Daniel Agger

Ég sé mig knúinn til að benda á þrjár fréttir um danska varnarmanninn okkar, Daniel Agger. Í fyrsta lagi er hérna Hin Hliðin á honum af heimasíðunni Fótbolti.net.

Í öðru lagi er góð frétt hérna sem birtist í Fréttablaðinu í dag sem sýnir að Agger er greinilega toppmaður í alla staði. Agger stóð sig vel í landsleiknum gegn Íslandi fyrir þá sem sáu ekki leikinn….

Þá er hér ein frétt í viðbót þar sem Carra segist ekki eiga öruggt byrjunarliðssæti þar sem Agger hefur spilað svo vel. Því miður þá fann ég ekki upprunalegu fréttina sem ég hygg að hafi birst á opinbera vefsetrinu.

3 Comments

  1. Agger var og er greinilega þess virði að bíða eftir honum. Beið Rafa ekki í 6 mánuði eftir að geta keypt hann frá Brondby. Held að margir stjórar hefðu leitað á önnur mið, en Rafa veit greinilega hvað hann vill. Gott mál.

  2. Grétar Rafn Steinsson gerði það sama eftir leikinn. Gaf ungum fötluðum dreng treyjuna sína og sá réð sér vart af kæti. Frábært hjá Grétari.

Everton á laugardaginn

Leyfi kominn fyrir nýjan völl