Sissoko frá í 2 vikur

Jæja, meiðslin hans Momo virðast ekki hafa verið svo alvarleg, því hann verður bara frá í tvær vikur. Það þýðir að hann missir af leiknum gegn West Ham á laugardaginn, en gæti svo verið orðinn heill fyrir útileikinn gegn Everton 9. september.

Ástæðan er náttúrulega landsleikjahlé, sem byrjar á mánudaginn. En það er ekki einsog það sé sérstakur skortur á miðjumönnum því Rafa byrjar þá væntanleg með Gerrard og Xabi á miðjunni og Pennant á hægri kantinum gegn West Ham. Hljómar ágætlega í mínum eyrum. 🙂

2 Comments

  1. Þetta er í eina skiptið sem ég þakka fyrir landsleikjahlé. Sissoko er orðinn það mikilvægur að missa hann lengi frá sést á liðinu.

  2. Sammála þér eikifr, núna þakkar maður fyrir það að landsleikjahlé er framundan því að nokkrir lykilmenn í okkar herbúðum eru meiddir og verða það í 2 – 6 vikur ! Landsleikjahléð eru 2 vikur þannig að þeir meiddu hafa mánuð til að gera sig klára (þ.e.a.s. ef enginn annar tekur upp á því að meiðast) og þar af leiðandi missa þeir ekki nema af 5 leikjum í stað kannski 6-8 sem gætu átt sér stað á 6 vikum.

    Þannig að GUÐI sé lof fyrir landsleikjahlé :biggrin:

Maccabi Haifa 1 – Liverpool 1

Nýr haus