Liverpool til Ísrael (uppfært)

Jæja, þá er búið að draga í undankeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool [dróst gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/5216142.stm). Varðandi öryggismálin, þá segja UEFA menn þetta:

>Uefa insists they will not put Liverpool players, fans and officials of Liverpool at risk as they face the prospect of travelling to the troubled Middle East. Official Rob Faulkner explained: “We’ve asked the Israel FA and relevant authorities to give us assurances concerning safety.”

>Faulkner explained that the Israeli FA had been asked to look at alternative venues, should the game be played outside the country. He said: “We all see the news and have serious concerns – and the situation is changing daily. But this is the right way to do it and we’re asking the right people.

>”We’ll be in discussions with both clubs but the key is the safety of players, fans and officials – and we wouldn’t go ahead if we didn’t have those assurances. “We have played with problems and conflict there before and also played games away from Israel. That is Plan B – a back-up plan.”

Líklegt verður að teljast að útileikurinn verði leikinn utan Ísrael. Drátturinn í heild sinni er svona:

Sheriff Tiraspol/Spartak Moscow v Liberec
Shakhtar Donetsk v FH Hafnarfjordur/Legia Warsaw
FC Zurich/SV Red Bull Salzburg v Valencia
Levski Sofia/Sioni Bolnisi v Chievo
Hearts/Siroki Brijeg v AEK Athens
CSKA Moscow v Djurgardens IF/SCP Ruzomberok
AC Milan v Cork/Crvena Zvezda
Galatasaray v Mlada Boleslav/Valerenga
Standard Liege v HIT Gorica/Steaua Bucuresti
Austria Magna v Benfica
FK Ekranas/Dinamo Zagreb v Arsenal
FC Copenhagen/MyPa v Ajax
Hamburg v Osasuna
FK Metalurgs/Dynamo Kiev v Fenerbahce/B36 Torshavn
**Liverpool** v Maccabi Haifa
Lille v Debrecen/Rabotnicki Kometal


**Uppfært (EÖE):** Rafa segir að það komi [ekki til greina](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153015060728-1508.htm) að Liverpool spili í Ísrael.

9 Comments

 1. Veit einhver hversu sterkt þetta er lið er, eigum við ekki að vera öryggir með þetta…mig langar rosalega mikið að segja mitt álit á Ísrael hérna en þetta er víst Liverpool síða og Ísrealar koma sem betur fer Liverpool ekkert við svo ég þegi.

  áfram Liverpool

 2. Hér er ég absolút sammála Benitez, fyrir utan að það er fáránlegt að Ísrael sé með í Evrópukeppnum, en það er önnur saga.

 3. Algjörlega sammála Benitez hérna – miðað við hvernig ástandið er í dag. Í svona tilfellum finnst mér UEFA ekki eiga að þurfa að hugsa, heldur framkvæma og hreinlega segja að ekki verði leikið í Ísrael! Það eru líka margir hlutir sem maður vill segja um Ísrael þessa dagana, en á þessum vettvangi er best að sleppa því …

 4. Það eru mörg lönd sem teljast til Evrópu þessa dagana – hvaðan var nú liðið sem keppti við FH í forkeppninni í fyrra (held að það hafi verið Kirgistans eða eitthvað álíka)….. Á landakorti hefði frekar mátt keppa við Írani :confused:

  Hins vegar hélt ég að ef lönd væru í stríði þá væru þau sjálfkrafa hent út úr öllum keppnum á vegum alþjóðlegra sambanda….. !

  En ég er sammála Rafa um að fara ekki til Ísraels þessa dagana… Það er bara helber steypa… :rolleyes:

 5. Það á ekki einu sinni að vera til umræðu að fara með liðið til Ísrael. Það er stríð í gangi á þessu svæði og það þarf ekkert að ræða þessi mál neitt frekar! Þess vegna er ég mjög ánægður með Rafa að vera svona afdráttarlaus í sínum ummælum í dag.

 6. Sammála Varginum. Land sem á í stríði á ekki að fá að vera með í Evrópukeppni eða nokkurri alþjóðlegri keppni yfirleitt.

  Þetta gæti samt orðið alvöru viðureign. Er Ronnie nokkur Rosentahl ekki enn að spila?

  Áfram Liverpool!

 7. Bretar, Danir,Pólverjar og kannski einhverjir fleirri eru í stríði í írak og Bretar og Danir í Afganistan.
  Kannski er meira heimavallaöryggi þegar maður er með leiðindi langt heiman af frá sér.

  Annars held ég nú að við hrækjum þessu nú allveg þó að um lúmskann andstæðing sé að ræða og þeir sem vilja sjá útileikinn geti sólað sig á Kýpur.

  Vona bara að þeir umskornu séu ekki með standpínu af þjóðerniskennd vegna ástandsins og verði okkur ekki ennþá erfiðari ljár í þúfu en ella hefði orðið.

  góðar stundir

 8. Ljóst að við förum EKKI til Ísraels en aðalatriðið er að við verðum VERÐUM að vinna þetta lið. Sýnd veiði en ekki gefinn.

Liverpool fær 2 mánaðarfrest.

Warnock mun fá sín tækifæri.