Crewe 0 – Liverpool 1

Jæja, þá er annar undirbúningsleikurinn búinn, núna á útivelli gegn Crewe Alexandra. Rafa byrjaði með liðið svona

Dudek

Finnan – O’Donnell – Hyypia – Traore

Anderson – Diao – Zenden – Aurelio

Linfield – Fowler

Þarna eru tvö ný nöfn, annars vegar Danny O’Donnell sem hefur spilað reglulega með varaliðinu í vörninni og Craig Linfield, sem var markahæsti maður unglingaliðsins á síðasta tímabili.

Allavegana, Liverpool byrjaði frekar illa og Crewe sótti mikið. O’Donnell og Finnan björguðu báðir vel frá Crewe mönnum. Þegar um 20 mínútur voru búnar keyrði Zenden upp völlinn, gaf frábæra sendingu inná Fowler sem gaf hælsendingu á **Craig Linfield** sem skoraði glæsilegt mark. Frábær byrjun hjá þessum 17 ára strák í aðalliðinu.

Linfield átti svo eftir að ógna markinu ítrekað. Markvörður Crewe varði frábærlega frá honum og svo var bjargað á línu eftir hjólhestaspyrnu frá Linfield. Fabio Aurelio, sem lék á kantinum fékk svo gott tækifæri eftir frábæra sendingu frá Robbie Fowler (hefði auðveldlega getað orðið 3. stoðsending Fowlers í tveim leikjum).

Liðið í seinni hálfleik byrjaði svo svona:

Dudek

Antwi – O’Donnell – Paletta – Riise

Potter – Sissoko – Zenden – Gonzalez

Bellamy – Flo-Po

Seinni hálfleikurinn var mun daufari. Liverpool átti nokkur fær, þar á meðal ágætt skot frá Mark Gonzalez. Svo tók John-Arne Riise af allan vafa um þá staðreynd að hann er gjörsamlega einfættur. En spilið var mun marklausara. Næsti undirbúningsleikur er svo gegn Kaiserslautern.

2 Comments

  1. Jamm, þetta var dauft á heildina litið. Ég sá síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks og svo seinni hálfleikinn. Fowler og Linfield voru víst bestu menn vallarins í fyrri hálfleik en í þeim síðari heillaði Gabriel Paletta mig sérlega mikið. Það er töggur í þessum strák og sú lýsing að hann sé hinn argentínski Carragher er ekki fjarri lagi.

    Annars var gaman að fá loksins að sjá Speedy spila í Liverpool-treyju. Hann á eftir að aðlagast og læra á enska boltann en maður sá samt hvað hann getur í dag. Hann er fljótur, getur skotið með báðum fótum, vinnur vel og er eldharður. Ég hlakka til að sjá meira til hans.

    Annars var þetta bara skyldusigur í æfingaleik. Ekkert stórkostlegt, en samt áhugavert að sjá hvernig menn koma undan sumri (sáuð þið t.d. í hversu góðu formi Riise er? Hann hlýtur að hafa hlaupið maraþon í allt sumar …)

  2. Var að kíkja á það helsta úr leiknum og VÁ hvað Riise er einfættur! :laugh:

    En snilldar sending frá Fowler og frábærlega klárað hjá Lindfield!

Liverpool hafa ekki gert eftirfarandi

Xabi er EKKI til sölu