Liverpool – FC Kaiserslautern 2-3

Í gær lék Liverpool við Kaiserslautern frá Þýskalandi í Liechtenstein og endaði leikurinn með 2-3 tapi. Í hálfleik var staðan jöfn 0-0 og þótti sá hálfleikur afar daufur. Mörkin fyrir okkur skoruðu þeir Luis Garcia og Craig Bellamy í síðari hálfliek. Bæði liðin spiluðu vel í þeim síðari og komst Liverpool 2-1 yfir í leiknum en á síðstu 20 mín. þá skoraði Ziemer tvisvar fyrir Kaiserslautern og þar við sat. Leiksins verður þó helst minnst fyrir það að Reina kom inná sem varamaður í seinni hálfleik [sem miðjumaður](http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=374629&cc=5739) og já og stóð sig bara ágætlega skv. netmiðlum.

Svona var byrjunarliðið:

Dudek

Peltier – Paletta – Hyypia – Traore

Anderson – Hobbs – Zenden – Gonzalez

Bellamy – Fowler

Varamenn: Reina, Finnan, Riise, Aurelio, Pennant, Sissoko.

Rafa var sjálfur [þokkalega ánægður með leikinn](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153026060729-1847.htm) og bakkaði unga Hobbs upp þrátt fyrir mistökin hans.

“I always say to a player when you make a mistake you have to work harder and make up for it in the next game. I will comfort Jack as he is a young boy who will learn from this.”

Þar sem ég sá ekki sjálfur leikinn þá er hérna leikskýrsla frá [Independent Online.](http://sport.independent.co.uk/football/premiership/article1204470.ece)

Luis Garcia og Fabio Aurelio munu hafa [meiðst í leiknum](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=406489&CPID=8&title=Injury+worries+for+Reds&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=14), Garcia í hnakkanum og Aurelio í kálfanum. Það er talið að meiðsli brassans séu alvarlegri.

“Luis had a problem with his neck and we decided the best thing would be to take him off. Fabio felt something in his calf and I think it’s a more serious problem than Luis.”

Næstir leikur er gegn Grasshopper á Stadium Hardturm í Zürich á þriðjudaginn kemur.

4 Comments

 1. Þessi leikur var nú frekar slappur en maður mun líklega seint gleyma honum vegna ótrúlegrar framistöðu Jack Hobbs. Ef menn halda að Traore sé slappur þá skora ég á menn að horfa á þennan pilt hann átti öll mörkin skuldlaust. Veit að hann er ungur og allt það en þetta sprengdi allan þjófabálk, þessi leikmaður getur snúið sér að einh öðru strax.

 2. Þessi leikur var nú ekki upp á marga fiska og ekki bætti úr skák vægast sagt skelfileg útsending á leiknum, einungis ein myndavél.

  Ég gæti trúað því að Jack Hoobs vilji gleyma þessum leik sem fyrst, hann átti sök á tveimur fyrstu mörkunum alveg skuldlaust, en í þriðja markinu áttu hann og Dudek að gera betur. Eins og lýsendurnir komu inn á þá vantaði meiri ákveðni í úthlaupið hjá Dudek í því marki, ég er sannfærður um að Reina hefði tekið þann bolta.

  Fyrri hálfleikur var daufur og lítið um tilþrif. Eina sem gladdi augað í þeim hálfleik var góður leikur Paletta og Peltier í vörninni, einnig virkaði Zenden sprækur á miðjunni.

  Síðari hálfleikur var mun líflegri enda komu 5 mörk í honum. Í rauninni breittist leikurinn með innkomu Garcia, hann byrjaði á því að leggja snildarlega upp mark fyrir Bellamy (þar sem hann þvældi þrjá varnarmenn áður en stoðsendingin kom) og síðan skoraði hann annað markið. Í þessum hálfleik virkaði Bellamy mjög góður, hann var stanslaust á ferðinni og gerði varnarmönnum mjög erfitt fyrir. Eins átti Sissoko góða innkomu, þvílíkur slátrari, hann er á við tvo þarna á miðjunni. Svo átti Pennant nokkra góða spretti.

  Pennant var í raun eini kantmaður liðsins sem gat eitthvað í þessu leik, Gonzalez, Anderson og Aurelio gerðu lítið. Eins virkaði Folwer ekki í nógu góðu formi (enda er Benites búinn að tala um að þeir séu að vinna í þvi að bæta það).

  Hvernig er þetta með fransbrauðs drenginn hann Agger er hann alltaf meiddur, mér skilst að hann hafi ekkert spilað í þeim æfingarleikum sem búnir eru. Veit einhver hvað veldur því?

 3. Já, ekki spurning Bjarni. Þessi ungi og efnilegi leikmaður, sem spilaði svo vel á síðastatímabili, er greinilega alveg vonlaus. Meina, að hann skuli gera þrenn mistök í æfingaleik er dauðadómur og af sjálfsögðu á ekkert að reyna standa við bakið á honum. Hengja hann upp í hæsta tré og það strax!!! :rolleyes:

  …come on

 4. Ég var að koma í bæinn eftir bústaðaferð og missti af leiknum. Hef ekkert séð/lesið um hann ennþá annað en það sem stendur hér að ofan, en ég get ekki ímyndað mér að mistök Hobbs hafi verið jafn heimskuleg og ummæli Bjarna hér að ofan.

  Seljum Bjarna, höldum Hobbs segi ég!

Fowler “mentor” fyrir nýju leikmennina.

Tvær vikur í tímabilið