Atvinna

Við á Serrano erum að leita okkur að starfsfólki í afgreiðslu í vetur. Þetta er semsagt dagvinna. Vaktaálag er sveigjanlegt og laun eru góð.

Ef þið hafið áhuga, eða vitið um einhvern, sem hefur áhuga – endilega sendið mér póst á einarorn@gmail.com – eða hafið samband uppá stað í síma 551-1754.

Smellið á auglýsinguna til að sjá stærri útgáfu

11 Comments

 1. KEMUR ÞETTA LIVERPOOL EÐA FÓTBOLTA EITTHVAÐ VIÐ.

  HVERNIG VÆRI AÐ HALDA SMÁ SJÁLFSVIRÐINGU.

  Á að fara að selja auglýsingar á síðuna eða búa til klámsíðulinka ?

  í alvöru talað.

 2. Kæri gamli maður.

  Sem dyggur lesandi þessarar síðu í nokkur ár hef ég tekið eftir þér mjög nýlega og þá yfirleitt í dónalegum tón gagnvart því sem aðrir hafa að segja .

  Þér til upplýsingar þá skilst mér að eigandi þessarar síðu, einn eða fleirri, séu viðriðnir rekstur þessarar staðar og því sjálfsagt að þeir auglýsi á henni 1-2 á ári.

  Þar að auki má benda þér á að þessari síðu er haldið uppi og rekin af einkaaðilum sem fá ekki greitt fyrir það og ég ásamt líklega mjög mörgum öðrum er mjög þakklátur fyrir það sem þeir gera í sínum frítíma eða vinnu að koma með nýjar fréttir fyrir lesendur síðunnar. Þar að auki eru þeir ekki skyldugir til að gera neitt annað en þeim sýnist við þessa síðu.

  Getur þú nefnt mér aðra síðu sem fjallar um málefni Liverpool FC á betri hátt hér á landi?

  Held að þú ættir að halda þig annars staðar á “veraldarvefnum” en á þessari síðu.

  Áfram Liverpool og Liverpool bloggið.

 3. Já og við þetta má bæta að þetta er besti skyndibitastaður á landinu 🙂 Mér fannst það áður en ég kynntist Einari og dreg ekkert af því… stórkostlegur staður.

 4. greinilegt að sumir vilja bara Liverpool menn í vinnu…. 🙂 sem reyndar er mjög skynsamlegt þar sem þar er á ferð fólk með afbragðs góða dómgreind og mikkla hæfileika!

 5. Gamli, þetta er svo dónalegt hjá þér að ég veit varla hvar ég á að byrja. Kiddi Geir (takk!) svarar þessu þó ágætlega.

  Að þú, sem kemur hérna á hverjum degi og lest ókeypis efni skrifað af áhugamönnum í sjálfboðastarfi skulir leyfa þér að vera með skítkast útí okkur þegar við birtum hérna auglýsingu fyrir fyrirtæki, sem annar stofnendanna (ég) á, er með hreinum ólíkindum.

  Ég hef birt hérna auglýsingar fyrir Serrano svona 10 sinnum frá því að síðan opnaði. Á sama tíma höfum við skrifað **1635** færslur um Liverpool. Að þú skulir voga þér að kvarta yfir því að 0,6% af færslunum hérna séu auglýsingar er ótrúlegt.

  Við höfum tekið eftir kommentum þínum, sem verða með hverjum deginum bitrari og leiðinlegri útí aðra lesendur þessarar síðu. Við höfum leyft þér að halda þeim naflausum vegna þess að í upphafi hafðirðu oft skemmtilega hluti til málanna að leggja.

  En ef þú kannt ekki að meta framlag okkar hérna á síðunni og hefur ekkert nema skítkast fram að færa, þá munum við einfaldlega loka fyrir komment frá þér.

 6. Einar! Ég versla yfirleitt við Serrano ef ég fæ mér að borða í höll Mammons. Sáttur við matinn en þú mættir alveg segja stelpunum þínum að vera glaðlegri…

  …svona úr því að það var minnst á Serrano hér á annað borð… 😉

 7. Þetta er til grasasnans sem átti 1 comment….
  Sko þarna “gamli” þetta er bloggsíða ef að þú veist það ekki…. Blogg… blogg skilurðu… þú ert ekki í áskrift á þessari síðu, semsagt þú borgar ekki fyrir að lesa hana, sem veitir þér ekki rétt á að drulla yfir stjórnendur þessarar frábæru síðu sem eru að vinna þetta í frítímanum sínum og fá ekkert greitt fyrir það. Þeir mega skrifa það sem að þeir vilja. Ferðu oft á mbl.is og drullar yfir fréttir þar eða hvað, bara spyr. Mér væri slétt sama þótt að önnur hver frétt væri auglýsing. Og að koma undir nafnleynd er sko lowest of the lowest. En þú hefur sennilega ekki tíma til að lesa þetta blogg um næstu mánaðarmót því að skólinn er að byrja hjá þér kallinn… vertu svo kominn inn fyrir tíu annars tekur löggan þig og rassskellir þig…

 8. Tek undir með síðustu ræðumönnum. Þessi síða er frábært framtak og ef manni vantar vinnu eða veit um einhvern þá les maður auglýsinguna en annars ekki. Svo einfalt er það 😉
  Látið ekki svona comment skemma fyrir og haldið þessu frábæra starfi áfram !

 9. Fyrstu komment eru viðeigandi …. er næsta auglýsing …. Trukkabílstjóra vantar í Hagkaup !

  Varðandi önnur komment…. Geta menn ekki tekið gagnrýni á síðuna án þess að það virðist sprengjuáras á Palestínu ! ! ! :confused:

  Skiptir mig engu máli hvort að þetta sé keypt eða ókeypis… 😉

 10. Það ætti nú að vera auðvelt fyrir okkur að sleppa því að lesa einhverja auglýsingu ef við viljum.

  Það sem skiptir öllu máli hérna er að bloggararnir eru að blogga fyrir okkur (í sínum tíma) og við njótum góðs af. Það að það komi ein eða tvær auglýsingar frá þeim á ári dregur ekkert úr gildi síðunnar og finnst mér það frekar dónalegt og frekt af þeim sem eru að kvarta yfir því.

Carrick

Tomkins og tölfræðin