Grasshopper 2 – L’pool 0

Eins og þið vitið eflaust töpuðu okkar menn í dag í vináttuleik gegn Grasshopper frá Zürich, 2-0.

Þessi leikur skiptir augljóslega engu máli, en er samt sem áður annar tapleikur liðsins í röð í Sviss og það er hreinlega fyndið að fylgjast með spjöllurum víðs vegar á netinu tapa sér í svartsýni yfir slíku.

Til að leggja áherslu á það hversu litlu máli úrslitin skiptu í þessum leik stillti Rafa Benítez upp í 3-4-3 leikkerfi í dag:

Reina

Hobbs – Hyypiä – Paletta

Anderson – Sissoko – Zenden – Riise

Pennant – Bellamy – Gonzalez

**BEKKUR:** Carson, Carragher, Traoré, Kromkamp, Gerrard, Luis García, Crouch.

Allir varamennirnir nema García og Carson komu inná í síðari hálfleik skilst mér, og þótt ég hafi ekki séð leikinn sjálfur skilst mér að liðið hafi virkað töluvert sterkara bara með innkomu Carra, Stevie og Crouchie. En mörkin tvö komu í fyrri hálfleik, fyrst eftir einhvern doða í vörninni og svo eftir slæma baksendingu Gabriel Paletta.

Næsti leikur er á föstudag gegn Mainz 05 og verður hann sýndur beint á Players og víðar.

12 Comments

  1. Eins og réttilega er bent á þá skiptir þessi leikur ekki neinu máli.

    Vörnin virðist fara verða nokkuð solid og veðrur það þegar Carra kemur þar að fullu inn. Þau mörk sem liðið hefur verið að fá á sig hafa komið eftir mjög ódýr varnarmistök ungra óreyndra leikmanna.

    Það sem hefur valdið mér hvað mestum vonbrigðum er hversu bitlaust liðið er sóknarlega, sérstaklega í dag þar sem Sissoko og Zenden voru á tilþrifalitlir miðjunni. Ekki bætti að Pennant og Riise hreinlega sáust ekki. Hræddur um að framlínan eigi eftir að verða vandamál til að byrja með í vetur.
    Tel að 20 marka maðurinn sé ekki enn fundinn. Crouch er einfaldlega miðlungsleikmaður með 5-10 mörk per season, Bellamy er flottur með miklum markaskorara skorar venjulega ekki mikið meira en 10 mörk. Fowler er snillingur en hefur verið óheppinn með meiðsl og því ekki hægt að treysta eingöngu á hann. Mikið atriði fyrir Liverpool að hafa mann sem skorar reglulega líkt og Chelsea, Man U og Arsenal hafa haft í gegnum tíðina.

    Niðurstaðan: Menn eru greinilega mjög þungir enda sem er eðlilegt þar sem að æfingaálagið er eflaust mikið þessa daganna og mikið um erfiðar æfingar. Hópurinn er fyrst allur að koma saman núna eftir að HM leikmennirnir komu inní hópinn þannig að það mun taka einhvern tíma hrista gengið saman.

  2. Getið þið félagar útskýrt fyrir mér af hverju í ósköpunum Rafael Benitez er að taka æfingaleiki ef þeir skipta svo engu máli?

  3. >Getið þið félagar útskýrt fyrir mér af hverju í ósköpunum Rafael Benitez er að taka æfingaleiki ef þeir skipta svo engu máli?

    Ég trúi varla að ég sé að lesa þessa spurningu.

  4. Ég segji nú eins og Einar, maður trúir varla að maður lesi svona spurningar.

    En það er kannski full djúpt í árina tekið að segja að æfingaleikir skipti ekki máli, því þeir skipta gríðarlega miklu máli. Það eru hins vegar úrslit þeirra sem skipta litlu sem engu máli 😉

  5. Nei. Þurfum við þess? Ef hann væri hræddastur við Arsenal hefði hann sagst hafa meiri áhyggjur af okkur og United en þeim. Hann talar vísvitandi um það hvað Arsenal og United eru góðir, því hann veit að það pirrar Liverpool-menn. Ég ætla því ekki að gera honum það til geðs að fjalla um orð hans.

    Maður fær venjulega feykinóg af Mourinho á veturna, ég sé ekkert að því að hafa sumarfríið frá honum aðeins lengra. 🙂

  6. Verð nú að vera sammála Stefáni í þessu máli og reyndar Benna Jóni í seinna hluta svarsins. Þó að menn séu að hrista sig saman og prófa nýjar uppstillingar þá er finnst mér rugl að segja að æfingaleikirnir skipti engu máli. Ég trúi varla Einari Erni (sem ég er nú sammála í flest öllu) að honum sé alveg sama um þessa æfingaleiki. Þeir skipta kannski ekki gríðarlegu máli en heldur ekki engu máli – mestu máli skiptir að liðið virki þegar út í alvöruna er komið. Vilja menn samt ekki að liðið komi vel undirbúið til leiks, hafi spilað vel og unnið heldur en að spila jafnvel illa og tapa leikjum? Er ekki betra að nýjar uppstillingar séu að virka vel heldur en öfugt?

  7. Einar einhverju hljóta þessir leikir að skipta ef þetta er “æfing”, ekki satt?

    Annars svaraði Biggun því sem ég ætlaði að svara.

  8. ég held að Einar hafi ekki verið að meina að leikirnir sem slíkir skipti engu máli…
    það skipti bara engu máli hvernig leikirnir færu…

  9. Strákar, það var ég sem skrifaði þessa grein, ekki Einar Örn. Ekki gagnrýna vitlausan mann. 😉

    Eins og Einar sagði samt í ummælum sínum, þá er hálf ótrúlegt að maður þurfi að fara að útskýra þessi ummæli í greininni. En ég þarf þess greinilega:

    Þegar ég sagði “skiptir engu máli” í greininni þá átti ég augljóslega við úrslitin. Ef úrslit leiksins hefðu verið aðalmálið, ef það hefði verið mikilvægast umfram allt að vinna leikinn, hefði Rafa einfaldlega stillt upp 4-5-1-kerfinu sínu með sinn sterkasta mannskap og klárað þennan leik svona 2-0 eða 3-0. En æfingaleikir ganga út á miklu meira en það að vinna leikinn, og því verður stundum jafnvel að fórna úrslitum leiksins til að geta fengið nokkrum punktum áorkað, til dæmis:

    1. Að leyfa nýjum leikmönnum liðsins að kynnast samherjum sínum, venjast því að spila saman.
    2. Að leyfa útlendingum að byrja að aðlagast enskum fótbolta.
    3. Að leggja upp með ákveðnar áherslur varðandi leikskipulag og skipanir til ákveðinna leikmanna.
    4. Að leyfa mönnum að spila sig í form eftir sumarfrí.

    Þetta eru bara nokkrir punktar en þeir voru allir til staðar í gær. Bellamy og Pennant eru að kynnast nýjum liðsfélögum sínum og leikstíl Rafa, auk Paletta og Gonzalez sem eru einnig útlendingar og þurfa að aðlagast lífi enskra knattspyrnumanna. Þá stillti karlinn upp 3-4-3 með Hyypiä og tveimur óreyndum kjúklingum í vörninni, þannig að það að við skyldum fá á okkur tvö mörk ætti ekki að hafa komið Rafa á óvart. Og allir leikmennirnir sem léku í gær voru að spila sig í leikform.

    Ég myndi frekar vilja sjá menn vera að samstilla sig – og um leið gera “byrjunarmistökin” – í æfingaleik gegn Grasshopper heldur en gegn Maccabi Haifa í næstu viku, í Meistaradeildinni. Þá ríður á að það sé búið að spila liðið í form, kynna nýju leikmennina fyrir samherjum sínum og enskri knattspyrnu og leggja allar réttu áherslurnar á spilamennskuna. Þá þarf að stilla upp sterku liði sem gerir engin mistök og vinnur leikinn.

    Orðum það svona: ef Paletta, Pennant, Bellamy, Gonzalez og jafnvel unglingarnir Hobbs og Anderson þurfa að spila gegn Maccabi Haifa, og svo nokkrum dögum síðar gegn Chelsea, þá munið þið strax sjá hvað þeir hafa grætt á því að hafa spilað – og gert mistök – gegn liðum eins og Crewe, Wrexham, Grasshopper og Mainz. Þannig er þetta bara. Enginn verður óbarinn biskup.

    Er þetta núna vonandi komið á hreint?

  10. Án þess að fara út í neinar hártoganir hér þá fannst mér og greinilega öðrum að þetta hafi nú ekki verið alveg nógu augljóst það sem þú sagðir. Líka er nú óþarfi að tala smá niður til manns með því að segja að það sé “hálf ótrúlegt að maður þurfi að útskýra þessi ummæli í greininni”. Mér finnst mikill munur hvort þú talir um að leikurinn skipti engu máli eða hvort úrslitin skipti engu máli. Þegar þú útskýrir málið kemur alveg í ljós að úrslitin skipti ekki máli heldur kannski frekar hvernig liðið er að spila sig saman. Svo í lokin var ég að vitna til svars Einars Arnar í ummælum 3 en það átti náttúrulega líka við greinina sem slíka. Erum a.m.k. líklega sammála um Liverpool á að standa sig sem best í öllum leikjum, eru annars ekki liðin sem við erum að spila á móti líka á undirbúningstímabilinu?
    Vitiði annars eitthvað um næstu æfingaleiki og hvort hægt er að sjá þá? Er reyndar á Akureyri.

Tomkins og tölfræðin

Rafa: ég vill einn framherja í viðbót!