Maccabi Haifa 1 – Liverpool 1

_42003572_crouchgol_pa.jpg

Eitthvað er það við þetta Liverpool lið og leiki í Evrópu. Stundum held ég að leikmennirnir séu hreinlega bara skepnur, sem elski að vita til þess að aðdáendur liðsins þjáist heima hjá sér, á vellinum og á börum um allan heim.

Allavegana, virðist það gerast á hverju ári að undankeppni Meistaradeildarinnar reynist Liverpool gríðarlega erfið. Liðið virðist alltaf haltra inní sjálfa riðlakeppnina. Árið í ár var engin undantekning.

En allavegana, Liverpool gerðu í kvöld jafntefli við Macabi Haifa og það var nóg til að tryggja liðinu sess í Meistaradeildinni.

Rafa stillti liðinu svona upp í byrjun.

Reina

Finnan – Hyypiä – Agger – Warnock

Pennant – Alonso – Sissoko – Gonzalez

Crouch – Luis García

Í fyrri hálfleik héldu svo varnarmenn Liverpool áfram að meiðast því Stephen Warnock þurfti að fara af velli og Fabio Aurelio kom inná.

Leikurinn byrjaði hægt, en smám saman byrjaði Liverpool að setja mark sitt á leikinn og Luis Garcia hefði getað skorað þrennu í fyrri hálfleik, en markvörður Haifa varði frá honum öll skiptin. Xabi Alonso átti svo nokkur góð skot á markið.

Haifa menn skoruðu svo mark, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Í seinni hálfleik hélt Liverpool áfram að sækja. En liðið varð fyrir áfalli þegar að Momo Sissoko fór meiddur af velli og Gerrard kom inná. Það var svo loksins **Peter Crouch**, sem náði að skora eftir frábæran undirbúning frá Jermaine Pennant. Fínt mark og gríðarlegur léttir fyrir Liverpool menn.

En til að gera hlutina aðeins flóknari, þá skoruðu Haifa menn virkielga flott mark. Þeir spóluðu sig í gegnum vörnina og Colautti skoraði fallegt mark. Eftir þetta átti Haifa menn nokkrar hættulegar sóknir og varði Reina m.a. glæsilega, en Liverpool menn héldu þetta út.


**Maður leiksins**: Það er svo sem ekki auðvelt að velja þetta. Gonzalez var ágætur á kantinum og ógnaði vel. Vörnin var ágæt, en var þó á stundum óörugg. Ætli ég velji ekki bara **Xabi Alonso**, því hann var sterkur – sérstaklega í fyrri hálfleik og hann varðist vel í þeim seinni.

En allavegana, núna eru Liverpool menn komnir í Meistaradeildina og við getum þá hlakkað til miðvikudagskvölda í vetur. Liðið er með í keppni þeirra bestu, þar sem það á heima. Það er það sem skiptir máli í kvöld.

15 Comments

 1. Úff, mikill léttir. Ég er feginn að hafa haft rangt fyrir mér í upphitun gærdagsins. Tveir punktar um þennan leik:

  1. Af hverju í ósköpunum byrjaði Stephen Warnock þennan leik? Með fullri virðingu fyrir honum sem leikmanni, þá var þetta fyrsti alvöruleikur hans eftir að hafa misst úr vorleikina og allt undirbúningstímabilið. Og hann entist bara tæpan hálftíma í kvöld. Aurelio er búinn að vera góður í byrjun tímabils, af hverju mátti hann ekki bara spila í kvöld?

  2. Óskadráttur: Chelse… nei annars, mér er slétt sama hverja við fáum! 🙂

 2. Bíddu, erum við ekki með “country protection”? Ég held að við lendum í efsta styrkleikaflokk, en getum ekki mætt Chelsea (þótt þeir séu í lægri flokk) vegna þess að þeir eru frá Englandi.

 3. Agger var líka mjög góður. En það er gaman að sjá hvað Xabi er rosalega fylgin sér. Ég man fyrst þegar hann kom þá var maður alltaf á öndinni að hann myndi meiðast en nú er allt annað að sjá hann….veður í allar tæklingar og er farinn að safna fleiri spjöldum en Sissoko!

 4. Mæli með þessu og þá sérstaklega Reina save.avi þvílík varsla hjá drengnum.

  Annars Júlli þá er Alonso náttúrulega bara meistari, allt annað lið þegar hann spilar. Gífurlega sáttur við Agger, Aurelio er töff, Brazzi sem lætur finna fyrir sér, var virkilega góður í kvöld. Speeedy öflugur, hef trú á honum og svo þegar Kúíjt verður með þá erum við óárennilegir.

 5. Markvarslan hjá Reina var GARGANDI SNILLD! Við getum þakkað honum fyrir meistaradeildarsætið…

  En við getum ekki fengið Chel$ki… það er fínt, skemmtilegra að slá þá út í úrslitakeppninni…

 6. Mér fannst Agger mjög sterkur í vörninni. Hef mikla trúa á honum. Annars munar einnig miklu að vera loksins með alvöru kantmenn. Pennant er að reynast okkur dýrmætur. Mikill léttir að vera búnir að klára þetta.

 7. Jú við erum með ‘country protection’ og getum ekki mætt Chelsea í riðlinum eins og í fyrra. Ég veit það. Ummæli mín áttu að skiljast sem svo að ég væri feginn að þurfa ekki að mæta þeim í riðlinum, en ég kom því greinilega ekkert of vel til skila. :blush:

 8. Af ThisIsAnfield:

  Current Affairs: Latest News:
  Sissoko out for 2-3 weeks
  Matt Ladson – August 23rd, 2006

  Midfielder Momo Sissoko, who has been hugely impressive so far this season, looks like being out of action for two to three weeks after suffering a knee injury in the 1-1 draw in Kiev on Tuesday night.

 9. Vel gert hjá okkar mönnum þó að þetta hafi verið full tæpt fyrir minn smekk.
  En smá þráð rán hérna, í gær kom frétt í nokkrum netmiðlum og svo í mogganum í dag að Rafa sé heitur fyrir ungum Argentískum miðjumanni, Lopez að nafni held ég, og þar sem ég get verið óþolinmóður mjög þá langar mig að vita hvort þið kannist við kauða og hvort þetta sé bara bull eða raunveruleiki ?

 10. Ég trúi því ekki að við séum að sigla inn í nýtt meiðsla horror-tímabil eins og þarsíðasta var!

 11. Ef að við erum að lenda í miklum meiðslum, er þá ekki kominn á nýjan CL bikar :laugh:
  eins og síðast..

Gott að hafa stóran hóp?

Sissoko frá í 2 vikur