Kuyt kominn!!

Opinbera vefsíðan hefur staðfest að Liverpool og Feyenoord hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á Kuyt!!! Hann fer í læknisskoðun í dag áður en hann skrifar undir samninginn! Fyrir mér eru þetta frábær tíðindi og loksins loksins er liðið okkar tilbúið í slaginn fyrir tímabilið.

>Fyrir mér er Liverpool draumaklúbburinn sem ég hef verið að leita eftir. Það höfðu fleir lið áhuga á mér en ekkert var á sama kaliberi og Liverpool, stórkostlegur klúbbur með gríðarlegt orðspor, magnaða stuðningsmenn og stórkostlega sögu á bakvið sig. Það er heiður að fá að spila fyrir svona félag.

Sagði nýji framherjinn okkar… Verður gaman að sjá hann búningnum en hann gæti þessvegna komið við sögu í fyrsta leiknum um helgina. Ólíklegt en samt…. Forseti Feyenoord var ekki par sáttur að missa sinn helsta markahrók.

>Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að halda Dirk hjá Feyenoord. Við vorum ekki langt frá því og Dirk var opinn fyrir því en við vissum að hann gæti farið ef draumaklúbburinn hans vildi fá hann. Liverpool er draumaklúbburinn hans. Mörg lið hafa sett sig í samband við Dirk að undanförnu en ekkert þeirra heillaði hann þrátt fyrir að mörg þeirra væru stórlið. Það segir meira en mörg orð um karakterinn hjá Dirk, það var annaðhvort Feyenoord eða Draumaklúbburinn.

og auðvitað segir maður ekkert nei við Liverpool 🙂

Smá tölfræði yfir síðustu tímabil Kuyt (Takk Gunnar):
* 98-99 – FC Utrecht 28 leikir, 5 mörk
* 99-00 – FC Utrecht 33 leikir, 6 mörk
* 00-01 – FC Utrecht 32 leikir, 13 mörk
* 01-02 – FC Utrecht 34 leikir, 7 mörk
* 02-03 – FC Utrecht 34 leikir, 20 mörk
* 03-04 – Feyenoord 34 leikir, 20 mörk
* 04-05 – Feyenoord 34 leikir, 29 mörk
* 05-06 – Feyenoord 33 leikir, 22 mörk

21 Comments

 1. Ég verð nú bara að taka tappann úr Kampavínsflöskunni núna. Það er ansi langt síðan maður hefur verið jafn ánægður með sumarkaup liðsins eins og í ár. Frábær tíðindi og að mínu mati akkúrat sá framherji sem okkur vantaði að bæta í hópinn. Mikill markahrókur, og það sem meira er, hann er líka mikið í því að leggja upp fyrir samherjana. Mikill leiðtogi og team player. Frábær kaup og vonandi á hann eftir að sýna sitt rétta andlit með draumaklúbbnum sínum. :biggrin:

 2. Þetta eru góðar fréttir. Persónulega þekki ég kauða ekki mikið eiginlega bara af afspurn. Hann sýndi svosem ekki mikið á hm í sumar ekki frekar en restin af hollenska landsliðinu. En Rafa hefur verið á eftir honum í langan tíma og það eitt og sér er nóg til þess að ég vænti þess að þetta sé toppleikmaður. Mér skilst að hann sé mikill karakter og Glenn Roeder talaði um að þetta væri mikill keppnismaður og draumaleikmaður að hafa í búningsklefanum.

  Hvað segja menn sem þekkja til hans er þetta target striker eða hvað ?

  Hverjir haldið þið svo að nái best saman ?
  Fowler og Crouch ?
  Bellamy og Kuyt ?
  Fowler og Belamy ?
  Crouch og Kuyt ?
  Pongolle og Crouch/Kuyt/Bellamy eða Fowler ?

 3. Það er nú stóra spurningin Kristinn. Gaman þegar það er erfitt að velja hverjir eiga að vera í byrjunarliðinu því þeir eru allir svo góðir! :biggrin:

  Hlakka til að sjá síðuhaldara reyna að spá fyrir um uppstillingu liðsins fyrir leikina í vetur! 😉

  Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann verið svona sáttur við sumarkaup Liverpool – og bara liðið í heild sinni. Maður er kominn með mikinn og góðan fiðring fyrir tímabilið! :tongue:

 4. Loksins! Er búin að vera að bíða eftir þessu lengi. Gaman að sjá að við erum að fá menn sem vilja spila fyrir klúbbinn en ekki bara verið að hugsa um peninga…. meira blóð minni aurar.

  Við þessi kaup erum við ekki með fallegustu framlínuna í deildinni. Vonandi hugsa þeir frekar um að skora mörk en hárgreiðslur og tískustrauma.

  Vill þakka stjórnendum fyrir þessa síðu, sparar mér mikla leit á vefnum svo vill ég bjóða SSteinn velkominn.

 5. Frábært. Tekur undir með SSteinn að ég hef ekki verið svona spenntur fyrir nýju leikmönnunum okkar síðan Diao og Diouf komu (hhmmm…) Öllu gríni sleppt þá held ég að þetta sé málið og að Rafa sé endanlega að móta liðið sem mun færa okkur fullt af titlum næstu 5 árin.

 6. Sælor,
  jæja þá er Kuyt kominn. Ég er spenntur að sjá hvernig hann á eftir að standa sig því tölfræðin er með honum. Greinilegt að þarna fer markahrókur. Ég þekki hann hins vegar ekki neitt og er því bara vongóður að þetta gangi vel. Ég man samt vel að Wenger sagði fyrr í sumar að þetta væri frábær leikmaður og maður hélt að hann væri að blanda sér í baráttuna um hann en hann valdi Liverpool og bara það eitt sýnir okkur það að dómgreindin er góð. Ég tek undir með öðrum púlurum hér að kaup sumarsins hafa verið gríðarlega spennandi og mér finnst til dæmis Pennant hafa byrjað gríðarlega vel. Ég held að við verðum mjög ofarlega í ár og það sem meira er spilum skemmtilegan fótbolta.

 7. Það er skammt stóra högga á milli, þessa dagana…. Fyrst nýr frábær penni á síðuna og svo þessi kaup hjá okkar liði !

  Það er samt gaman að heyra það að síðustu 3 kaup meistara RAFA hefur verið á mönnum sem allir eru að koma til DRAUMAKLÚBBSINS…. (hafa annað hvort stutt í æsku eða alltaf dreymt um að koma til) Það hlýtur að efla menn enn meira að vera að fara spila fyrir klúbb sem hefur verið þeim ávallt ofarlega í huga !

  Frábær kaup… Það forvitnilegasta sem framundan er, er að sjá hvernig RAFA muni stilla upp liðinu því að líkt og chels$i þá höfum við 2-3 (góða) menn í hverri stöðu…. Get varla beðið :biggrin: :biggrin: :biggrin:

 8. Chelsea er með gríðarlega sterkt lið, en ég er nú engu að síður á því að breiddin hjá þeim t.d. í vörninni er ekkert til að hrópa húrra yfir (fyrir þá). Skoðið úrval varnarmanna þeirra og segjum sem svo að Terry meiðist um tíma…

  2-3 menn í hverri stöðu í vörn Chelsea er far from því að vera rétt að mínum dómi.

 9. Þetta er alger snilld!

  Þetta er búið að taka langan tíma og menn hafa verið pirraðir á stundum í sumar. En ég held að niðurstaðan eftir sumarið sé algjörlega frábær. 🙂

 10. SSteinn, ég hef einmitt verið að spá í þessu sama með Chelsea. Það er búið að líta út fyrir það í allt sumar að Huth fari frá þeim og Gallas vill ennþá ólmur komast burt. Wayne Bridge er eini vinstri bakvörðurinn þeirra en kemst samt ekki í byrjunarliðið svo hann hlýtur líka að vilja fara. Ef þessir þrír færu frá þeim fyrir lok félagaskiptagluggans ættu þeir tvo miðverði(Terry og Carvalho) og engan vinstri bakvörð!

  Vá..á meðan ég skrifaði þetta rann upp fyrir mér hvað hlýtur að vera góður andi hjá Chelsea þessa dagana! :laugh:

 11. Sælir félagar
  Ég hefi tekið þann kost að vera ekkert að tjá mig um leikmannakaup sumarsins fyrr en sæi fyrir endann á þeim. Nú er að líkindum allt fé komið í hús og ég verð að segja að ég er mjög sáttur 🙂 Mér sýnist að LFC verði öðrum liðum mjög erfitt í vetur og á von á góðum árangri þó ég vilji ekki á þessum tímapunkti spá okkur sigri í meistaradeild, deild og bikar. En bikarsöfnunin er þegar hafin og fyrsti titill kominn í hús. Missi því miður af fyrstu umferðinni (verð norður á Ströndum, fyrir norðan hnífapör og þar með norðan við enska boltann). En á von á að Skjásportið? margsýni fyrsta sigurleik tilvonanadi meistara. Til hamingju félagar og góða leiktíð 🙂 :blush:

 12. Breiddinn hjá Liverpool er orðin mjög mikil. Þeir leikmenn sem hafa bæst við í sumar eru allir líklegir til afreka.

  Vonandi að Rafa nái að halda öllum góðum því það getur auðvitað gerst hjá okkur eins og Chelsea að menn verði fúlir yfir fáum mínútum. T.d. er hægt að benda á að núna eru 4 góðir striker-ar að keppa um 1-2 pláss í liðinu því við komum til með að spila bæði 4-5-1 og 4-4-2 og því ekki alltaf pláss fyrir 2 strikera. Síðan er vinstri kanturinn eiginlega of vel mannaður (sem er ekki verra).

  En þetta lítur mjög vel út.

  Ein spurning, hver er staðan á Kewell? Hvenær verður hann leikfær?

 13. Ég er alveg í sjöunda himni….. 🙂

  Ég get ekki beðið eftir að leiktíðin byrji…Við erum með magnaða breidd. Dirk Kuyt er draumaframherji í mínum huga. Sterkur og ákveðinn. Það sem ég er ánægðastur með kaupin í sumar að þetta eru engar dúkkulísur sem Rafa er að fá til liðsins. Crouch..Fowler..Bellamy…Kuyt …..hvað vilja menn hafa það betra.

  ….og svo miðjan hjá okkur…og kantarnir…núna fer bara gæsahúð um mig. Við verðum í toppbaráttunni í vetur…

  Ég ætla að gerast spámannlega vaxinn og spá því að Liverpool verði í topp tveimur eftir leiktíðina 2006-2007… :biggrin:

  Chelski blaðran er sprungin…

 14. Alltaf betra að hafa meiri breidd en ekki. Held að Rafa sé þannig maður að hann eigi auðveldara með að halda hópnum ánægðum, frekar en ónefndur Móri.

  Mér líst vel á hópinn eins og hann er núna. Með góðum móral kemst liðið á toppinn, og ég held að það sé mjög raunhæft að gera tilkall til sem flestra titla. Við erum með bestu miðjuna og bestu vörnina, og nú lítur sóknin ótrúlega vel út …

  Gaman … gaman!

 15. Ég er alveg í sjöunda himni….. 🙂

  Ég get ekki beðið eftir að leiktíðin byrji…Við erum með magnaða breidd. Dirk Kuyt er draumaframherji í mínum huga. Sterkur og ákveðinn. Það sem ég er ánægðastur með kaupin í sumar að þetta eru engar dúkkulísur sem Rafa er að fá til liðsins. Crouch..Fowler..Bellamy…Kuyt …..hvað vilja menn hafa það betra.

  ….og svo miðjan hjá okkur…og kantarnir…núna fer bara gæsahúð um mig. Við verðum í toppbaráttunni í vetur…

  Ég ætla að gerast spámannlega vaxinn og spá því að Liverpool verði í topp tveimur eftir leiktíðina 2006-2007… :biggrin:

  Chelski blaðran er sprungin…

 16. Bláu sjóararnir eru nú ekkert á flæðiskeri staddir hvað varnarmenn varðar….! Ef að Terry og Carvalho myndu einhvern tíma meiðast (í lengri tíma) þá held ég að buddann hjá Hr. Olíufák myndi ekki vera lengi upp á borðið og þá sér í lagi EF að Gallas og Huth væru farnir….. :rolleyes:

  Líklegast væru þá menn einsog Nesta og Cannavaro komnir til þeirra á svipstundu….. 100 millur ekki málið :confused: !!

  Ekki skilja það svo að ég sé að verja þeirra málstað heldur minn… chels$i er með Gallas, Huth, Mancienne (18 ára) og Ferreira í sinni vörn einsog staðan er í dag og ef þeir eru að fara selja Gallas og Huth þá held ég að þeir séu að búa til pláss fyrir aðra til að koma inn en ekki öfugt. Bakverðir hjá þeim hafa verið hinir og þessir og sem dæmi þá minnir mig að Geremi hafi leyst hægri kant nokkrum sinnum.

  Burt séð frá því þá er ég rosalega sáttur við kaup sumarsins og held að það sé verulega raunhæft að berjast um titilinn þetta árið :biggrin2:

 17. Reina/Dudek

  Finnan/Kromkamp – Hyypia/Agger – Carragher/Paletta – Riise/Aurelio

  Pennant/Garcia – Alonso/Zenden – Gerrard/Sissoko -Speedy/Kewell

  Kuyt/Fowler – Bellamy/Crouch

  Svo auk þess höfum við Pongolle, Anderson og Warnock þannig að þetta er magnaður hópur :).

  Maður er orðinn óþægilega bjartsýnn núna.

 18. FRÁBÆRT!!!

  Við erum búin að bíða leeengi eftir þessum kaupum, en nú hafa þau loksins gengið í gegn og ég held að menn geti loks farið að láta sig hlakka almennilega til tímabilsins sem framundan er.

  Rafa hefur í sumar styrkt vörnina, kantana og framherjastöðurnar. Þótt nýju leikmennirnir eigi að sjálfsögðu allir eftir að sanna sig held ég að á pappírnum geti þetta sumar talist 100% fullnægjandi hvað sumarkaupin varðar. :biggrin:

  Og ef að Dirk spilar eitthvað í líkingu við það sem ég ætlast til af honum eigið þið eftir að brosa á næstu vikum. Velkominn til Liverpool, Kuyt, við höfum beðið spennt eftir þér! 😉

 19. Góður punktur í Tomkins greininni:

  >So the striking roster is about to be completed. With Bellamy, Crouch, Fowler and Kuyt there won’t be too many training sessions missed due to modelling assignments. When Rafa said he wanted strikers who can frighten the opposition he clearly wasn’t joking.

  :biggrin2:

Crouchy!!!

Lána, selja, gefa?