Carrick

Fyrir þau, sem eru ósátt við það hvernig sumarið hefur gengið í leikmannamálum, spáið þá í eftirfarandi: Manchester United voru að selja sinn besta markaskorara (nota bene, þeir eru enn með besta framherjann sinn).

Um sömu helgi [kaupa þeir Michael Carrick](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1834071,00.html), sem fyrir tveimur árum kostaði minna en þrjár milljónir punda (sjá líka [hérna](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1834146,00.html))

Fyrir Carrick borga Man U 18,6 milljónir punda.

Það, dömur mínar og herrar er meira heldur en Liverpool borgaði fyrir eftirfarandi menn samtals:

Momo Sissoko
Xabi Alonso
Bolo Zenden
Steven Gerrard

Semsagt, Michael Carrick kostar meira en öll miðjan okkar. Ef við höldum áfram með þessa líkingu þá kostaði Wayne Rooney meira en allir sóknarmenn Liverpool og Rio Ferdinand kostaði meira en öll varnarlína Liverpool. Þrátt fyrir þessar staðreyndir haldiði að margir Liverpool aðdáendur myndu vilja skipta á byrjunarliði Liverpool og Man U?

Ég held ekki.

21 Comments

  1. Stevie G er náttúrulega ekki keyptur til félagsins þannig að það er kannski ekki sanngjarnt að hafa hann í þessum hópi manna. En þetta er skondinn samanburður engu að síður. 😯

  2. Já, ég vissi ekki hvort ég ætti að hafa hann með þarna.

    En Xabi+Momo+Zenden á minni pening en Carrick er samt magnað.

  3. Mér finnst hreinlega ótrúlegt að menn hafi ætlað að væla yfir of háu verði á Jermaine Pennant. Hann er enskur og því kraftaverk að hafa fengið hann á aðeins 6.8m punda. Ég meina, pælið í staðreyndunum:

    1. Pennant var keyptur til Birmingham í fyrra, frá Arsenal sem er toppklúbbur. Hann skrifaði undir fimm ára samning og kostaði þá 3,5m punda. Ári síðar fer hann til Liverpool fyrir 6,8m punda, en Arsenal fær 25% þeirrar upphæðar sem var ástæðan fyrir því að Birmingham vildu fá svona “mikið” fyrir hann.

    2. Carrick var keyptur til Tottenham fyrir tveimur árum, frá West Ham sem voru í neðri deild. Hann skrifaði undir fimm ára samning og kostaði þá 2,75m punda. Tveimur árum síðar fer hann til Man U fyrir 18,6m punda, sem þýðir að Tottenham nánast sjöfölduðu það verð sem þeir borguðu fyrir hann fyrir tveimur árum.

    Nánast það eina sem gæti réttlætt verðmuninn á þessum tveimur leikmönnum er það að Carrick hefur spilað nokkra landsleiki, en jafnvel það er ekki nógu góð útskýring.

    Á endanum kemst maður bara að einni niðurstöðu: United-menn voru (og eru enn) algjörlega desperate að kaupa bara einhvern, og Tottenham nýttu sér það. Ef ég væri United-maður núna, horfandi á eftir Ruud Van Nistelrooy plús fimm milljónir til að fá Michael Carrick í staðinn, væri ég brjálaður!!!

    En ég er ekki United-maður, þannig að mér líður bara vel með þetta allt saman. 🙂

  4. Rooney, kostaði meira en öll framherjalína Liverpool, en hann líka miklu betri en öll framherjalína Liverpool eins og hún leggur sig.

    Gef ykkur það samt að þetta eru skemmtilegar pælingar, og það er náttúrulega algjört rugl að borga 18m punda fyrir Michael Carrick.

    Tek líka sem dæmi að Scott Parker, sem er ekki síðri leikmaður en Carrick, fór ef ég man rétt á 6-7 milljónir þegar Chelsea seldi hann í fyrra, sem sýnir hversu desperate Man Utd hafa verið.

    P.S. Ekki má samt gleyma því að Man Utd fengu 12m fyrir John Obi Mikel, sem hefur hugsanlega komið einu sinni til Man Utd á trial, þannig að þeir eru enn í gróða eftir félagaskipti sumarsins.

  5. Hérna er mögnuð grein um ástandið hjá Man U þessa dagana.

    [Shredding his legacy at every turn](http://football.guardian.co.uk/comment/story/0,,1827876,00.html)

    >Rooney, kostaði meira en öll framherjalína Liverpool, en hann líka miklu betri en öll framherjalína Liverpool eins og hún leggur sig.

    Aha. Við skulum sjá hverjir skora fleiri mörk: Fowler/Crouch/Bellamy/? eða Rooney/Saha/Smith/Solskjaer.

  6. Það sem mér finnst heimskulegast í þessu er að Tottenham skuli selja Carrick. Þetta eru vond skilaboð út á við og inná við hjá Tottenham. Að selja einn af lykilmönnum sínum, enskur sem og ungur. Og það að selja hann til liðs sem þeir eru að vonast til að keppa við um sæti í Meistaradeildinni og jafnvel um titilinn…

    Persónulega er ég ánægður með þetta því ég var farinn að hræðast Tottenham meira en Man U í vetur.

  7. Parker seldur á 6 milljónir frá Chelsea til Newcastle sumarið 2005.
    Duff seldur á 5 milljónir frá Chelsea til Newcastle sumarið 2006.

    Er það bara ég eða finnst einhverjum öðrum að Chelsea sé að selja leikmenn undir kostnaðarverði til Newcastle á hverju ári?

    Tæpar 19 milljónir punda fyrir Carrick. Það hljómar fáránlega en verðum við ekki að bíða og sjá hvers hann er megnugur? Þetta breytir því ekki að Man Utd þarf að bæta við hópinn ætli þeir sér að eiga séns í Chelsea.

    Ég held að Spurs hafi nú ekki átt neitt val hvað Carrick varðar. Hann virtist vilja fara og hvað eiga menn þá að gera? Spurs gerðu það rétta í stöðunni og létu Man Utd borga tvöfalt fyrir leikmanninn. Húrra fyrir Spurs 🙂

  8. Gummi H sagði:

    “Tæpar 19 milljónir punda fyrir Carrick. Það hljómar fáránlega en verðum við ekki að bíða og sjá hvers hann er megnugur?”

    Nítján milljónir punda fyrir Michael Carrick. Tíu milljónir punda fyrir Xabi Alonso. Samkvæmt þinni lógík þarf Carrick að vera næstum því tvöfalt betri miðjumaður en Xabi til að réttlæta verðmiðann sinn.

    Líklegt? Ég held nú síður.

  9. Fyrir utan okkar ástkæra Liverpool þá þykir mér Tottenham liðið afar spennandi lið og hafa þeir fjárfest undanfarið ár í ungum og góðum leikmönnum. Kæmi mér ekki á óvart að þeir kæmust í CL eftir tímabilið en ekki Man U .

    Þá er Carrick að detta í Owen pakkann…

  10. Spurs fengu Zokora, sem er a.m.k. á svipuðu kaliberi og Carrick – en miklu ódýrar, þannig að þeir eru jafnsterkir og með meiri pening til að bæta sig.

  11. Ég er alveg sammála þér Kristján. Þegar við berum saman þessa tvo leikmenn þá er auðvitað ekki spurning hvorn þeirra ég vil sjá í mínu liði.

    Ég er engan veginn að reyna að réttlæta þessa ákvörðun Ferguson, enda síður en svo í mínum verkahring. En Ferguson sér eitthvað í honum sem hann er tilbúinn að borga háar fúlgur fyrir. Eitthvað sá hann líka í Veron á sínum tíma sem enginn annar sá. Vonandi verður niðurstaðan varðandi Carrick sú sama.

    Þetta sýnir bara að við ættum að geta selt Xabi á 30 milljónir en auðvitað höfum við engan áhuga á því!

  12. Aha. Við skulum sjá hverjir skora fleiri mörk: Fowler/Crouch/Bellamy/? eða Rooney/Saha/Smith/Solskjaer.

    Jájá, mörk skoruð eða ekki, þá er Wayne Rooney einfaldlega bara of fáránlega góður. Ég reyni nú eftir mesta megni að styðja Liverpool, en samt sem áður væri ég til í að skipta á allri framlínu okkar Liverpool manna og Wayne Rooney. Maðurinn er þyngdar sinnar virði í gulli, og spilar eftir því.

    …þá kostaði Wayne Rooney meira en allir sóknarmenn Liverpool

    Þetta er rangt!

    Cisse er enn leikmaður Liverpool: 14,5m
    Crouch: 7m
    Flo-Po og Le Tallec: 3m
    Bellamy: 6m. Skv. mínum útreikningum gera þetta 30,5 milljónir punda sem er meira en Wayne Rooney kostaði 🙂

    Þótt það sé leiðinlegt að segja það líka, en þá virðist Ferguson altaf vita hvað hann er að gera, þrátt fyrir þetta skap sitt. Selur Beckham til Real Madrid á sínum tíma sem hefur alls ekki verið jafngóður síðan. Núna virðist hann hafa þurft að velja á milli Nistelrooy eða C.Ronaldo til að hafa í liðinu. C.Ronaldo, kornungur, verður betri með hverju árinu, á meðan Nistelrooy er núna þrítugur og á ekki nema örfá ár eftir í boltanum. Spurning um að velja og hafna.

  13. Verðið er 14m út, 2m eftir 100 United leiki, og 2m eftir 30 landsleiki. (man ekki hver 0,6 detta, held 14,6)

    Þetta er dýrt en ef Carrick spilar 100 leiki fyrir okkur og 30 landsleiki, þá er a.m.k. ekki hægt að segja að hann hafi staðið sig illa.

    Verð að segja að ég myndi aldrei vilja sjá Bellamy spila í mínu liði og helst ekki Pennant. En þetta kemur allt í ljós.

  14. >Cisse er enn leikmaður Liverpool: 14,5m Crouch: 7m Flo-Po og Le Tallec: 3m Bellamy: 6m. Skv. mínum útreikningum gera þetta 30,5 milljónir punda sem er meira en Wayne Rooney kostaði

    Æi, það er bara útúrsnúningur að setja Cisse þarna inn. Hann er svo gott sem seldur.

    >Þótt það sé leiðinlegt að segja það líka, en þá virðist Ferguson altaf vita hvað hann er að gera

    Já, er það virkilega? Var það gáfulegt að selja Staam og fá Laurent Blanc í staðinn? Beckham hefur kannski ekki verið jafngóður hjá Madrid en áður, en það þarf enginn að segja mér að Man U hefði ekki verið með betra lið ef hann hefði verið áfram.

    Plús árangur hans við kaup á miðjumönnum, dálæti hans á mönnum einsog Fletcher og Richardson, markvarðaruglið allt og svo framvegis og framvegis. Spurðu bara Man U stuðningsmenn hvort þeir séu ánægðir með Demento.

    >Verð að segja að ég myndi aldrei vilja sjá Bellamy spila í mínu liði og helst ekki Pennant. En þetta kemur allt í ljós.

    Þetta er hart komandi frá stuðningsmanni sama liðs og gerði að fyrirliða mann, sem viljandi fótbraut annan mann í leik og sem dýrka mann sem sparkaði í áhorfanda.

  15. Smá leiðrétting: Ekki fótbrot, alveg.

    En það er alltaf “He may be a bastard, but he’s our bastard”. Bellamy hins vegar virðist laginn við að koma ósætti af stað innan liða sinna. Það er verra.

  16. Björn Friðgeir, Phil Neville :rolleyes: á um 50 landleiki, svo það að spila nokkra landsleiki fyrir England er ekkert svo mikið afrek. Þá sérstaklega hjá manni sem spilar í einu af toppliðunum.

  17. Ég verð að segja að mér finnst þetta skrítinn samanburður. Mér finnst nú Carrick ekki besti leikmaðurinn í heiminum en hann er enskur og með tærnar í byrjunarliðinu hjá Enska landsliðinu. Enskir leikmenn eru einfaldlega miklu dýrari en aðrir það er nú bara staðreynd.

    Áður en við förum að gagnrýna innkaupastefnuna hjá manu þá held ég að við ættum að byrja á því að vera fyrir ofan þá í deildinni. Þó að Ferdinand og Rooney hafi kostað mikið þá eru þeir líka að skila liðinu í toppsæti ár eftir ár.

    Þeir hjá manu virðast líka átta sig á því að því miður þá eru góðir leikmenn líklegri til að ná árangri en slakari …. og góðir leikmenn kosta bara helv. oft mikla peninga.

    Áfram Liverpool!

  18. Aggi, auðvitað er leiðinlegt fyrir Tottenham menn að selja Carrick, en það er einfaldlega orðið þannig í dag að leikmenn hafa það mikil völd að þeir hreinlega ákveða sín örlög sjálfir. Hann vildi fara, og þá var aldrei neitt annað í stöðunni.

    Það jákvæða við þetta allt saman var hins vegar að gríðarlega góð fjárhagsstaða Tottenham, sem og það að plan-b var þegar til staðar, gerði það að verkum að Jol, Levy og Commolli gátu dundað sér við að fá sem flesta aura af yfirdrættinum hjá Glazerunum.

    Er síðan ekki bara við hæfi að vísa í Ewing-kenninguna, sem ég veit að eigendur þessarar síðu halda mjög á lofti? Ég er allavega mjög spenntur fyrir næsta tímabili 😉

  19. Nei, Carrick er ekki búinn að vera nógu lengi til að kenningin eigi við um hann.

    Betri sönnun væri til dæmis að Newcastle myndu allt í einu geta eitthvað núna þegar að Shearer er hættur. En ég sé það ekki alveg gerast. :confused:

  20. þetta sýnir þó eitt…… menn hjá man.utd. eru tilbúnir í það að eyða aur í alvöru menn sem sannanlega eru búnir að sanna sig hjá “alvöru” liðum (Einar Örn: “alvöru” :wink:)

    Málið er það að ef að man.utd. eru virkilega á höttunum á eftir manni í lið sitt þá kaupa þeir hann sama hvað hann kostar…. hvað gerir LIVERPOOL…. þeir prútta….!

    Sama hvernig mótmælendur réttlæta þetta þá er þetta alltaf þannig að ef þú vilt einhvern í lið þitt þá borgar þú uppsett verð eða snýrð þér eitthvað annað……

    Komment,… Einar Örn ! 😉

Tvær vikur í tímabilið

Atvinna