Ferð frá Akureyri

Ég var beðinn um að setja þessa tilkynningu hérna inn:


Þá er hópferð Norðanmanna á leik Liverpool-Blacburn orðin að veruleika, flogið er í beinu flugi frá Akureyri, lágmarksþátttaka í ferðina er 25 manns og við nálgumst þá tölu en betur má ef duga skal, því eru allir sem hafa áhuga á ferðinni eru beðnir um að skrá sig [á netinu](http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=351&idcat=15 ) (þar eru líka nánari upplýsingar um ferðina) eða hafa samband við Express-ferðir og greiða staðfestingargjaldið. Það stefnir í 4 daga fótboltaveislu fyrir okkur Liverpool-menn og hægt er að lofa því að þetta verður ferð sem aldrei mun gleymast.! Einn ferðalangurinn sagði að það yrði bara farið í eina búð í þessari ferð, Liverpool-búðina.!!!!

Liverpool ekki til Ísrael

Kuyt viðræður aftur á borðinu