Jermaine Pennant skrifar undir 4 ára samning

pennant_379_01j.jpg

Jermaine Pennant [er búinn að skrifa undir 4 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/images4/260706_pennant_192_01.jpg)!!!

Það er strax komið inn ágætis [viðtal við Pennant](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152998060726-1737.htm) á Official síðunni, sem allir eiga auðvitað að lesa. En hérna eru nokkrir skemmtilegir punktar. Pennant segir:

>I’m over the moon. I’ve dreamt about this since I was a little boy so to actually be here and to be able to wear a Liverpool shirt and play at Anfield is a dream come true.

>So you’re a Liverpool fan….

>Yes. My family have always supported Liverpool and I grew up watching videos of them on the television. My grandad and grandma came here in the seventies and I think Liverpool must have caught their eyes. The love of the club has spread through the family ever since. I actually got my first Liverpool kit when I was about four years of age. John Barnes was my idol when I first started watching Liverpool but then as I got older I loved Robbie Fowler.

og

>I always wanted to come to Liverpool. This is the only club I would have wanted to sign for. There’s always a doubt in your mind as to whether or not it will happen because you don’t know if the clubs will agree a transfer fee but I just stayed positive and believed it would happen for me. It was only yesterday when I found out the deal was on and that it was going to happen.

>I don’t think it has sunk in yet and it probably won’t until I’m out in Switzerland with the lads training in a Liverpool jersey.

ooooog

>Things didn’t work out for you at Arsenal but you’re now back at a top club. Is this the level where you feel you belong?

>Yes, this is the best club in the country and the best club to be at so if I can’t do it here then I won’t be able to do it anywhere. I’ve still got a long career ahead of me because I’m still young, but hopefully I’ll enjoy all my good times here.

Við bjóðum allavegana vandræðagemsa sumarsins númer 2 velkomin til Liverpool. Ég er sannfærður um að þetta eiga eftir að reynast góð kaup. Gleymum því ekki að Pennant er bara 23 ára gamall og hann er núna kominn til síns uppáhaldsliðs, þar sem hann mun vonandi þroskast mikið sem leikmaður. Ef ég ætti að velja milli Shaun-Wright Phillips á 20 milljónir punda og Jermaine Pennant á 6 milljónir, þá væri ég ekki í erfiðleikum með að velja. Ég spái því að Pennant verði farinn að spila reglulega fyrir enska landsliðið innan tíðar.

Pennant er hálfur Jamaíka búi. Síðasti Jamaíka búinn til að spila fyrir Liverpool var ekki slæmur leikmaður!

19 Comments

 1. ég er svo ánægður með þetta að hálfa væri nóg. Frábær leikmaður, sem hefur átt erfitt uppdráttar utan vallar, en hef fulla trú á honum að hann átti sig á þessu tækifæri, með hjálp Benitez og liðsfélaga. Benitez hefur líklega gert honum það ljóst að hann verði að haga sér eins og maður utan vallar.

  Hægri kanturinn leystur, sem og aðrar stöður á vellinum. Get ekki beðið eftir að seasonið byrji.

 2. úffff,,,,enn einn miðlungsleikmaðurinn og keyptur á 6,7 millj. Hefði verið til í að fá hann fyrir 2-3,5 milljónir en þetta er allt of mikið. :confused: Maður sem hefur verið að spila fyrir Watford, Leeds og Birmingham getur varla talist nægilega sterkur til þess að spila stórt hlutverk í liði eins og Liverpool. T.d. gat Arsenal ekki séð sér fært um að nota af mörgum ástæðum, ekki bara vegna attitude mála eins og maður hefur verið að lesa á spjallsíðum Liverpool manna, þá var hann einfaldlega ekki nægilega góður, sérstaklega þótti honum skorta stöðugleika.

  Jákvæða við þetta allt saman er að við erum komnir með hægri vængmann. Nú er bara að vona að hann haldi sig frá ruglinu, vonum bara að hann og Bellamy verði ekki saman í herbergi á ferðalögum, þá verður væntanlega fjandinn laus.

  Niðurstaða: fínn backuppari,,,en alltof dýr!!

 3. einare, takk fyrir þitt innleg. En má ég spyrja þig að einu: var ekki Steve Finnan bara miðlungsleikmaður hjá slöppu liði þegar við keyptum hann? Hafði Peter Crouch ekki klúðrað málum hjá hverju miðlungsliðinu á fætur öðru? Hafðirðu séð Momo spila þegar hann kom? Vissirðu eitthvað um Mark Gonzalez áður en við vorum orðaðir við hann?

  Nei, bara spyr … :rolleyes:

 4. Þessi kaup eru meira upp á breiddina en nokkuð annað og af þeim sökum er þetta of hátt verð. Hvernig getur mönnum þótt lítið að borga 6,2 millj fyrir Pennant en mikið að að borga 11-12 millj fyrir Simao(miklu betri leikmann).

  Pennant er ekki betri en Gerrard eða Garcia á hægri kantinum, í hvaða útfærslu sem er (Kristján). Eftir alla þessa bið þá erum við að festa kaup á valkosti númer 4-5 í stöðu hægri kantmanns. Hér er smá upprifjun fyrir þá sem eru búnir að gleyma:

  1)Liverpool byrjaði á því að reyna að fá Figo síðasta sumar en hann ákvað að fara til Inter.
  2)Næst buðu þeir í Simoa hjá Benfica, en forráðamenn þess liðs vildu fá allt of hátt verð fyrir hann(að mati Liverpool). Þökk sé Simoa þá náði Benfica að slá LFC svo út úr meistaradeildinni í 16 liða úrslitum (kalhæðni örlaganna).
  3)Nú í sumar var Alves augljóslega valkostur númer 1 hjá Benitez, en liðin náðu ekki saman í verði.
  4)Samkvæmt viðtali við Duff þá vildu Liverpool fá hann, en Newcastle varð því miður fyrir valinu.

  Miðaða við alla þessa bið og þá leikmenn sem reynt hefur verið að kaupa í stöðuna er niðurstaðan vonbrigði(að mínu mati). Það getur vel verið að Pennant hafi átt flesta krossa fyrir markið á síðasta tímabili, en það segir ekki alla söguna. Pennant er skráður með einungis 5 assists í deildinni á síðasta tímabili þrátt fyrir að hafa haft Sutton,Heskey og Forsell (allt góðir skallamenn) til að dæla á inn í teig. Auk þess tók hann nánast allar horn og aukaspyrnur fyrir liðið.

  Einar ég spái því að Pennant verði ekki farinn að spila reglulega fyrir enska landsliðið innan tíðar. Hann er ekki betri en Beckham, Lennon eða Wright Phillips sem eru allir á undan honum inn í enska landsliðið.

 5. Sammála einare varðandi Pennant, hélt nú að menn væru að halda vel um budduna til þess að kaupa leikmann sem mundi bæta 11 manna liðið. Gerrard stóð sig frábærlega í því hlutverki á síðustu leiktíð og ef við spilum 4-4-2 og pennant er á kantinum þá þýðir það að annaðhvort Sissoko eða Alonso sitja á bekknum. Það væri forsvaranlegt ef það væri einh alvöru cannona sem væri að hertaka hægri kantinn. Virkar eins og að Benitez sé dáldið mikið að leita í kössum í kolaportinu af einh sem öllum öðrum hefur yfirsést en borgar samt fullt verð fyrir. Vona að ég hafi rangt fyrir mér varðandi Pennant en finnst það ands súrt að borga 6-8 m fyrir líklega miðlungsleikmann þegar við gátum fengið heimsklassaleikmenn á 10-12 m punda á síðustu 12-18 mánuðum.

 6. >Hvernig getur mönnum þótt lítið að borga 6,2 millj fyrir Pennant en mikið að að borga 11-12 millj fyrir Simao(miklu betri leikmann).

  Til dæmis er Pennant 4 árum yngri en Sabrosa. Hann er einnig enskur og hefur reynsluna af ensku deildinni. Það er plús. Þrátt fyrir að Simao sé 27 ára, þá er hann ekki byrjunarmaður í sínu landsliði.

  > þrátt fyrir að hafa haft Sutton,Heskey og Forsell (allt góðir skallamenn) til að dæla á inn í teig

  Ertu ekki að fíflast? Þetta er án efa eitthvað hræðilegasta úrval af framherjum í ensku deildinni.

  >Einar ég spái því að Pennant verði ekki farinn að spila reglulega fyrir enska landsliðið innan tíðar. Hann er ekki betri en Beckham, Lennon eða Wright Phillips sem eru allir á undan honum inn í enska landsliðið.

  Ok, við skulum sjá til.

  Bjarni, bendi þér á kommentin við síðustu færslu, sérstaklega það sem Kristján Atli skrifar.

 7. Ég bið Pennant velkominn í hópinn en er mjög mótfallinn verðmiðanum á honum (einsog kannski hefur komið í ljós) 😯

  6,2 – 7 millur eftir árangri…….? Verð að setja stórt spurningarmerki við þann verðmiða ????? Það er spurning hvort ekki hafi verið hægt að fá SWP fyrir ca. sama verð miðað við hvað Duff var seldur á frá chels$i…. nei, ég bara spyr :biggrin2:

 8. Einar – gaman að þú skulir minnast á Crouch og Finnan. Eftir því sem ég best veit eru þetta tveir slökustu byrjunarliðsmennirnir að mínu mati. Ég hef reyndar á tilfinningunni að hvorugur verði fasta maður í byrjunarliðinu næsta tímabil. Kromkamp og Bellamy slá þá út (geri ráð fyrir að Fowler verði fyrsti valkostur í tveggja manna framlínu. 😉 )

  Þá tek ég nú undir með Krizza að auðvitað eru þetta vonbrigði sérstaklega eftir að maður hefur skoðað upptalninguna á leikmönnum sem reynt var að fá.

  En voanandi spjarar strákurinn sig.

  Áfram Liverpool!

 9. Hössi, djöfull vissi ég að þú myndir svara þessu. Í fyrsta lagi þá var það ég, Kristján Atli, sem minntist á Crouch og Finnan en ekki Einar. Í öðru lagi, þá eru það ekkert annað en fordómar í þinn garð sem móta skoðanir þínar á þessum tveimur leikmönnum. Crouch var svo augljóslega mikill kostur í framlínunni á síðasta tímabili að það er ekki fyndið, og það að allir hafi séð það nema þú segir meira um þig en alla aðra.

  Það sama gildir um Finnan. Ég veit ekki hvaða íþrótt þú ert að horfa á, en það var ekki betri bakvörður – hvorki hægra né vinstra megin – í Úrvalsdeildinni síðasta tímabil en hann. Ekki einn einasti! Nefndu einn hægri bakvörð sem gæti hentað okkur betur!?!?

 10. Hann þarf væntanlega ekki að spila margar mínútur áður en hann verður orðinn fastamaður í enska landsliðinu 😉

 11. Að segja að Finnan sé einn af slakari mönnum Liverpool er eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt, hann var einn stöðugasti og besti leikmaðurinn á síðasta tímabili. Ekki nóg með að hann hafi verið hluti af einhverrri sterkustu varnarlínu Evrópu heldur var hann líka duglegur að gefa fyrir. Hann var með þeim bestu á síðasta tímabili.

 12. Ég er vel sáttur með þessi kaup og þakka Sevilla fyrir að gefa sig ekki varðandi verðið á Alves. Þarna erum við komin með klassa dreng sem er aðeins 23ja og verður góður með tíð og tíma.

  Samt fyndið að ALLIR sem skrifa undir hjá Liverpool hafa verið Liverpoolaðdáendur. Ef Ryan Giggs hefði komið til LFC hefði hann að sjálsögðu verið Liverpoolaðdáandi alla sína tíð! :biggrin:

 13. >Samt fyndið að ALLIR sem skrifa undir hjá Liverpool hafa verið Liverpoolaðdáendur. Ef Ryan Giggs hefði komið til LFC hefði hann að sjálsögðu verið Liverpoolaðdáandi alla sína tíð! 🙂

  Ég man að í viðtalinu við Crouchy var sérstaklega tekið fram að hann hefði EKKI verið Liverpool aðdáandi þegar hann var lítill. Flestir hinir bresku leikmennirnir virðast vera Liverpool aðdáendur.

  Líka fyndið að bæði Bellamy og Pennant tali um aðdáun sína á Robbie Fowler. Honum hlýtur að líða einsog afa í þessum hópi. 🙂

  >ég gæti nefnt svona 4-6 sem ég myndi skipta út og það bara frá Englandi

  Ekki það að ég nenni í þessa Finnan umræðu, en Hössi – SEX hægri bakverðir, sem eru betri en Finnan! FRÁ ENGLANDI? Ég hlýt að gera ráð fyrir að þú sért að tala um ensku deildina, en ekki England sem þjóðerni.

  En allavegana, gætum við fengið nöfn? Ekki ætlar þú að segja okkur að 14 milljón punda bakvörðurinn hjá Chelsea sé betri en Finnan?

 14. Ég hætti að lesa póstinn hans Hössa þegar hann fór að tala um Finnan. Greinilegt að þarna fer maður sem annað hvort horfir ekki á Liverpool leiki eða veit minna en kartöfla um fótbolta.

  Þíðir lítið strákar að heyja vitsmunastríð við vopnlausan mann :laugh:

 15. Meðan þið rífist um hvort hinn var góður eða var ekki góður en er góður þá endilega kíkið á þetta video.

  Ricky Gervais interviews Peter Crouch and Wayne Rooney

 16. ég er meðvitaður um það að ég er úrillur gamall maður og því þykja mörgum ég leiðinlegur.

  Gott og blessað. Kannski er það aldursbilið eða þig er farið að kvíða fyrir samræmduprófunum,

  EN anskotin hafi það Hössi , maður verður að þekkja sín takmörk og hafa vit á því að halda stundum kjafti.

  Þetta sem þú skrifaðir um Finnan veldur því að ég mun aldrei svara einu né neinu sem þú skrifar í nánustu framtíð og ég býst hjartanlega við því að þú missir ekki svefn við þessa fullyrðingu mína.
  Að sjá ekki að Finnan skilar jafnri framistöðu sem að fáir h-bakverðir í heiminum toppa(enginn i EPL), skilar því sem hann á að skila, varnarlega sem sóknarlega, og stundum GOTT BETUR, …… held ég nenni ekki að þylja upp augljósa hluti.

  EÐA HVAÐ
  En ættirðu ekki að einbeita þér að unglingsárunum ,

  flestir sem lesa þessa síðu voru einu sinni ungir menn og gengu í gegnum ýmiss umbrotatímabil á þeirri leið. slæma húð , sjálfsmynd, og margir hentu í einhverskonar isma, rifu kjaft, en höfðu ekki hugmynd um hvað þeir töluðu. En hefurðu ekki eitthvað betra við tima þinn að gera, ertu í leit að þinni PERSÓNU. Ekki láta það bitna á okkur hinum.

  Hefurðu eitthvað hugsað um stelpur? Það er svo margt sem þér stendur til boða en maður verður að velja og hafna(þekkja sín takmörk). Vonast til að þú takir ráð frá gömlum manni sem hefur gert meira en að míga með honum, og vonast því til að sjá þín næstu skrif sem lesendabréf í Playboy

 17. Einar ert þú fastur í Houllier hugsunarhætti að kaupa unga leikmenn fyrir framtíðina (ekkert hefur komið út úr því). Fyrir mér breitir engu þó Pennant sé 4 árum yngri en Simoa. Simoa er á besta aldri 27 ára og hefði verið mun betri kostur fyrir liðið því gæðamunurinn á þessum leikmönnum er umtalsverður. Einnig vill Benitez hafa fljótandi kantmenn sem færa sig milli kanta og skapa þannig hættu, Simoa smell passar inn í þá formúlu.

  Ástæða þess að Simoa var ekki byrjunarmaður í sínu landsliði er einföld, hann er að keppa við tvo af bestu kantmönnum í heiminum Figo og Ronaldo. Þessir tveir kantmenn eru betri en allir kantmenn sem t.d. Englendingar hafa úr að velja.

  Væri ekki skondið ef Simoa endaði svo eftir allt saman hjá Valencia, við vitum öll afhverju Benitez fór frá þeim (hann fékk ekki að kaupa þá leikmenn sem hann vildi).

  Einar ég vil bara benda þér á það að Sutton er mun betri skallamaður en Crouch, Heskey er svipaður að gæðum, jafnvel líka Forsell. Það sem er sameiginlegt með Heskey og Crouch þegar fyrirgjafir koma inn í teig, er að þeir standa yfirleitt fastir á ákveðnum punkti með varnarmann í sér í stað þess að koma á ferðinni.

  Ég sá þátt um daginn þar sem Koller og Crouch (tveir stærstu sóknarmenn boltans) voru bornir saman, þar var sérfræðingarnir að tala um það að Crouch væri allt of oft kominn inn í teig og búinn að taka sér stöðu (auðveldara fyrir varnarmenn að dekka svoleiðis leikmenn) þegar fyrirgjöfin barst í stað þess að koma á ferðinni eins og Koller gerði. Ég er ekki að drulla yfir Crouch heldur að benda á það að hann þarf að bæta sig til að verða meiri ógn inn í teig andstæðingana.

  Einar : “Ég spái því að Pennant verði farinn að spila reglulega fyrir enska landsliðið innan tíðar”. Viltu leggja eitthvað undir að þetta gangi eftir á 6 mán eða ári. Ég er til.

 18. Þetta er gott mál. Okkur vantar hægri kantmann og þar sem það var ekki löngu búið að ganga frá kaupunum á Alves þá var ljóst fyrir löngu að hann kæmi aldrei til okkar. Hvað vandamálið á endanum var er óljóst en líklega hefur Sevilla vilja meiri pening en Liverpool var tilbúið að borga fyrir leikmanninn.

  Pennant er fínn kantmaður og hefur möguleika til að verða ennþá betri. Hvað leikmenn kosta er afstætt og 5-6 millj. punda fyrir leikmann sem hefur spilað og sannað sig í ensku deidinni er ekki agarlegt en í dýrari kantinum.

  Ég er afar ánægður með að við séum komnir með alvöru hægri kantmann og núna er málið að loka framherja og þá er þetta allt frá.

  oohhhh ég hlakka til þess að deildinn hefjist.

 19. Ja hérna. Sjaldan hefur jafn ómerkilegur póstur valdið jafn miklu fjaðrafoki hér á spjallinu. Ég hefði nú kosið að menn myndu reyna að svara mér á málefnalegan hátt en ekki ganga af göflunum hvað þá vitinu.

  Ég vil sérstaklega taka það fram að ég hef ekki fordóma gegn Steve Finnan og mér er alls ekki illa við hann. Kann meira að segja nokkuð vel við hann og finnst hann viðkunnanlegur náungi. Mér er aftur á móti meinilla við Gerard Hollier og allt sem hann hefur staðið fyrir eftir að liðið vann þrennuna um árið. Ég held þó að það séu ekki fordómar bara skoðun mín á manninum.

  Mig langar til að leiðrétta þann misskilning að mér finnist Finnan slakur leikmaður. Mér finnst það alls ekki. Mér reyndar finnst hann slakasti leikmaðurinn í sterkasta byrjunarliði síðasta tímabils á eftir þeim Crouch og Riise. Það vill reyndar svo til að það eru margir á þessu spjalli sem eru sammála mér eða þá að þeim finnst hann annar eða þriðji slakastur. Ég vil svo taka það fram að mér fannst Liverpool geta stillt upp mjög sterku byrjunarliði á síðasta tímabili og það var sko ekki heiglum hent að komast í það lið.

  Ég hef svo mjög sterkar skoðanir á því að til þess að bæta liðið þurfi að kaupa menn sem eru sterkari en þeir sem eru fyrir. Þannig hefði ég viljað byrja á því að kaupa senter því mér finnst mikilvægara að sú staða sé vel mönnuð en bakvarðarstöðurnar. Síðan vildi ég sjá nýja bakverði. Reyndar hefur mér fundist kaupin hjá Benites snúast um að bæta þessar stöður því Aurelio er vissulega vinstri bakvörður og ég hélt að Alves væri hægri bakvörður.

  Ástæðan fyrir gagnrýni mína á Finnan er fyrst og fremst sú að mér finnst hann of hlutlaus og of varkár. Sumum líkar við þannig leikmenn en mér ekki. T.d. fannst mér heyra til undantekninga að Finnan kæmist til mót við vítateig til að senda fyrir. Í staðinn var hann að senda háa fallhlífarbolta inní frá miðju sem mér hefur alltaf fundist eins og að gefa boltans til hins liðsins. Þá reynir hann mjög sjaldan að sóla leikmenn, hvað þá að hann skori mörk. Reyndar skiptir hann afar sjaldan sköpum fyrir liðið. Hvort sem mönnum finnst það ósanngjörn samlíking eða ekki þá minnist ég helst Markus Babbel sem drauma bakverðinum mínum. Rispurnar sem hann tók upp völlinn og mörkin sem hann skoraði voru stór þáttur í þeim góða árangri sem náðist á þrennutímabilinu. Ég hef reyndar svo oft reynt að útskýra þessa skoðun mína á manninu sem fótboltamanni að það hálfa væri nóg og vona því að þetta nægi. Vil bara benda á að umræddur leikmaður átti í vandræðum mað að komast í landslið þjóðar sinnar þar sem varahægribakvörðurinn hjá Tottenham sló hann út. Vil samt taka fram að mér finnst hann sterkur varnarmaður þó hann sé slakur skallamaður.

  Varðandi það hvaða leikskipulag Liverpool spilar þá tel ég mig nú barasta hafa nokkuð gott vit á því. Flest lið í dag spila 4-4-2, 3-5-2, 4-5-1 eða 4-3-3. Hvernig menn svo spila innan þess kerfis getur svo að sjálfsögðu verið mismunandi og fer eftir þeim einstaklingum sem spila í hvert skiptið. Mér fannst t.d. sterkasta lið Liverpool á síðasta tímabili spila 4-5-1 með Kewell og Gerrard á köntunum og Garcia fremstan á miðjunni. Crouch einan frammi og þá Alonso og Sissoko á miðjunni. Vörnin var svo Finann, Carra, Hyypia og Riise. Reina snillingur að sjálfsögðu í markinu.

  Í dag finnst mér kaup sumarsins hafa verið viss vonbrigði. Sérstaklega ef við skoðum alla hægri kantarana sem við reyndum að fá. Pennant er spennandi kostur og mér líkar alltaf vel við menn með pínu ergelsi í blóðinu. Að mínu mati finnst mér hann ekki bæta okkar sterkasta lið og í rauninni myndi ég ekki vilja breyta ofangreindri upptalningu nema að ég myndi vilja sjá Bellamy ganga inn í byrjunarliðið í stað Crouch. (Fowler væri draumurinn en ég bara þori ekki alveg að láta mig dreyma um að hann nái að blómstra. Vona það samt.) Aurelio og Gonsales gætu vissulega bankað á dyrnar þá sérstaklega Aurelio en ég hef bara aldrei séð hann spila svo ég muni eftir og svo var hann varamaður í Valencia, eftir því ég best veit undir það síðasta, sem mér finnst slakara lið en Liverpool.

  S.s. við mætum manu, ars og chelsea með svipað sterkt byrjunarlið og í fyrra og ég einfaldlega held að það sé ekki nóg til að verða fyrir ofan þessi lið í deildinni. Það er aðal markmiðið ekki rétt? Reyndar væri skandall að lenda fyrir neðan manu aftur miðað við það sem hefur gengið á í þeirra herbúðum í sumar og sl. vetur.

  Eins og ég nefndi hér að ofan þá hefði ég nú kosið að menn myndu reyna að svara mér á málefnalegan hátt en ekki ganga af göflunum hvað þá vitinu. Það er það sem mér finnst gera þessa síðu bæði áhugaverða og skemmtilega. Ég er nú samt ekki að segja að menn megi ekki bauna soldið á hverja aðra og vera ósammála. Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar mönnum hitnar verulega í hamsi yfir hinu og þessu sem snertir Liverpool.

  Ég vil samt leggja það til að leiðinlegir gamlir menn séu bannaðir á síðunni. Sérstaklega þeir sem vafra stjórnlaust, drukknir um á veraldarvefnum með fúkyrði og almenn leiðindi.

  Einar – ég biðst afsökunar á að hafa ruglað þér saman við Kristján Atla.

  Kristján Atli – ég næ þessu alveg með Crouch. En ef þú ætlar að halda því fram að hann sé akkúrat maðurinn fyrir Liverpool og að við seljum hann til Real Madrid fyrir 15 milljónir punda eftir 5 ár þá held ég að við séum algjörlega á öndverðum meiði. Þó hann sé alls ekki algalinn þá finnst mér hann ekki nógu góður fyrir Liverpool. Við skulum bara vera sammála um vera ósammála. Ég bist svo aftur afsökunar á því að hafa sagt við þig á öðrum þræði hér á spjallinu að þú hlytir að hafa ekkert vit á fótbolta þegar þú vildir ekki fá Eið Smára til Liverpool þar sem við hefðum fyrir Peter Crouch.

  Áfram Liverpool!

BBC: Pennant á leiðinni!

Kuyt að koma og tveir skrifa undir framleningu.