Nýji búningurinn

euro.gif

Sem sérlegur tísku-ráðgjafi þessarar síðu, þá verð ég að tjá mig um nýjasta varabúninginn okkar. Þessi búningur er [einn af þrem](http://www.liverpoolfc.tv/kits/) búningum, sem Liverpool ætlar að kynna á næstu viku. Þessi er titlaður sem European Away Kit. Glöggir menn sjá að hann er að grunni til hvítur (sem er gott). Hvort það þýðir að varabúningurinn okkar verði líka hvítur (sem væri gott) eða gulur (sem væri hryllingur) veit ég ekki.

En ég verð að segja að þessi búningur veldur talsverðum vonbrigðum. Fyrir utan hvíta litinn er grænn litur, sem hefur nokkrum sinnum verið notaður og er í sjálfu sér ekki alslæmur. Hins vegar er ég ekki alveg viss hvort ég sé að fíla hægri helminginn á búningnum (sjá t.d. þessa mynd af [Fowler](http://images.icnetwork.co.uk/upl/icliverpool/jul2006/8/9/7B9839DE-CF19-B6A8-9559D341D4E49F59.jpg)). Það er eitthvað, sem er ekki að heilla mig.

**Einkunn: 6/10** – vonandi að hinir tveir búningarnir verði betri – æfingabúningarnir lofa góðu, en þessi 2. varabúningur er ekki nógu góður.

16 Comments

 1. Þessi búningur fær engan vegin 7 hjá mér, verð að segja að mér finnst hann forljótur og ég ætla rétt að vona að hinir tveir sem eiga eftir að verða kynntir verði töluvert skárri.

  Mín einkunn: 2,5 af 10

  Samt verð ég að minnast á það að nýji búningur Man utd. sem ég sá í gær er enn verri, hann er hryllingur!

 2. Atli, það var innsláttarvilla hjá mér – einkunnin átti að vera 6.

  Áttu mynd af Man U varabúningnum? Er hann verri en náttfatabúningurinn þeirra?

 3. Ég skil ekki alveg þetta leyndarmál í kringum þetta. Það er hægt að sjá alla þessa búninga hér. Skrolla bara svolítið niður og þar eru þeir neðstir… og viti menn, varabúningurinn er gulur 🙂

 4. Bara að forvitnast. Hvar er best og kannski ódýrast að versla þessa búnninga á netinu. Spyr sá sem ekki.

 5. Mér finnst þessi hvíti/græni búningur algjör hörmung. Ekki batnar það þegar númerin á bakinu eru rauð… Gef honum 1/10 og ætla aldrei að kaupa mér svona…

  Mér finnst guli búningurinn flottur, þó að ég hafi aldrei verið hrifinn af Liverpool í gulu og nýji aðalbúningurinn lítur vel út við fyrstu sýn.

  En er enginn European Home búningur, eins og á síðustu leiktíð?

  Magnað annars hvað þetta getur verið mikið tilfinningamál… :laugh: :laugh: :laugh:

 6. Guli búningurinn finnst mér frekar slappur. Hef alltaf verið veikur fyrir grænum lfc búningum og var spenntur að sjá nýjan grænan búning. Varð samt fyrir smá vonbrigðum með þennan nýja en finnst hann þó ekki alslæmur. Venst kannski vel. Rauði er bara fínn og ég hugsað að ég kaupi mér hann.

 7. Guli varabúningurinn er rosa flottur. Aðalbúningurinn líka.

  Vara CL búningurinn er glataður.

  Áfram Liverpool!

 8. Finnst guli vera gamaldags. Minnir mig á búning frá 80’s :confused: Rauði finnst mér flottur og af mikið af svörtu hægra megin á hvíta búningnum. Mun líklegast kaupa alla búningana þrátt fyrir að lítast misvel á þá.

 9. Mér finnst nú bara þessi hvíti og græni búningur algjör snilld. Finnst hann vera drulluflottur. Hinir tveir eru líka flottir en mér finnst þessi langflottastur. Gef honum 9

 10. Mér finnst Guli flottastur. Reyndar eru þeir allir flottir.

  Finnst þeir minna mig á Spænsku landsliðstreyjurnar. En ég kaupi þá alla væntanlega.

 11. Af hverju ekki bara að kaupa þetta á Íslandi?

  Ég keypti einu sinni af official síðunni og þurfti að borga mjög háa greiðslu þegar sendingin kom til landsins í formi einhverra tolla og vsks. Menn ættu að taka tillit til þess.

 12. Úff þegar ég sá að útivallartreyjurnar ættu að vera gular fékk ég nettan hroll en ég verð að segja að þær eru mjög flottar, og kraginn á nýju búningunum er geggjaður 🙂
  Er sammála Einari Erni með hvíta og græna, finnst hann sístur af þessum í ár.

 13. Já er ekki málið að kaupa búningana í Liverpool búðinni í Suðurveri. Hann yrði alsæll og við fáum að njóta búðarinnar…

 14. ég er alveg á báðum áttum, þessi græni/hvíti er slappur og hefði verið hægt að gera mun betur með ýmsa detail-a (sjá argentinu búningin t.d og æfingarbúninginn okkar nýja græna m/ rauðu í).

  Rauði aðalbúningurinn er mjög flottur, en ég hef aldrei fílað gulan varabúning og hann þarf að venjast, þó að hann sé flottur.

  Verð að segja með man.utd búninginn að hann er mesta sorp sem ég hef séð 🙂 … án gríns og svo er auglýsingin framan á líka ein sú ljótasta sem ég hef séð lengi.

Rafa talar um Juventus

Kuyt á leiðinni? (uppfært)