brotið á Finnan í þessu marki en mistökin voru samt hjá Carra.

  Í því öðru eru mistökin augljós sem og mistök Reina í því þriðja.

  Mér sýnist sem helstu mistökin hafi verið að setja Carra inn fyrir Agger. Greinilegt að Benitez var að spila upp á Liverpool hjartað: Finnan, Carra, Gerrard og Fowler byrjuðu allir inná. Skrítið að taka Agger út þar sem hann hefur átt mjög góða leiki undanfarið.

 24. Hræðileg frammistaða. Ég hef engu við það að bæta.

  En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Finnst mönnum virkilega skrítið að Daniel Agger hafi þurft að víkja fyrir Jamie Carragher? Svona í fullri alvöru?

  Nú er Agger vissulega mikið efni og vil ég sjá mikið af honum í framtíðinni. En í leik gegn Everton er maður eins og Carra efstur á blaði þegar kemur að því að velja liðið. Er ég einn um þá skoðun?

 25. Ég er sammála þér, Gummi H. Ef Carragher er heill, þá á hann að vera í liðinu. Punktur. Það að gagnrýna Benitez fyrir að velja hann er fáránlegt að mínu mati. Það má hins vegar gagnrýna Carragher sjálfan fyrir frammistöðuna.

  Einsog ég sagði í skýrslunni, þá fannst mér liðsvalið meika fullkomið sense fyrir leikinn (fyrir utan Gerrard á kantinum), en þegar leið á leikinn sá maður gallana. Það var samt ekki sjens að sjá það fyrifram.

 26. Arnar ó skrifar: Carragher átti skelfilegan dag og gerði stór mistök í marki eitt og tvö. Svo kóronaði Reina þetta.

  Í fyrra markinu fer hann að bakka upp Hyppia þegar engin hætta stafaði af og skyldi þannig Finnan eftir með allt svæðið og tvo menn. Reyndar fannst mér augljóslega brotið á Finnan í þessu marki en mistökin voru samt hjá Carra.

  Mér finnst Carra einmitt vera farinn að kóvera Hyypia dálítið mikið undanfarið, er ég einn um það?

 27. Stjáni sagði:

  Mér finnst Carra einmitt vera farinn að kóvera Hyypia dálítið mikið undanfarið, er ég einn um það?

  Þetta er spurning um traust, ef hann treystir Hyppia ekki fullkomlega, hættir honum kanski að bakka hann of mikið upp, svona ómeðvitað.

  En ég verð að segja að Carragher var ekki tilbúinn í þennan leik, hann gerði fleiri mistök, og virtist skugginn af sjálfum sér í þessum leik. Ég gagnrýni því Benitez fyrir að velja hann og telst þá væntanlega hræsnari sbr grein Kristjáns Atla.

  En það var bara svo pínlega augljóst að hann var ekki reddí, kanski á hann hluta af sökinni þar sem hann hefur væntanlega sagst 100% tilbúinn.

  En allavega nú er bara að bíta í skjaldarendur og koma dýrvitlausir í næsta leik.

Liðið gegn Everton

Sunnudagspælingar