Leyfi kominn fyrir nýjan völl

Borgarráð í Liverpool borg hefur núna gefið leyfi fyrir [byggingu á 60.000 sæta velli í Stanley Park](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/5327426.stm). Það þýðir að Liverpool gæti hugsanlega leikið fyrsta leik sinn á þessum velli eftir þrjú ár, í ágúst 2009.

Þetta þýðir að þessi nýji völlur verður jafnstór og nýji [Arsenal völlurinn](http://www.stadiumguide.com/ashburtongrove.htm) og talsvert stærri en St. James’s Park. Það mun því þýða að Arsenal og Liverpool verða með næst og þriðja stærsta völlinn á Englandi eftir 3 ár.

Þetta eru góðar fréttir og [Rafa er ánægður](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153427060908-1711.htm)

> “It’s very good news and it’s important for us to have a stadium with a lot of possibilities for our supporters,” enthused Liverpool manager Benitez.

>”We have the best supporters in the world and if we can have 60,000 of them in for every game at Anfield it would be better.”

7 Comments

 1. Ekki sáttur, Anfield er bestur.. Vill alls ekki fara þaðan, allavega munu falla tár þegar að því kemur.

 2. Það fer hver að verða síðastur að fara á Anfield!! Hmmmmmm….. :confused:

  Ætli nýji leikvangurinn verði kallaður Anfield??

 3. Ef klúbburinn ætlar að “vera memm” í baráttunni á toppnum þarf að fá nýjan leikvang. Svo er allt annar handleggur ef við fyllum hann með 60 þúsund manns í hverri viku en það kemur bara í ljós. Það ætti að vera hægt.

 4. Liverpool er flottasti klúbbur í heimi með bestu stuðningsmenn í heimi og ekki færri stuðningsmenn en mu eða hvað? Mér finnst úr því að á að byggja nýjan völl að gera það þá almennilega og hafa pláss fyrir 80-90 þús manns! Það yrði alltaf fullt … held ég :rolleyes:

 5. Völlurinn mun heita New Anfield og verður staðsettur í Stanley Park.

  Mér finnst hálf halló að leggja í svona háar eningaupphæðir fyrir að stækka áhorfendaplássið um 15. þúsund.

  Ég hefði kosið 70.000 manna völl frekar enda getur Liverpool léttilega selt þann fjölda af miðum.

Daniel Agger

Liðið gegn Everton