Everton á laugardaginn

Jæja, einn af stærstu leikjum tímabilsins er á laugardaginn þegar við mætum nágrönnum okkar í Everton. Leikurinn verður í hádeginu, klukkan 11.45 á Goodison Park. Þetta verður 175 nágrannaslagur liðanna í deildinni og leikur númer 204 í öllum keppnum.

Bæði lið eru ósigruð á tímabilinu, eins og þrjú önnur lið, og ættu því að koma inn í leikinn full sjálfstrausts. Ekki það að neitt svoleiðis skipti máli, nágrannaslagirnir eru bara sérstakir. Ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur, eins og fleiri reyndar, af því hversu margir af okkar mönnum voru að spila landsleiki í vikunni. Vonandi að það komi ekki til með að skipta sköpum hvað þreytu og samverkun manna að gera.

Liverpool hefur unnið síðustu þrjá leiki þessara liða og ef við vinnum á laugardaginn verður það sjötti sigur okkar í sjö síðustu leikjum á útivelli. Ég ætla að spá byrjunarliði Liverpool svona:

Reina

Finnan – Hyypiä – Agger – Aurelio

Pennant – Gerrard – Alonso – Gonzalez

Crouch – Fowler

Bekkurinn: Dudek, Warnock, Garcia, Zenden, Kuyt

Carragher og Riise eru báðir tæpir en ef Carra verður leikfær kemur hann væntanlega inn fyrir Agger. Fowler lifir auðvitað fyrir svona leiki og Crouch er einfaldlega í stuði. Kuyt kemur svo bara inná. Bellamy var ískaldur með Wales í vikunni. Svo gæti Aurelio reyndar verið á kantinum og Warnock í bakverðinum, eða Zenden bara á kantinum auk þess sem Sissoko gæti hæglega komið inn. Stór og breiður hópur sem við höfum!

Það vita allir að mikill rígur er á milli þessara tveggja liða en ég verð að segja, mörgum kannski að óvörum, að ég skil hann ekki alveg hérna á Íslandi amk. Ég skil hann alveg ef maður býr í Liverpool eða á Englandi og auðvitað er manni ekkert vel við Everton, en líklega bara af því ?manni á ekkert að vera vel við þá.? Stundum finnst mér þetta ganga út í gönur hér á Íslandi. Ég hata Man U mun meira og Chelsea þar enn fremur. Svo er mér líka illa við Newcastle.

Við höfum enga ástæðu til að vera öfundsjúkir út í Everton, annað en Man U og Chelsea því miður (Englandsmeistaratitlar undanfarinna ára) auk þess sem leikmenn þessara liða virðast einfaldlega bara vera %(/&%$# upp til hópa. Ég hef amk aldrei fundið til neins sérstaks haturs, þannig lagað, í garð Everton en það er ljóst að þeir verða alltaf þriðja stærsta liðið í Liverpool. Vá hvað ég hlakka til að fá viðbrögð Ssteina við þessu 🙂

Mín spá: Þetta verður hörkuleikur eins og venjulega en ég set kröfuna á þrjú stig og held að við innbyrðum þau. Segjum 2-0, Fowler og Kyut!


Uppfært: Bendi hérna á frábært videó sem vinur okkar Andri Fannar setti saman. Þar fer hann yfir magnaðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð. Myndbandið er um fimm mínútur, um 50 mb á íslensku downloadi.

9 Comments

  1. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir því að sjá Liverpool aftur. Mér líður einsog tímabilið sé að byrja núna og að ég hafi ekki séð Liverpool spila í marga mánuði. 🙂

    Auðvitað tökum við þetta. Crouch setur 2 og við vinnum 2-1.

  2. HAHAHAHA 3 stærsta liðið í Liverpool…. góður
    1 Liverpool
    2 varalið Liverpool
    3 Everton

    Krissi

  3. Kristján V. Eki alveg rétt. 1. Liverpool, 2. varalið Liverpool, 3. Tranmere, 4. Everton

  4. Þetta myndband er algjör snilld!

    Djöfull held ég með skemmtilegasta liði í heimi!

  5. Einn af stærstu leikjum vetrarins og maður er að fara missa af honum út af einhverjum hel …. gæsum……… :biggrin: :biggrin2:

    Góða veiði fyrir alla aðila 😉

    …………. samt sem áður, Áfram Liverpool !

  6. ÉG ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR ÞETTA MYNDBAND…. sér í lagi þar sem að ég mun missa af leiknum…. Ég sérlega vona að Robbie, nokkur, Fowler muni af sinni einskæru snilld klára þennan leik (án þess að sniffa endalínuna !) og gera okkur á liði sem við eigum að vera og komum til með að vera !

    Ouchy kemur svo inná, gefur skít í mig og setur eitt inn……….. 😉

  7. Jæja Hjalti :biggrin:

    Fyrir það fyrsta, þá er ég nokkuð viss um að fyrst Momo er klár í slaginn, þá verður hann settur inn í miðja hringiðuna á vellinum. Hann þrífst á svona leikjum.

    Svo að seinni hluta upphitunarinnar. Í fyrsta lagi þá er ég ekki öfundsjúkur út í neitt lið. Öfundsýki kemur hreinlega ekki inn í málið þegar kemur að “hatri” mínu á öðrum fótboltaliðum. Það eru fullt af öðrum þáttum. Hver hefur sínar ástæður fyrir því að mislíka lið. Hjá mér kemst ekki neitt lið nálægt Everton í þeim efnum. Ég viðurkenni þó fúslega að þannig var þetta ekki fyrir svona 12-15 árum síðan. Þetta hefur magnast hjá manni eftir því sem árin líða. Ég ætla ekki að tíunda mínar ástæður hérna, en mér finnst engan veginn hægt að tala um það að menn verði að fara eftir einhverjum ástæðum þegar menn þola ekki ákveðin lið.

    Af hverju komst Newcastle á listann þinn? Ekki ert þú öfundsjúkur út í þau grey sem aldrei hafa getað neitt og verða alltaf wannabees. Þú talar líka um að leikmenn þessara liða sem þú taldir upp séu soddans #”$”#%$#, nefndu mér heilbrigðan mann í Everton. Ég meina, Duncan freaking Ferguson er ímynd Everton. Segir allt sem segja þarf.

    Nei Everton toppar minn lista yfir þau félög sem ég þoli ekki. Þoli ekki liðið þeirra, flesta stuðningsmenn þeirra, völlinn þeirra, búningana þeirra, stjórann þeirra, fyrrverandi leikmenn þeirra…etc. Man.Utd kemst í annað sætið á þessum lista, en það er eins og áður sagði ekki út af öfundsýki. Það er bara af því að það er skítaklúbbur. Chelsea hefur svo verið að nálgast þá, en það er fyrst og fremst vegna þess að þeir eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gerast skítaklúbbur. Ólöglegar aðferðir, sífellt verið að sekta þá og svo þessi maður sem stýrir þeim og hefur sett orðið hroki upp á nýjan og áður óþekktan stall.

    Neibbs, það kemst enginn nálægt Everton og það mun enginn nálgast þá. Ég væri alveg til í að fórna derby slögunum fyrir það að sjá þá drabbast niður í neðri deildir Englands og ég er sko að meina það.

  8. Ég elska að hata Everton… af hverju? Just because.

    Og þetta eru algjörir basic leikir þ.e. derby leikirnir. Helv… rassgat að missa af leiknum.

Blóðtaka

Daniel Agger