Benitez talar um Pennant.

Rafa [segir það ávallt áhættu](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17459742%26method=full%26siteid=50061%26headline=pennant%2ddeal%2da%2d%2dgamble%2d-name_page.html) þegar samið er við nýja leikmenn og það á einnig við um Pennant. Hins vegar er hann ánægður með að hafa fengið sinn mann og ég líka.

“It doesn’t matter who you sign, you must wait and see if it’s successful.”

“Jermaine is a player we’ve liked for some time. He makes a lot of assists,is agood crosser and has a lot of pace. He’s the kind of right winger we’ve been looking for. He also has the advantage of being used to the English style, which means he’ll have no problem adjusting.”

Síðan kemur einn mikilvægur punktur hjá Rafa þegar hann segir þetta:

“We know it’s similar to Craig Bellamy because this is Jermaine’s last opportunity to show he is a good player at a really big club.”

Þrátt fyrir að báðir séu auðvitað stuðningsmenn Liverpool o.s.frv. þá er þetta þeirra síðasti séns að slá virkilega í gegn hjá alvöru félagi. Báðir hafa klikkað á því nú þegar þrátt fyrir ungan aldur og m.a. var Pennant dýrasti táningur Bretlandseyju þegar Arsenal keypti hann frá Millwall.

3 Comments

 1. Búinn að lesa þessi ummæli hjá Benitez og hann færir góð rök fyrir þessum kaupum.
  Verð samt að segja að mér finnst þetta samt of mikill peningur fyrir þennan leikmann sem hefur ekki verið mikið áberandi með liðum eins og Watford, Leeds og Birmingham, nema þá helst utan vallar. Í mínum augum er hann miðlungsleikmaður og fínn backuppari, ég vona þó svo innilega að ég eigi eftir að éta þessi ummæli ofaní mig og hann standi sig frábærlega.
  Benitez hefur nú sýnt það að hann hefur gott auga fyrir leikmönnum og nær því besta útúr hverjum leikmanni.

 2. Vona að stráksi standi sig vel og býst við að þetta verði bara hið besta mál. Hann er lunkinn með boltannn , kann að krossa og samkvæmt guardian sem er nú ekki talið til gulu pressunnar þá fær stráksi 25.000 pund á viku. Sem er ásættanleg laun fyrir klúbbinn

  http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,1831006,00.html?gusrc=rss

  Alves hefði haft um helmingi hærri laun og verið helmingi dýrari í innkaupum. En helmingi betri? Gagnast okkur helmingi betur? Við komumst nú víst aldrei af því.

  Hann gefur klúbbnum auka breidd, og hefur aðra eiginleika en þeir sem fyrir eru.

  Það er hægt og rólega að safnast upp sú upphæð sem við höfum eytt í sumar og þegar( ef) Kuyt kemur , þá er þetta orðin góð summa.
  Er þetta skiljanlegt þar sem rafa tók við erfiðu búi og það má segja að fyrst nú á hans þriðja tímabili sjái maður fram á ásættanlegan hóp hjá kallinum.

  næsta sumar koma síðan eitt til tvö stór nöfn, því að hópurinn verður til staðar og því er hægt að gera upgrade fyrir aurinn.

  góðar stundir

Tvö ungstirni að koma?

Liverpool fær 2 mánaðarfrest.