Chelsea “fjölskyldan”

Ef það er eitthvað sérstaklega fyndið við alla vitleysuna í kringum Chelsea þá er það án efa þegar Jose Mourinho tók uppá því að kalla Chelsea “fjölskyldu”. Það var hálf mafíósalegt að Portúgalinn skyldi taka upp þetta orð.

Ef Chelsea er fjölskylda, þá er það ljóst af atburðunum í kringum William Gallas að það lýðst engin óhlýðni innan “fjölskyldunnar”. Þeir, sem una sér ekki vel þar og vilja fara að heiman eru [dregnir niður í svaðið með ásökunum](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/5314292.stm), sem ekkert annað lið myndi birta um sína fyrrum leikmenn.

Samkvæmt Chelsea þá á Gallas að hafa hótað því að skora sjálfsmark í undanúrslitaleiknum í bikarnum gegn Liverpool. Gallas endaði á því að spila [þann leik](http://www.kop.is/gamalt/2006/04/22/19.10.27/) og man ég ekki annað en að hann hafi leikið ágætlega. Hann á einnig að hafa hótað svipuðu gegn Manchester City. Chelsea heldur svo fram að Gallas mótiverist aðeins af peningum, en ekki því að vilja spila einu sinni í sinni uppáhaldsstöðu.

En allavegana, þetta var svo sem ekki aðalatriðið. Það, sem mér datt fyrst í hug þegar Mourinho byrjaði að tala um “Chelsea fjölskylduna” var það hvernig sú “fjölskylda” tekst á við [eiturlyfjavanda](http://www.kop.is/gamalt/2004/10/29/19.11.21/) eins fjölskyldumeðlims. Ég vona að það séu ekki margar “fjölskyldur”, sem taka svona á vanda síns fólks. Flestir geta vonandi treyst á betri stuðning frá “fjölskyldu” sinni. Þetta sýnir væntanlegum leikmönnum Chelsea líka það að Chelsea kann að vera fínt lið þegar allt gengur þér í hag. En þegar eitthvað bjátar á, eða ef þú gagnrýnir fjölskyldufeðurna, þá áttu ekki von á góðu.

En það er svosem ágæt skemmtun að horfa á [barnalega baráttu](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2006/09/05/chelsea_and_arsenal_strike_new.html) á milli Chelsea og Arsenal. Meðan menn hafa áhyggjur af málefnum utan vallar, þá er hætt við að úrslitin inná vellinum verði ekki jafn góð.

6 Comments

 1. Af hverju fara þeir ekki bara í keppni um hver getur pissað lengst eins og hin börnin og málið er dautt. Þetta er svo barnalegt, hvernig er hægt að taka svona klúbb alvarlega spyr ég nú bara.

 2. Þetta Gallas dæmi allt saman er bara dæmigert fyrir Chelsea eins og það er í dag….Skítkastið sem kemur reglulega úr herbúðum Múríno er bara hætt að koma mér á óvart. Ég er ekki að skilja þennan mann..hann getur státað af tveimur Englandsmeistartitlum og því þá að vera að standa í svona kjaftæði..sýna smá reisn. En þetta er bara dæmigert Múrionó dæmi.

  Gott að landsliðsfyrirliðinn sé farinn frá þessu klúbbi…þá alla vega hætta að hrúgast upp ungir íslenskir aðdáendur á Chelsea..og við vitum hvernig þetta er oftast nær. það lið sem við byrjum að halda með sem börn….höldum við tryggð við. Svo ég er ánægðari en orð fá lýst að Eiður Smári sé farinn frá Chelsea.

 3. Tetta er ótrúlegt ef satt er allt saman, alger skotgrafahernadur. Eg er bara kátur med ad tetta hefur ekkert med LFC ad gera (alger lágkúra)Móri hlýtur ad vera ordin biladur ef hann heldur ad tetta útspil bæti støduna eitthvad hvort sem tad er satt eda ekki.

 4. Ég held að það sé ekki allt með felldu innan herbúða Chelsea og viðurkenni að ég trúi öllu upp á þá með Moaning-hó við stjórnvölinn. En að hann komi með svona “Don” Abramovic samlíkingu fær mann bara til að fyllast af meira hatri gagnvart Chelsea. Það styttist samt alltaf í uppgjörið stóra. Pressan verður of mikil á endanum…..

 5. Hehehe, þar kom það. Moaning-Hoe. :biggrin2:

  Skilgreining á Hoe…

  Hoe

  1: A person considered sexually active with more than one person.

  2: A person considered as “Hands On Exercise” or “Hands On Equipment.” “Hands On Exercise” and “Hands On Equipment” are acronyms for a hoe as well.

  3: A person considered as having corrupt principles for personal gain.

  4: A person considered as someone that selfishly wants everything his/her way.

  5: A person whose skills are low and they are selfish.
  .
  6: A person considered as mean, disagreeable and/or spiteful; bastard; bitch; dick in the booty; dubious.

  7: A garden tool; rake.

  It takes a fool without a condom to hit (have sex with) a hoe.

  Why when people have a lot of pride, they act like a hoe? :biggrin2:

Meiðsli, Stanley Park og útileikir

Mikilvægi undirbúnings