Crouchy!!!

_41442607_crouch1_afp300.jpg

**12 landsleikir og 8 mörk**. Þar af [tvö mörk í kvöld](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/4794867.stm). Ætli Englendingar séu ekki hættir að púa á Peter Crouch núna?

Meðalmarkafjöldi í leik með landsliðinu:

**Peter Crouch 0,67**
Alan Shearer 0,48
Michael Owen 0,45
Wayne Rooney 0,33

(tölfræði frá Wikipedia)

Sá annars einhver leikinn í kvöld? Endilega segið okkur hvernig okkar menn voru að standa sig.


Smá viðbót: Einstaklega gaman hvað enskir “sérfræðingar” hafa gott minni. [Lee Dixon eftir þennan leik](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/4800319.stm)

>Owen Hargreaves is now arguably first on the team sheet for England.

Jæja…

Ein athugasemd

  1. sá leikinn á bbc, Englendingar voru mjög góðir í fyrri hálfleik og Grikkir lélegir en í seinni hálfleik gerðist ekkert markvert nema Grikkir sóttu frekar í sig veðrið og voru óheppnir að skora ekki 2-3 mörk. Gerrard spilaði á hægri kantinum og var bara mjög ferskur en enginn stórleikur, tekinn útaf á ca 75 mín. Crouch var mjög duglegur og óheppinn að skora ekki 3 í fyrri hálfleik. Carrager spilaði bara í nokkrar mínútur og Kirkland spilaði allann seinni hálfleikinn og varði vel og var mjög öruggur.

Kuyt loksins að koma? (uppfært)

Kuyt kominn!!