Liverpool 2 – Maccabi Haifa 1

bellamy-speedy-1.jpgJæja, þetta byrjaði ekki alveg einsog við höfðum vonast eftir, en þökk sé Mark “Speedy” Gonzalez þá fór Liverpool með [sigur af hólmi](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/5255220.stm) gegn hinu sterka liði Maccabi Haifa í kvöld.

Þetta var ekki jafn stór og margir höfðu búist við og það var ekki nógu gott að liðið skyldi fá á sig mark á heimavelli. En seinni leikurinn verður háður á hlutlausum velli og Liverpool ætti núna að vita betur hvernig þeir eiga að spila gegn þessu ísraelska liði.

Liverpool á að klára þetta eftir tvær vikur.

Jæja, byrjum á byrjuninni. Í þessum fyrsta alvöruleik á tímabilinu 2006-2007 þá stillti Rafa þessu svona upp í byrjun:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Pennant – Gerrard – Sissoko – Alonso – Zenden

Bellamy

Fyrri hálfleikurinn byrjaði frekar rólega. Liverpool var meira með boltann, en þeir náðu aldrei almennilega undirtökunum á vellinum. Haifa menn áttu svo hættulegar skyndisóknir. Þegar um hálftími var búinn missti Xabi Alonso boltann klaufalega á miðjunni og Haifa menn spiluðu sig í gegnum vörn Liverpool og Boccoli skoraði framhjá Reina í markinu.

Við þetta vöknuðu Liverpool menn loks til lífsins og byrjuðu að sækja almennilega. Einsog ávallt fóru sóknirnar í gegnum Pennant á hægri kantinum. Hann spilaði sig glæsilega í gegnum vörnina, gaf á Gerrard sem lagði hann útá Sissoko, sem skaut á markið (ótrúlegt!!!) – skotið var varið, en **Craig Bellamy** var mættur einsog gammur og skoraði fínt mark.

Eftir þetta sótti Liverpool nokkuð mikið fram að hálfleik án almennilegra færa.

Í seinni hálfleik var þetta svo áfram pressa hjá Liverpool án mikils árangurs. Það breyttist þó þegar að Luis Garcia kom inn fyrir Zenden (sem hafði verið slappur á vinstri kantinum). Garcia var stöðug ógnun og prjónaði sig nokkrum sinnum listilega í gegnum Haifa menn. En ekki kom markið. Rafa breytti þá áfram, setti Crouch inn fyrir Bellamy og að lokum Mark Gonzalez inn fyrir Gerrard. Þá hélt maður að þetta væri búið, en þessi skipting reyndist breyta öllu.

Stuttu fyrir leikslok gaf Xabi Alonso glæsilega sendingu á **Mark Gonzalez**, sem virtist gleyma boltanum en hann náði honum aftur, náði að snúa sér og setti boltann efst í markhornið. Glæsileg byrjun hjá Speedy!!! Og 2-1 sigur hjá Liverpool


**Maður leiksins**: Í raun eiga allir nýju mennirnir hrós skilið. Craig Bellamy skoraði gott mark, sem oeg Mark Gonzales. En **Jermaine Pennant** var einfaldlega bestu maður Liverpool í dag. Nánast allar sóknir Liverpool komu upp kantinn. Hann át vinstri bakvörðinn hjá Haifa og dældi svo góðum boltum inná teig. Ef að þetta er ávísun á framtíðina, þá Jermaine Pennant eftir að eiga glæsilegan feril hjá Liverpool.

En allavegana, 2-1 er svo sem ekki slæm úrslit. Liverpool menn eru heppnir að seinni leikurinn er á hlutlausum velli. Ég er þess fullviss um að liðið klárar þann leik og kemst þannig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

32 Comments

  1. Sammála leikskýrslu Einars. Og mjög sammála með mann leiksins, Pennant var frábær í kvöld. Þetta er vonandi ávísun á það sem koma skal, og við þurfum á svona mörkum að halda eins og við fengum frá Bellamy og Gonzalez: þ.e. sterkur gammur sem bíður og nýtir færin (Bellamy) og útsjónarsamur maður í þröngum færum (Gonzalez). Sissoko að skjóta… oftar en einu sinni … þetta var gaman.

    Samt, þá var þetta ekki eins gott og ég hafði vonast eftir. Liðið er að slípast saman og ég hef fulla trú á því. Pennant kemur sterkur inn í liðið, Bellamy verður góður … eina sem ég hafði verulegar áhyggjur af var vörnin á nokkrum köflum í leiknum.

    En sigur er alltaf sigur, og eins og Arnar sagði á Sýn, þá eiga yfirburðir Liverpool að vera meiri. Ég vona að þeir sjái metnað í því að sýna þá yfirburði í leiknu eftir tvær vikur.

    Og by the way… áfram Liverpool!

  2. Speedy Gonzalez bjargaði málunum algjörlega fyrir okkur. Frábær leikur hjá Pennant ekki hægt að byrja mikið betur en hann gerði .Bellamy gerði líka það sem hann þurfti að gera. Mikilvægt fyrir hann að ná marki strax í fyrsta leik. Þó olli Bolo Zenden okkar mönnum mikklum vanda með slakri spilamennsku. Kannski ekki skrýtið miðað við hve lengi hann er búinn að vera frá.

  3. Jæja, þetta hafðist að lokum en naumt var það. Fyrir þá sem sjá hálffullt glas geta menn fagnað því að hafa þó náð að sigra þetta á lokamínútunum, en þeir sem sjá hálftómt glas eru örugglega fúlir yfir að hafa ekki rústað þessum leik. Sjálfur er ég einhvers staðar þarna á milli, í senn feginn en um leið skíthræddur við seinni leikinn.

    Það er hálf skrýtið til þess að hugsa að Gerrard og Alonso voru slöppustu menn vallarins í dag. Það gerist varla nema einu sinni á ári, í mesta lagi. Mikið af því sem vantaði uppá hjá liðinu í dag var undirbúningstímabilinu að kenna, og þegar við mætum þessu liði eftir tvær vikur verða okkar menn búnir að spila tvo alvöruleiki í viðbót og einnig landsleiki í næstu viku, þannig að við ættum að sjá liðið í betra leikformi eftir 13 daga.

    Annars tek ég undir það að þeir Jermaine Pennant og Momo Sissoko voru í allt öðrum klassa en allir aðrir á vellinum. Hvað átti Pennant, 25 fyrirgjafir? Ótrúlega hressandi og frískandi að sjá svona öflugan hægri kantmann. Ef hann spilar svona næstu vikurnar verður hann fljótlega orðinn fastamaður í byrjunarliðinu. Momo var síðan í súperformi … djöfull sem ég hef saknað hans í sumar!

    Annars bara jákvætt að Bellamy og Gonzalez hafi skorað og Pennant brillerað í fyrsta leiknum hjá þeim öllum. Mjög jákvætt.

    Feginn, en það er sko eins gott að menn hysji upp um sig brækur eftir tvær vikur og klári þetta. Ég sat þarna í kvöld, þangað til Speedy skoraði, og íhugaði veturinn framundan ef svo illa færi að við kæmumst ekki inní riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var ekki góð tilhugsun.

    Að lokum legg ég til að Chelsea verði lagðir í rúst á sunnudag!

  4. Þetta hafðist að lokum hjá okkar mönnum, þökk sé Speedy. Mér finnst þetta leikkerfi aftur á móti farið að verða okkar akkilesar hæll, ég vil sjá 4-4-2 með þessa kantara, fleiri menn inn í teiginn.

    Í fyrri hálfleik fannst mér ekki skorta bolta inní teiginn en það bara vantaði menn til að ráðast á þá, miðjan var ekki nógu dugleg að koma og kantararnir ekki heldur, 4-5-1 er ágætt kerfi ef að framherjinn fær góðann stuðning. Með 4-4-2 með Gerrard og Alonso á miðjunni, já ég vil hafa þá tvo á miðjunni á kostnað Sissoko einfaldlega vegna þess að þeir eru sterkari en hann. Mér fannst við líta betur út í kvöld í seinni hálfleik eftir að Garcia kom inná í framherjann og Gerrard fór á vinstri kantinn og við fengum tvo menn inní teig í alla bolta, það sást best þá hvað það er mikilvægt að hafa liðsafla þar.

    Ég vil fara að breyta þessu hugarfari hjá liðinu sem kom með Rafa að mínu viti: Ekki tapa leiknum. Meistarar hugsa: Við vinnum leikinn. Þetta er munurinn á okkur og Arsenal, Man U og Chelsea finnst mér, þar hugsa menn um að vinna leiki á meðan að við erum alltaf einhvern veginn á bremsunni.

    Ég verð líka að setja spurningarmerki við Hyypia kallinn í þessum leik, hann er orðinn dálítið seinn og það er spurning um hvort að ekki sé kominn tími á kallinn í vetur, hleypa þeim Agger og Paletta inn í liðið.

    Einn punktur í lokinn, lýsandinn í kvöld skipti um markvörð hjá okkur síðustu mínúturnar og var Finnan kominn í markið í stað Reyna, guði sé lof fyrir ensku þulina á Skjá einum eða hvað sem sú rás er kölluð núna.

  5. Úff hvað þetta var erfitt og ekki sannfærandi. Mikið vona ég að við kaupum alvöru striker núna í ágúst ég er ekki alveg að meika þennan Crouch lengur og við vorum saman 4 strákar að horfa og vorum allir sammála. Hann er ekki þessi senter sem við eigum að hafa. Hann gerir margt ágætt en við þurfum að hafa meiri markamaskínu en hann.

  6. Fínn sigur þó enn sé markt sem þarf að laga. En eitt sem ég vill koma á framfæri með sannanlegum hætti: Pennant verður kominn í landsliðið fyrir EM

  7. Sammála því að Pennant var yfirburðarmaður í Liverpool-liðinu í kvöld. Einnig er ég sammála því að það vantar fleiri menn inn í teig, þetta 4-5-1 kerfi er ekki að gera sig á heimavelli, gott á útivelli gegn sterkum liðum þegar við þurfum að verjast og beita skyndisóknum en þegar við eigum að vera sterkari aðilinn verðum við að sækja á fleiri mönnum. Að fá á 3ja tug sendinga inn í teig og aðeins einn maður að taka við….ekki gott.
    Er einhver sem les þetta sem þekkir Arnar Björnsson og getur þá bent honum á að Alonso heitir Xabi Alonso ekki “Xavi”. Það er elikmaður með einhvrju allt öðru liði.

  8. Botna ekki í að spila 4-5-1 í leik sem urðum klárlega að ná upp forskoti fyrir seinni leikinn. Nýju mennirnir voru að gera mjög góða hluti. Pennant og Bellamy gera liðið mun betra. Vörnin leit hins vegar ekki vel út. Sammála með Hyypia, nýju mennirnir mega klárlega fara að leysa hann hægt og bítandi af. Hef samt fulla trú á að við klárum þetta í seinni leiknum. Annað væri rothögg í upphafi leiktíðar.

  9. LP, vandamálið er bara hvern af þessum þrem áttu að setja á bekkinn: Momo, Xabi eða Gerrard? Það er skiljanlegt að Rafa grípi til 4-5-1 bara vegna þess að við erum með svo fáránlega góða miðjumenn.

  10. Reyndar er nafnið hans Xabi borið fram sem “Xavi” þannnig að Arnar var nú ekki að fara neitt út af sporinu þar.

    Hvernig menn geta tuðað út af Crouch, finnst mér með hreinum ólíkindum. Jú, kannski ekki drauma byrjunarliðsmaður, en sást svo vel í þessum leik hvað það er gott að eiga svona mann ef menn vilja breyta um stíl í leikjum. Er að spila fyrir liðið, ekki sjálfan sig. Menn eru alltaf að tala um framherja og að þeir skuli bara metnir á mörkum, ef svo væri, þá væri Rooney ekki meira en 7 milljón punda virði. Hversu margir eru sammála því?

  11. Ok Hannes, ef við eigum að íslenska það alveg, þá væri það Ssavi. Sáttur?

  12. Ég myndi reyndar segja Tsjaví Steini. 😉 Veit ekki betur en að X-ið í spænsku sé ts-hljóðað. Þannig að Xabi Alonso hjá Liverpool er borið fram sem Tsjaví … og Xavi Hernandez hjá Barcelona er borið fram sem, eh, Tsjaví líka.

    Þoli ekki að heyra fólk segja Sabí, en ég skil alveg af hverju.

  13. Ég er nú enginn sérfræðingur í basknesku en mér skilst að X sé borið fram “sj” og B borið fram “b”. Svo það myndi gera “Sjabí”.

  14. Xavi, xabi,ssabi,Tsjavi…………..
    Sammála Einari að Sissoko og Pennant hafi skarað fram úr í kvöld. Sissoko hefur brúkað sumarið í viðstöðulausann og getur orðið skilað boltanum frá sér og verður gaman að fylgjast með hvernig hann þroskast.
    Ánægjulegt að sjá þróunn leiksins milli Finnan og Pennant en Finnan er ekki vanur að spila með ?kantmanni? og sjá hvernig þeir fundu útúr samstarfi sínu í gegnum leikinn. Til að að byrja með stal Finnan alltaf plássi frá Pennant og var það mikið til staðar að hann lokaði fyrir hlaup, overlap og að Pennant tæki menn á og skilaði honum í boxið. En í seinni hálfleik komst skilningur þar á.
    pínlegt var hvað Zenden var aldrei í stöðunni sinni. Leitaði endalaust inn á miðju og eins og félagi minn sagði rétt er við horfðum á leikinn, þá var hann ósjaldan að gefan á sjálfan sig, þ.e.a.s. út á vinstri kant(grínlaust).
    Þessi áttavitleysa kostaði okkur ekki bara sóknarlega heldur komst mikið rót á varnarleikinn og er Riise eins og hann hefur einhverja kosti,ekki besti varnarmaður í heimi. Svæðisvörn má ekki við svona rugli.
    Crouch er eins og hann er og ekki búast við stóðhesti er þú hefur jálk. Jálkurinn fékk tvo í sig (plægði)og því gat Speedy gróðursett.Uppskera. Það er bara Real sem hugsanlega reynir að spila með 7 strikera.
    Hyypia gamall og ekki nógu og góður og seinn er gömul tugga og varla svara vert en nýliðun eða back up er vandamál. Já ef menn skilja ekki þa’ og tap okkar af Hamann , þá skilja þeir ekki fótbolta og geta haft vit á því að halda kjafti og geta snúið sér að tupperver kynningum

    http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/08/03/17.04.45/#34383
    linkur á skoðun mína á vandamálum í miðverði

    En annars varkárt og vel að verki staðið hjá Rafa og strákunum hans sem hafa ekki verið að ríða feitum hesti á undirbbúningstímabilinu.
    Það vantar aðeins bolta í menn en nógu og helvíti sprikluðu þeir…..
    Góðar stundir

  15. Minnir að Gerrard hafi kallað hann “djaví” þegar hann var að lýsa vítaspyrnunni í úrslitaleiknum gegn Ac Milan í heimildamyndinni Gerrard:My Story.

  16. Momo og Pennant voru frábærir!

    Maður tekur þessari frammistöðu með fyrirvara. Auðvitað tekur það liðið smá tíma að koma sér í form og góðan skilning við hvorn annan. Ég held að við eigum eftir að sjá margskonar leikkerfi notuð í vetur og Crouch verður ekki okkar aðalmarkaskorari en hann er mikilvægur hluti í því að gefa Rafa aukna möguleika einsog hann orðar það. Fjórði framherjinn verður örugglega keyptur og Liverpool á eftir að eiga gott tímabil.

    Kv.

  17. Nú er ég mikill lfc aðdándi sem hefur því miður ekkert séð af liðinu það sem af er preseason og einnig missti ég af leiknum í kvöld. Úrslit leikja hafa verið svolítð skrýtin miðað við þennan frábæra klúbb og maður er farinn að hafa nettar áhyggjur. Yrði t.d. svakalegt að tapa seinni leiknum 1-0 og detta út. Hvað segjið þið sem hafið séð liðið leika, erum við á réttri leið eða erum við of seinir í form. Það er náttúrulega lífsspursmál að klára seinni leikinn en mér er þannig lagað slétt sama um einhvern góðgerðarskjöld ef liðið kemur síðan klárt í fyrsta leik í deildinni.

  18. Þessi leikur var svo sem eitthvað sem við áttum von á ef mið er tekið af æfingaleikjunum fyrir tímabilið. Við vorum arfa slakir í leiknum (að mínu mati) og aðeins um 2 leikmenn að ræða sem komu til greina sem bestu menn leiksins. Jermaine Pennant átti fínan leik og er það hrein unun að sjá hvernig boltinn er kyrfilega fastur við lappirnar á honum þegar hann ógnar varnarmönnum. Hann minnir mig gífurlega á Anelka á velli en þeir hafa ótrúlega góða stjórn á boltanum. Svo fannst mér maður leiksins vera vinnsluhrossið MOMO SISSOKO (enn einu sinni!) en það sást best í leiknum í kvöld þegar aðrir voru í litlu leikformi, hljóp hann út um allt og vann alla bolta sem hægt var að vinna. Hann stoppaði ekki allan leikinn ekki einu sinni þegar dómarinn var að gefa honum gula spjaldið! Spurning hvort hann hefði slappað af inn í búningsklefa fyrir leikinn.

    Annars fannst mér þetta austurlandafjær-lið vera að sýna skemmtileg tilþrif á köflum sem í raun komu vegna lélegs leik flestra okkar manna (Riise var t.d. ekki með og gaf markið í þokkabót). Við klárum síðari leikinn á auðveldari hátt eftir 2 vikur þegar leikmenn hafa vanist hvorum öðrum betur.

  19. Jákvætt: Sammála flestum hérna með að Pennant og Sissoko voru bestu menn Liverpool í þessum leik. Er hreinlega ekki frá því að Sissoko hafi æft stuttu sendingarnar í sumarfríinu, ætla þó að spara yfirlýsingarnar þar til eftir nokkra leiki. Einnig gaman að sjá Speedie koma þarna inn og stimpla sig rækilega inná Anfield.

    Neikvætt: Vörnin virðist líkt og í æfingaleikjunum vera ósamstillt þrátt fyrir að í gær voru þarna leikmenn sem léku saman allt síðasta tímabil. Geri mér þó grein fyrir að menn eru að koma úr erfiðu prógrammi en það er einungis rétt rúm vika í mót í fyrra gerði léleg byrjun í upphafi móts það að verkum að Liverpool blandaði sér ekki í toppbaráttu. Áberandi þungir og slakir voru Hyypia og Riise, enda litu þeir hræðilega út í markini sem M. Haifa skoruðu, eins og bent hefur verið á hér að ofan.

  20. Hárrétt hjá Einar… Pennant kom vel út úr þessum leik sem og Bellamy. Frábært fyrir bæði Bellamy og Gonzalez að skora í “debut” leiknum sínum og það á Anfield. Mikilvæg mörk.

    Já þetta var ótrúlegt að sjá Gerrard í gær, var slappasti leikmaður liðsins. Rafa fær mikið credit fyrir að taka hann af velli (gæti verið meiddur eða veikur). Hins vegar pirraði mig eitt í stöðunni 1-1. Þá tekur Rafa Bellamy út og setur Crouch inn. Ég hefði viljað sjá okkur spila með 2 sentera í einhvern tíma.

    Allir sammála um að Zenden er ekki vinstri kantur og var þetta oft á tíðum pínlegt að sjá drenginn því hann var aldrei á kantinum og oft fyrir hinum miðjumönnunum okkar. Þettar þarf að leysa… með því að nota Zenden EKKI á vinstri kantinum.

    Smá hikst í fyrsta alvöru leiknum en margt jákvætt og alveg ljóst að Liverpool liðið er allt í fantaformi. Ég hlakka til Chelsea leiksins á sunnudaginn.

  21. Gamall maður á veraldarvefnum segir:

    >”Já ef menn skilja ekki þa’ og tap okkar af Hamann , þá skilja þeir ekki fótbolta og geta haft vit á því að halda kjafti og geta snúið sér að tupperver kynningum”

    Er þetta ekki algjör óþarfi, gamli maður? Þetta er bara dónaskapur og ekkert annað, menn mega alveg vera ósammála án þess að þurfa að fara í úthrópanir. Fyrir utan það að það var enginn búinn að segjast vera ósammála þér, þú skaust þessu bara út í tómt loftið. 🙂

    >”Crouch er eins og hann er og ekki búast við stóðhesti er þú hefur jálk. Jálkurinn fékk tvo í sig (plægði)og því gat Speedy gróðursett.Uppskera.”

    Fyrsta setningin á nákvæmlega ekkert skylt við fótbolta, ekki neitt. Jálkur og stóðhestur? Fyrir utan það að þú skýtur þig í fótinn með næstu setningu. Crouch, sem er augljós hætta í teignum, dró til sín menn og því var opið svæði sem Speedy gat nýtt sér. Og samt, þrátt fyrir að átta þig á framlagi Crouch til marksins sem Speedy skoraði, agnúastu yfir því hvað hann er að gera þarna inná. Á ég þá kannski að segja þér að “halda kjafti og snúa þér að tupperware kynningum”?

    Reynum að halda þessu á siðuðu nótunum, sem og knattspyrnutengdu. Blótsyrði og hestalíkingar eru óþarfi.

  22. Gaml maður. Hvað heldur þú að félagið hafi sparað sér í laun með því að losa um Hamann? Missir og söknuður af honum? Já. Skyljanlegt að láta hann fara? Ekki spurning.

    Annars fannst mér pínlegt að horfa á Riise á köflum í gær. Lét oft fífla sig í varnarleiknum og eftir að Hyypia steig út úr vörninni í markinu stóð hann eins og myndastytta í stað þess að taka skrefið inn að miðju til að covera.

    Mér fannst, eins og flestum, tveir menn skara framúr í gær, Sissoko og Pennant. Hyypia, Gerrard og Alonso fannst mér eiga frekar rólegan leik en eini áberandi slaki maðurinn á vellinum var John Arne Riise af mínu mati. Sá þarf að girða sig í brók.

  23. Ég er að lenda í veseni þegar að ég reyni að komast inn á þessa síðu þína Andri !

  24. ég var nú alls ekki að agnúast út í Crouch Kristján minn heldur var ég að benda þeim ungu mönnum á ,(sem eru sí og æ með tuð um að Crouch verði aldrei tuttugu marka maður) að það eru jálkarnir sem eru notaðir til að plægja akurinn. Crouch er jálkur sem skilar sinni vinnu vel þó hann sé hvorki snoppufríður né fagur á velli.

    Hamann tuðið í mér kom vegna hinnar þrálátu æskudýrkunnar og hræðslu við eldri menn og er Uppsprottið vegna Hyppiatuðs hér fyrir ofan. Í þó nokkur ár hefur fólk spáð því að hann sé að syngja sitt síðasta. Sé of hægur……..
    Menn eins og Hyppia og Hamann hafa aldrei talist snöggir en báðir búa yfir gríðalegamikilli reynslu sem hefur bjargað okkur á ögurstundu. Búa yfir leikskilningi og eru oftast það vel staðsettir að þeir þurfa ekki að taka á sprettinn. Því mun liðið sakna Hamann.

    Vona nú bara að þú getir einhvern tíman fyrirgefið mér kristján minn fyrir mín allmennu leiðindi sem og glósur mínar um auglýsingu sem gerðu mig að óvinsælasta fastagesti hérna.
    Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja en ef hann skítur óvart á gólfið þá skammast hann sín og það geri ég fyrir þetta sem ég skrifaði um daginn.

    Góðar stundir

  25. Tja……ég kemst inná síðuna og sé hvað er í boði en þegar að ég smelli á til að skoða þá gerist bara ekki neitt.
    Er líka búinn að prufa Firefox er það sama gerist 🙁

  26. Tja……ég kemst inná síðuna og sé hvað er í boði en þegar að ég smelli á til að skoða þá gerist bara ekki neitt.
    Er líka búinn að prufa Firefox er það sama gerist 🙁

  27. Tek undir með Kristjáni, það gaman að sjá Pennant byrja svona vel hjá LFC, vonandi heldur hann þessu áfram.

    Það sem mér þótti hvað neikvæðast við leikinn í gær var að það vantaði allt hungur í teignum, við sækjum á of fáum leikmönnum. Meðan Pennant dældi hverri sendinguni á fætur annarri inn í teig var bara einn maður að berjast við að ná boltanum, Bellamy. Það stoðar lítið að senda fyrir og ætlast til þess að einn sóknarmaður skalli í netið þegar hann er umkringdur þremur til fjórum varnarmönnum. Gerrard var oftar en ekki við markteiginn til að ná þeim boltum sem duttu þar (eins og sóknartengiliðir gera)og Zenden kom aldrei á fjær stöngina eða á ferðinni inn í teig.

    Þetta lagaðist talsvert eftir að Crouch og Garcia komu inn á. En betur má ef duga skal. Til þess að allar þessar sendingar hans Pennant (sem dæmi) skili marki/mörkum verðum við að hafa 3 til 4 í teignum til að taka á móti þeim. Þ.e. tveir sóknarmenn, kantmaður (í þessu tilfelli vinstri) og síðan er sókndjarfur miðjumaður tilbúinn við vítateiginn að hamra inn fráköstin.

    þetta er sama vandamál og Liverpool átti við að stríða í mörgum leikjum síðasta vetur. Vonandi verður þetta komið í lag fyrir fyrstu leiki deildarinnar.

  28. Ég gerði þetta allt áðan en …nada !
    Eeen núna er þetta komið í gang, takk takk !

Liðið gegn Haifa komið

Gonzalez ánægður með drauma byrjun.