Rafa talar um Juventus

Einhverra hluta vegna átti ég ekki alveg von á því að Rafa myndi taka af allan vafa strax, en það gerðist nú samt. Í gær tjáði hann sig við blaðamenn um áhuga sinn á Juventus og leikmönnum þeirra. Sem er skrýtið, því Rafa er vanur að halda spilum sínum þétt að sér svo að enginn sjái til fyrr en hlutirnir eru orðnir nokkuð öruggir. Þannig að ég get ekki að því gert að spyrja sjálfan mig hvað Rafa sé að pæla með þessum ummælum; er einhver taktík á bakvið það að tjá sig um Juve – og Trezeguet sérstaklega – svona fljótt?

Lesið bara þessi orð og segið mér að þetta sé ekki skrýtið, komandi frá Rafa:

>””All the Juventus players are good players – Trezeguet, Zambrotta, a lot of them are good players for us and for other clubs in the world. They will now be a better price than they would have been three months ago.”

Þetta eru allt hlutir sem við vitum; leikmenn Juventus eru góðir og myndu komast í hvaða lið sem er, og nú verða þeir fáanlegir á betra verði en þeir hefðu verið í apríl/maí. En af hverju talar Rafa um þetta svona opinskátt?

Ég held að hann ætli að gera annað af tvennu: hann ætlar að reyna að fá leikmann/menn eins og Trezeguet, Zebina, Zambrotta eða Camoranesi að láni í eitt tímabil með möguleikanum á kaupum eftir ár ef Juventus eru ennþá í Serie B. Og hitt, að með þessum orðum er hann að senda skilaboð til seljenda hjá öðrum klúbbum um að hann sé nú með ódýrari kosti og því sé ekki hægt að reyna að okra á honum. Þannig að kannski hjálpa þessi ummæli honum að ná mönnum eins og Pennant, Alves eða Kuyt á betra verði, ég veit það ekki.

Þetta eru allavega mjög furðuleg ummæli, en ljóst að eitthvað er að fara að gerast í þessum málum hjá okkur sem og öðrum liðum.

12 Comments

 1. Auðvitað eru margir leikmenn í Juve og einnig hinum liðunum sem væri áhugavert að fá til okkar. Hins vegar er einnig ljóst að öll topplið Evrópu verða á eftir þessum leikmönnum og spurning hvort leikmennirnir sækist eftir því að fara í rétta liðið eða eingöngu hugsa um aurinn.

 2. Ég er alveg viss á því að Benitez er með eitthvað solid plan og ég treysti honum 100% fyrir því að kaupa réttu leikmennina 😀 hlakka bara til að sjá hverjir það eru ..

 3. Ég var einmitt að pæla í þessu hvers vegna Benítez hafi talað um leikmennina við blaðamennina, en ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið með því að hann sé að koma því til skila til forráðamanna annarra klúbba að vera ekki að okra á Liverpool.

 4. Trezeguet skoraði 30 mörk á síðasta tímabili fyrir Juventus. 30 mörk!

  Ég væri til í að sjá hverja þú telur vera “spennandi kosti”.

 5. Ég held bara að hann myndi ekki ná sér á strik hjá okkar mönnum. Ekki nein stórbrotin rök fyrir því. Hann er ekki leikmaður sem dregur mann að skjánum (amk ekki mig). Til í veðmál um markaskorun hans ef okkar menn næla í hann. :biggrin2:

 6. Trezeguet any day for me. Þvílík markamaskína að það hálfa væri nóg. Ian Rush var nú aldrei neitt tæknitröll, en hann gerði vel það sem honum var ætlað – að skora mörk.

 7. Í mörg ár hefur mér þótt þeir Morientes og Trezeguet stórlega ofmetnir, og ég var nú ekki par hrifinn þegar Móri var keyptur og ekki get ég sagt að ég sé spenntur fyrir Trezeguet. En það er alveg ljóst að liðið vantar tilfinnanlega striker, ég vona svo sannarlega að Benitez kaupi einhvern annan en Trez, en ekki þó Zlatan.

  Annars er ég að verða mjög sáttur við hópinn og held að Bellamy eigi eftir að reynast algjör gullmoli.

 8. Ég sé svona 13 leikmenn sem kæmust í lið Liverpool og myndu styrkja liðið til mikilla muna. Fyrstan myndi ég þó vilja sjá Zambrotta, svo senterana þá Trezeguet og Zlatan. Síðan myndi ég vilja fá Camoranesi, Cannavaro og Emerson.

  Við skulum ekki gleyma því að Liverpool er aðeins með 3-5 sterkasta liðið á Englandi og er alls ekki búnir að vera að gera góða hluti á leikmannamarkaðnum að undanförnu. Juve er með geðveikt lið sem hefur verið að rúlla upp ítölsku deildinni.

  Áfram Liverpool!

 9. >Juve er með geðveikt lið sem hefur verið að rúlla upp ítölsku deildinni.

  Já, þetta er líka liðið sem hefur tapað fyrir **Liverpool** og Arsenal í Meistaradeildinni undanfarin 2 ár. Í bæði skiptin var liðið yfirspilað á útivelli.

 10. Einar – þarna hittirðu naglann á höfuðið. 😉 Það má kannski bæta við þetta komment hjá þér að Liverpool vann líka Chelsea í Meistaradeildinni í hitteð fyrra og svo í FA bikarnum í fyrra….. þannig að????

  Ég held þú verðir að skýra þetta aðeins betur út fyrir mér.

  Áfram Liverpool!

 11. >þannig að?

  Liverpool spilar betur í Meistaradeildinni en þessi lið.

  Viltu einhverjar frekari útskýringar frá mér?

L’pool 2 – Wrexham 0

Nýji búningurinn