Punktar um Aurelio og Paletta

aurelio_benitez_paletta_2_300x200.jpg

Einsog flestir vita voru þeir Gabriel Paletta og Fabio Aurelio kynntir fyrir blaðamönnum í gær. Í Daily Mail talar Rafa Benitez um [muninn á honum og Chelsea](http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=395449&in_page_id=1779) varðandi leikmannakaup. Ágætis lesning fyrir okkur, sem erum vanalega alltof óþolinmóð:

>”With Abramovich, they can do what they want, and they don’t need to work all summer like some people.

>”They just draw up a list of the best players, decide they will have him and him, then go on holiday for a month. I managed to get away to Crete for one week, and I had a mobile phone pressed to my ear all the time. I sometimes think it would be nice to have a month off, but there’s not much chance.

>”Maybe it is easier for someone else, but it is worth all the hard work when you are able to make signings like these without using all your budget.”

Semsagt, Rafa fékk eina viku í sumarfrí og þá viku var hann með gemsann í stöðugu sambandi. Ímyndið ykkur t.d. hvað málin með Alves væru einföld ef við gætum bara aukið tilboðið um 5 milljónir allt í einu. Þá væri ekkert mál að klára svona samninga á nokkrum dögum einsog Chelsea gerðu. Rafa segir einnig um Aurelio:

>”Fabio has the quality to play in any team you care to mention,” said Benitez. “He has fantastic ability on the ball, and this is a real coup for us when you consider who else was looking at him. We knew Real and Barcelona had left backs who were ageing a bit and were looking to change them. We knew there were a lot of clubs expressing a strong interest in him.

>”He is so good on the ball, at crosses, shots and free-kicks, and is going to make a real impact on the Premiership.”

Það er greinilegt að Benitez er verulega hrifinn af Aurelio!


Einnig er á official síðunni viðtöl við [Aurelio](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152875060712-1131.htm) og [Paletta](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152880060713-0812.htm).

Semsagt, Liverpool er núna búið að kaupa hugsanlega alveg nýjan vinstri væng og einn af markahæstu mönnunum í enska fótboltanum á síðasta tímabili. Auk þess erum við svo búin að kaupa efnilegasta varnarmann Argentínu. Og Rafa segir að enn séu 2-3 leikmenn hugsanlega á leiðinni. Berum það saman við afrek Arsenal, Man U og þá er nokkuð ljóst að við erum frekar óþolinmóð upp til hópa.

15 Comments

  1. Það pirrar mig svolítið að hann skuli segja þetta með Chelsea. Mér er alveg sama hvort hann var að svara spurningu eða ekki, mér finnst að hann eigi bara að einbeita sér að Liverpool og gefa skít í Chelsea. Ef hann er spurður út í Chelsea, þá finnst mér að hann eigi bara að svara, eins og hann gerir svo oft,: “i don´t like to talk about other teams” og biðja um nýja spurningu. Jose Morinho bullar nógu mikið um aðra leikmenn og stjóra og mér leiðist ef Rafa ætlar að detta í sömu gryfju, þó það sé ekki nema endrum og eins.

  2. Mér finnst allt í lagi að útskýra það fyrir óþolinmóðum aðdáendum að hlutnirnir séu ögn erfiðari þegar að peningarnir eru ekki óþrjótandi.

  3. Ég skynja þetta sumar svolítið eins og sumarið 2002. Þá vorum við með ágætis lið í höndunum sem hafði náð góðum árangri árið á undan. Þá klúðraði Houllier sumarkaupunum eins og allir muna. Að mörgu leyti erum við á svipuðum stað í dag, með lið sem þarf að taka síðustu skrefin, nema ég held að við séum með mun betri stjóra til að klára dæmið en við höfðum 2002. Ég hlakka til að sjá alla þessa nýju leikmenn spila.

    Paletta virkar á mig sem algjört naut og verður gaman að fylgjast með honum í baráttunni við hörðu sóknarmenn deildarinnar.

    Loksins er komin almennileg samkeppni í vinstri bakverðinum, Aurelio nýtur eflaust mikils trausts hjá Rafa og er ekki kominn til að sitja á bekknum.

    Gonzales mun án efa lífga upp á sóknarleikinn okkar og veita Kewell harða samkeppni á vinstri vængnum.

    Þá mun Bellamy örugglega bæta ýmsu í sóknarleikinn sem hefur vantað. Eina spurningarmerkið er hvort hausinn á pilti verður í lagi.

    Svona fyrirfram líta þetta úr fyrir að vera gæfulegri kaup en í þeim Diao, Cheyrou og Diouf 2002. En við þurfum samt einn sóknarmann og einn hægri kant að auki. Þá verðum við í góðum málum!

  4. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að síðan Benitez sagði að Liverpool vantaði hægri kantmann þá hefur hann keypt markmann (? kannski var hann kominn áður), vinstri bakvörð(kom reyndar frítt), tvo miðverði, vinstri kantmann, miðjumann og tvo sóknarmenn. :biggrin2:

  5. Ef að kaupin í sumar verða á endanum jafnslæm og Cheyrou/Diouf/Diao, þá lokum við þessari síðu og byrjum að halda með Chelsea.

  6. Krizzi, hann talaði reyndar um þá að hann vildi leggja áherslu á að fá meiri breidd í miðju varnarinnar og hægri kant, ekki það að það skipti öllu máli.

  7. Það verður að teljast ólíklegt að Rafa kaupi nýjan miðjumann fyrir Hamann. Rafa gaf það út að Bolo gæti spilað á miðri miðjunni, þar sem hann var jú hvað bestur fyrir Middlesbrough..Þannig að tveir nýjir menn, hægri kantur og framherji væri frábært.

    Ég vil fá Alves og Kuyt, en ef við fáum ekki Alves vil ég fá bæði Pennant og Steed Malbranque 🙂

  8. Grunar að það séu aðeins aurar fyrir góðum hægri kantara og svo kannski að menn reyni við Owen í janúar. Ekki ósennilegt að hægt væri að landa honum á 8-10 milljónir punda þá.

  9. Ha? Owen? Hefurðu heyrt hann nefndan svo mikið sem einu sinni í sumar?!?

    Hvenær ætla menn að hætta þessum draumórum? Þótt Fowler hafi snúið aftur heim er Owen ekki á leiðinni til baka.

  10. Ég get nú ekki sagt að maður hafi heyrt mikið talað um að fá Guðinn tilbaka þegar hann kom (sá og sigraði)….. Þannig að Owen er ekkert svo fjarstæðukennt…:blush:

    Ein hugmynd (sem ég hef þó fleygt fram áður)… Hægt er að fá Saviola fyrir lítinn pening (ef við erum ekki að fá óska framherja ritpenna þessara síðu – sem by the way er rosalega góð, síðan þ.e. :biggrin2:)….!

  11. Það er greinilega verið að hugsa líka um framtíðina í kaupum á leikmönnum. Til dæmis virðast kaupin á Agger og Paletta vera hugsuð saman, allavega getur maður alveg eins dregið þá ályktun af eftirfarandi orðum. Þetta skrifar Parry í pistli á http://www.liverpoolfc.tv

    “We have seen Agger who is good on the ball as well as being solid. Paletta is robust and more aggressive, but then the top Argentinian defenders are always confident and tough tackling. Here are two young men with an exciting future.”

    Þetta eru tveir ungir og efnilegir. Hvort rætast mun úr þeim á svo tíminn eftir að leiða í ljós.

  12. Þessir búningar sem þeir Aurelio og Palletta eru í, eru þetta bara æfingagallarnir..? Hefur einhver séð nýju Liverpool Adidas búningana.

    áfram Liverpool

  13. Agli… nýji aðalbúningurinn verður kynntur þann 10. ágúst og varabúningurinn þann 24. ágúst

  14. Ég var að skoða nýja búninginn hjá þeim í LFC búðinni í Suðurveri. Hann lítur ágætlega út. Svo notaði ég tækifærið og hampaði “Evrópubikarnum” í leiðinni 🙂

Eineta

Speedy og Quickie kynntir í dag