Andy Gray veit ekkert!

Andy Gray á vitleysingspistil vikunnar að mínu mati. Bara tveir gullmolar sem sýna hversu mikið helsti “sérfræðingur” Sky Sports veit um knattspyrnu:

>”They’ve proved they’re a difficult team to beat but they draw too many games to be a threat over a Premiership season – they’ve yet to find the perfect combination between tightness at the back and the attacking verve to break down defences.”

Jafntefli í deildinni í fyrra: Man U – 8, Arsenal – 7, Liverpool – 7. Og Samt eru Arsenal og Man U líklegri til að keppa um titilinn af því að Liverpool gera of mörg jafntefli? Pffft!

>”It’s a rare title-challenging side that doesn’t have a 20-goal player, and for Liverpool to expect Steven Gerrard to be that player is a little optimistic I think. He looked jaded this summer and I just can’t see him having that sort of season again.”

Markahæsti maður Chelsea síðustu tvö tímabil: Frank Lampard. Markahæsti framherji þeirra: Didier Drogba, með 12 mörk í deildinni í fyrra (tveimur fleiri en Crouch og þremur fleiri en Cissé). En við eigum samt ekki séns af því að Gerrard er markahæsti leikmaður okkar og við höfum ekki 20-marka framherja? Pfffft!

Ég bara þoli ekki menn sem fá borgaðar fúlgur fjár fyrir að skrifa/segja eitthvað um knattspyrnu sem meikar algjörlega ekki neitt sens! Til hvers er verið að borga svona manni fyrir “sérfræðiálit” ???

7 Comments

  1. Vistaðu þann pistil, gætir notað hann síðar. Ertu ekki með ‘drafts’ möppu í hausnum? 😉

    Gray hefur alltaf farið í taugarnar á mér, bæði af því að hann er Everton-maður og af því að hann veit ekkert, en þessi pistill hans er einfaldlega það vitlausasta sem hann hefur látið frá sér.

    Hann er nú kominn á stall með mönnum á borð við Terry McDermott, Gary Lineker og Alan Hansen sem virðast afskaplega sjaldan segja eitthvað af viti um fótbolta. Af hverju geta ekki allir “sérfræðingar” talað af viti, eins og t.d. Gordon Strachan gerir í nær hvert einasta skipti?

  2. Eg hef alltaf filad Andy Gray gaman ad honum a Sky, en svona fer tegar everton madur er ad kommenta a liverpool…. A bara ekki ad ske.
    (afsakid stafsetninguna er i englandi a ensku lyklabordi, fara ad sja Charlton spila vid Ny Sjalenska landslidid)

  3. [q]?They?ve proved they?re a difficult team to beat but they draw too many games to be a threat over a Premiership season – they?ve yet to find the perfect combination between tightness at the back and the attacking verve to break down defences.?[/q]

    Ég túlka þetta meira á þann veginn að Andy Gray er að reyna að segja að við séum ekki að slútta leikjum vel til að teljast topplið. við spilum ekki vel en náum samt ekki að klára leikina rétt eins og Chelsea gerði en við höfum samt skánað hvað það varðar.

  4. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa gagnrýni á hann Andy Grey.

    Er hann ekki bara að segja það sem liggur í augum uppi. Við höfum á undanförnum árum verið mjög sterkir varnarlega. Aftur á móti höfum við átt í erfiðleikum með að halda boltanum hátt uppi og spila liðinu framarlega á vellinum. Mér hefur alltaf fundist það vera út af því að það skorti hraða í vörnina en Benites leysti það vandamál snilldarlega á síðasta tímabili með því að láta Reina svípa mun meira en Dudek gerði auk þess sem rangstöðutaktíkin var heilt yfir snilldarlega útfærð.

    Svo verð ég að viðurkenna að það er nokkuð til í því hjá Andy að það eru ólíklegir kandídatar í meistara sem eru ekki með 20 marka mann í liðinu.

    Vissulega vona ég að hann hafi rangt fyrir sér og að liðið springi út en þetta er ekki algert rugl hjá honum.

    Áfram Liverpool!

Leikurinn við Maccabi Haifa í Kænugarði?

Mainz 5 – L’pool 0