Liðið gegn Haifa komið

Jæja, byrjunarliðið komið og það er verulega athyglisvert.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Pennant – Gerrard – Sissoko – Alonso – Zenden

Bellamy

Semsagt, vörnin er gamla góða.

En það er tvennt sem kemur á óvart. Fyrir það fyrsta, þá er þetta 4-5-1 en ekki 4-4-2 einsog margir áttu von á. Pennant kemur inn á kantinum. Hitt, sem kemur á óvart er að Craig Bellamy er tekinn fram fyrir Peter Crouch.

Á bekknum: Dudek, Kromkamp, Garcia, Gonzalez, Crouch, Paletta og Peltier

Ein athugasemd

  1. Ég er mjög sáttur við þetta byrjunarlið miðað við hvaða menn við höfum til taks í dag.

    Fyrir mér að þá verður miklu meiri sóknarþungi með Bellamy fram frekar en Crouch, Bellamy sækir meira fram á við heldur en Crouch sem á það til alltof oft að falla niður að miðju og vera svo alltof seinn að koma sér inn í teiginn aftur, Bellamy á væntanlega ekki í erfiðleikum með það.

    Eins væri ég til í að fá Gonzalez inná sem fyrst, alveg dauðlangar að sjá kauða taka á sprettinn um vinstri kantinn.

    Kv Stjáni

Tomkins um tölfræði

Liverpool 2 – Maccabi Haifa 1