Rafa: ég vill einn framherja í viðbót!

Rafa tjáði sig í dag um hugsanleg kaup á framherja, og viðurkenndi að hann vill fá einn í viðbót. Gefum karli orðið:

>”I think we still need an extra striker, just in case. I’m happy with the strikers we have but I think we need another and I’m confident we’ll sign one.”

Dirk Kuyt er að koma til Liverpool! Ef eitthvað ætti að sannfæra okkur um það þá eru það þessi orð. Ég meina, af hverju í ósköpunum ætti Rafa að segja svona, algjörlega að óþörfu, og fyrir vikið taka sénsinn á því að líta hálf illa út 1. september næstkomandi ef hann kaupir svo ekki framherja?

Ekki séns. Við þekkjum Rafa og vitum að hann er afar varkár í leikmannakaupum og sérstaklega í umræðum um væntanleg kaup. Að hann skuli af fúsum og frjálsum vilja láta hafa þetta eftir sér segir allt sem ég þarf að vita.

Velkominn til Liverpool, Dirk! 😉

17 Comments

 1. Afhverju ertu svona viss um að það sé Dirk kuyt..?
  Getur ekki vel verið að það sé einhver sem við vitum ekkert um,
  maður spyr sig..

  áfram Liverpool

 2. Agli, ef maður les Echo greinina þá er greinilegt að menn eru aðallega að horfa á Kuyt (sjá [hér](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17504705%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2d%2di%2dwant%2danother%2dstriker-name_page.html)

  >The Anfield boss continues to trail Feyenoord’s Dirk Kuyt, with a fresh approach for the Dutchman imminent.

  >It’s understood Kuyt has made it clear to his club he wants to move to Merseyside, despite interest from Manchester United.

  Semsagt, vill Kuyt og Kuyt vill koma
  *þrátt fyrir* áhuga Man U. Þetta er bara spurning um að liðin komi sér saman um verð. En það getur auðvitað reynst erfitt. Ætli Liverpool sendi ekki annað boð í þessari viku.

 3. Hverning var annars með grikkjann unga Christodopolopopoulpoulpoulpolpulopopoulpoolpuos eða hvað það var nú sem hann heitir. Ætli það hafi verið einhver alvara í þeim pælingum.

 4. Þarf ekkert endilega að vera Kuyt, gæti allt eins verið þessi ungi gríski frá PAOK.

  Ég ætla samt að spá því að Rafa sé við það eða búinn að semja um eins árs lánssamning við Juventus á Trezeguet, með möguleika á kaupum eftir árið. Emerson, Cannavaro, Vieira allir farnir – Ibrahimovic líklega til AC, en Trezeguet hefur lítið sem ekkert verið nefndur til sögunnar.

  Væri frábært að fá þann striker.

 5. >Þarf ekkert endilega að vera Kuyt, gæti allt eins verið þessi ungi gríski frá PAOK.

  Trúið mér, Rafa kemur ekki fram í viðtali í fjölmiðlum og segist vilja kaupa framherja – og endar svo á að kaupa 20 ára gamlan strák, sem er til reynslu hjá klúbbnum og fæst á 200.000 evrur.

 6. Ég túlka ekkert í þessi orð, Kommerat Atli. Rafa er svo varkár að hann gæti verið búinn að semja við allt annan leikmann en “Kæt-tarann” þar sem hann er góður að sniðganga fjölmiðlana.

 7. Ég er alveg til í Kuyt en Trez á láni með hugsanlegum kaupum eftir tímabilið, hljómar ofsalega vel. Það yrði að mínu mati endir á stórgóðum sumarkaupum.

 8. Hvað með stórútsöluna hjá Reak Madrid. Eru ekki Ronaldo og Babtista til sölu?

 9. VIÐ erum með nógu marga og betri sóknarmenn en þennan hollending…..! :blush:

  Látum gott heita og einbeitum okkur að komandi leiktíð, það hefur ekkert upp á sig að fá einn Lélegan frá Hollandi……….. :laugh:

  kv,

 10. Ef Kuyt fæst fyrir 10 millj. eða minna þá er þetta hið besta mál. Ef Feyenoord vilja meiri pening þá mega Newcastle borga 15+ fyrir drenginn og verði þeim að góðu.

  Við erum sem stendur með eftirfarandi framherja:
  Peter Crouch
  Robbie Fowler
  Craig Bellamy
  Florent Sinama Pongolle
  Neil Mellor
  Craig Linfield

  og ef kantmennirnir okkar eru duglegir að þjónusta þessa menn þá skorum við búnka af mörkum.

 11. Þessi framherja sveit sem Aggi telur upp er ekki nógu sterk að mínu mati. Í dag er framlínan veikasti hlekkurinn í annars frábæru liði Liverpool.

  Folwer : Snillingur en samt langt frá því að vera eitthvað í líkingu við þá markamasskínu sem hann var (orðin þyngri og hægari). Auk þess hefur hann ekki heilsu og líkama í 50-60 leiki. Samt gott að vita af honum á bekknum.
  Pongolle: hefur aldrei náð að brjótast út úr því að vera efnilegur og ekki er hann markheppinn (Blackburn 10 leik. 1 mark). Mun því seint verða þessi 20 marka maður. Ekki nógur góður fyrir Liverpool og má fara mín vegna.
  Mellor : Eins og nafnið gefur til kynna þá erum við að tala um algjöran meðalmann. Á heima í 1. deildar liði, ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina hvað þá topplið eins og Liverpool.
  Linfield : Mjög efnilegur en 2-3 ár í að hann brjótist inn í aðalliðið, þ.e. ef hann heldur áfram að bæta sig.
  Crouch : Er fínn sem þriðji maður í sóknina hjá Liverpool en ekki sem sóknarmaður nr. 1 (hann er ekki á því kaliberi). Á meðan Crouch er fyrsti kostur í sóknina þá verðum við ekki meistarar.
  Bellamy :Hefur virkar vel á mann í þeim æfingaleikjum sem búnir eru. Gæti verið hluti af lausninni, en ekki lausnin. Verður vonandi fyrsti sóknarmaður Liverpool síðan tímabilið 2003/2004 til að fara yfir 10 marka múrinn í deildinni (smá kaldhæðni).

  Ég vil meina að við þurfum einhvern alvöru stræker sem væri líklegur til að skora um/yfir 20 mörku í deildinni. Án svoleiðis sóknarmanns munum við ekki vinna deildina í vetur.

 12. Hmm… þessi goðsögn um að nauðsynlegt sé að hafa 20 marka sóknarmann til að vinna deildina er hæpin – markahæsti sóknarmaður Chelsea í fyrra var t.d. Drogba með 12 mörk.
  En ég er engu að síður sammála síðasta ræðumanni með að framlínan sé vissulega þunnskipuð eins og hún er núna. Pongolle, Mellor og Linfield eru tæpast menn til að leiða sóknarlínu toppliðs…

 13. Það sem mér finnst augljósast í þessu máli er það að við þurfum annan framherja, sama hvernig hinir standa sig. Einfaldlega af því að þrír framherjar sem hafa einhverja reynslu af toppbaráttunni er ekki nóg. Við höfum Fowler, Bellamy og Crouch eins og er, en ef einn þeirra meiðist verðum við annað hvort að stilla upp bara einum framherja frá byrjun eða tveimur og hafa þá engan varamann sem er framherji.

  Mér þykir sýnt að Rafa ætlar ekki að nota Pongolle, verð hissa ef hann verður ekki lánaður frá okkur á næstu vikum, og Mellor og Lindfield eru ekkinógugóður/ekkitilbúinn og geta því ekki verið taldir með.

  Við þurfum fjórða framherjann, þó ekki sé nema uppá meiðsli að gera.

 14. Mér finnst Pongolle mjög vanmetinn leikmaður sem ekki hefur fengið næg tækifæri í sinni stöðu. Þegar hann fær tækifæri er hann yfirleitt á hægri kanti eða kemur seint inná í centerinn. Ef hann fær tækifæri og traust þá mun hann springa út.

  Ég er ekki að segja að hann eigi að fá endalaus tækifæri eins og Bruno fékk hér um árið heldur eitthvað tækifæri í byrjunarliðinu.

Grasshopper 2 – L’pool 0

Inn og út í sumar