Duff? (uppfært: NEI – hann fer til Newcastle)

01.gifJa hérna! Samkvæmt [Sky þá hafa Chelsea](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=404812&CPID=8&clid=8&lid=2&title=Prem+trio+in+Duff+pursuit) gefið þremur úrvalsdeildarliðum leyfi til að tala við Damien Duff. Þau lið eru Tottenham, Newcastle og…. **Liverpool** Þetta þýðir ekki að Chelsea hafi tekið tilboði liðanna, einungis að þau fá leyfi til að tala við hann.

Duff á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Fyrir nokkrum árum þegar hann var orðaður við okkur var altalað að hann væri Liverpool aðdáandi (en við heyrum það nú um alla) en Liverpool gat þá ekki greitt þær 17 milljónir punda, sem að Chelsea borguðu.

Ef Duff kemur til Liverpool telja margir líklegt að hann verði notaður á hægri kantinn, þar sem hann hefur spilað nokkrum sinnum fyrir Chelsea. Þetta er allavegana athyglisvert. Verðmiðinn á Duff ætti að vera hæfilegur þar sem hann á stutt eftir af samningi, en einhvern veginn grunar mann að Jose vinur okkar vilji ekki gera mikið til að hjálpa Liverpool fyrir næsta tímabil.


**Viðbót (Kristján Atli):** Mér líst ótrúlega vel á að kaupa Damien Duff! Enn einn vinstri vængmaðurinn er akkúrrat það sem við þurfum! Enda er Rafa hugsjónarmaður og það er greinilegt að hann er um það bil að fara að gjörbylta heimsknattspyrnunni eins og við þekkjum hana. Ég býst fastlega við að við spilum þetta kerfi hér í vetur:

Reina

Traore
Riise
Warnock
Aurelio
Zenden
Kewell
Duff
Gonzalez
Luis García

Crouch

Líst bara ÓTRÚLEGA vel á þetta! Við verðum með öflugasta kant (eintala) í HEIMI! 😉


**Uppfært (EÖE):** Duff er farinn til [Newcastle](http://www.nufc.premiumtv.co.uk/page/NewsDetail/0,,10278~870767,00.html). Góða skemmtun! 🙂

10 Comments

 1. Duff væri frábær á hægri kantinn hjá okkur. Þá væri sú vandræða staða leyst.

 2. Hvað gátu Newcastle mögulega boðið honum sem Tottenham og Liverpool gátu ekki?

  Mig langar til að óska Damien Duff til hamingju fyrir að vera örlítið vitlausari en Michael Owen. Owen átti allavega ekki neins annars kost þegar hann fór norður (og niður) …

 3. Ekki gleyma að Fowler gæti verið svona vinstriþenkjandi senter í þessari uppstillingu

 4. Æ aumingja Damien Duff. Hvernig stendur á því að menn gera svona vitleysu. Svo ég vitni í ónefndan enskan speking:

  “Newcastle collects trophy players not actual trophies”

  Þetta sannaðist hér með enn einu sinni, Newcastle að kaupa “trophy player” og eru engu nær að vinna titla!

  Það hefði verið betra fyrir Duff greyið að hundskast bara aftur heim til Blackburn!

 5. Það skil ég bara alls ekki hvað fær menn til að vilja fara til Newcastle. Ef það var satt að Liverpool voru í viðræðum við hann af einhverri alvöru þá sýnir þetta bara það hversu vitlaus hann hlýtur að vera.

  Ég meina Newcastle vinnur aldrei neina titla og mun vinna neina í nánustu framtíð. Newcastle er bara lítill klúbbur sem heldur að hann sé stór. Stærð á klúbbum er nefnilega yfirleitt talinn í titlum ekki áhorfendafjölda á hvern heimaleik.

  Þá hefði Tottenham verið mun betri kostur fyrir Duff. Það er þó allvegana klúbbur í framþróun og sem endaði líka fyrir ofan Newcastle í deildinni í vor.

  En svona er þetta, kannski eru launin svona góð í norðaustur Englandi, eða fékk hann kannski 9una heilögu. ):

 6. Það eina, sem við höfum í hendi varðandi áhuga Newcastle er frétt á Sky, sem kemur 2 tímum áður en hann skrifar undir hjá Newcastle.

  Ég efast stórlega um að fréttin hafi verið rétt. Held að hann hafi ekki haft möguleika á að fara til Liverpool.

  Af hverju hann velur svo Newcastle fram yfir Tottenham, það get ég ómögulega skilið.

 7. Nákvæmlega Einar Örn. Einhvern veginn held ég ekki að það hafi verið alveg rétt að Liverpool hafi verið í einhverjum viðræðum við Duff.Ég var ekki búinn að heyra neitt um það fyrr en á Sky í dag.
  Ég er heldur ekki viss um það að Chelsea hefðu vilja selja hann til LFC.

 8. Newcastle buðu væntanlega langhæst allra liðanna sem höfðu áhuga (hafi hin þá gert formleg tilboð); 12m punda. Ég vil minna menn á að hann á EITT ár eftir af samningnum sínum!

  Launin eru líka ekki af verri endanum – 85 þús pund á viku 😯

  Panic kaup hjá Newcastle? Vinstri kantur er sennilega EINA staðan sem þeir þurfa ekki að bæta við manni/mönnum…

 9. Ég verð nú að segja að ég er þónokkur Newcastle aðdáandi(mitt 2.lið í Englandi á eftir Liverpool)og ég fagna þessum kaupum! 🙂
  Reyndar stafar aðdáun mín á liðinu af mörgu, t.d. því að ég þekki vallarstjórann vel og að hafa frá honum leyni gsm-númer hjá öllum helstu stjörnum Newcastle í símanum! Nei ég ætla ekki að gefa nein númer upp og nei ég hef ekki enn hringt blindfullur í Alan Shearer og Owen á laugardagskvöldi til að skamma þá þegar liðið hefur tapað! :tongue:

  Þið megið ekki gleyma heldur að Liverpool og Newcastle eru mikil vinafélög úti og gagnkvæm virðing á milli þeirra. Newcastle líta mjög upp til Liverpool, ekki ósvipað og Færeyingar til okkar Íslendinga! Hverjum er illa við Færeyinga segi ég nú bara?! 😉

  Það að fara frá Chelsea getur annars auðvitað aldrei verið skref niðurá við……
  Í staðinn fyrir leiðinlegan maskínufóbolta fær Duff núna;
  1)Pottþétt byrjunarliðssæti og helling af leikjum
  2)Að spila fyrir hreint frábæra aðdáendur
  3)Tækifæri til að sanna sig á nýjan leik sem afburðaleikmann líkt og hann var hjá Blackburn.
  4)Fær gleðina aftur
  5)Fær mjög há laun hjá Newcastle.

  Þetta er því hárrétt ákvörðun hjá Duffaranum. 😉

  Að lokum fagna ég innilega 3-0 útisigri Newcastle gegn hinu gríðarlega erfiða Lilleström liði! Newcastle mun taka UEFA-cup þetta árið, mark my words. Þið heyrðuð það frá mér fyrst!!!

Fowler númer 9

Liverpool hafa ekki gert eftirfarandi