Tvö ungstirni að koma?

Líkt og við greindum frá á þessari síðu [fyrr í vikunni](http://www.kop.is/gamalt/2006/07/24/12.23.53/) þá gæti ungur Grikki verið á leið til félagsins. Sky Sport [fullyrðir að Lazaros Christodoulopoulos](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405723&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+to+snap+up+Greek+ace) sé búinn að skrifa undir 3 ára samning við Liverpool. Hann mun kosta 200.000 evrur sem er ekkert ef drengurinn getur eitthvað þá er þetta lítil upphæð. Spurning hvort eftirnafnið hans kemst fyrir aftan á treyjunni…

Síðan er Liverpool [linkað við ungstirni](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405953&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Brescia+starlet+catches+Reds’+eye) sem er á samning hjá Brescia, Savio Nsereko, sem er 17 ára og er frá Nígeríu. Ég veit ekkert meira um drenginn en Rafa hefur verið duglegur að semja við unga leikmenn allsstaðar frá heiminum.

Ein athugasemd

Kuyt að koma og tveir skrifa undir framleningu.

Benitez talar um Pennant.