Dagurinn í dag

Ég segi bara … ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!!!

Megi betra liðið vinna. 🙂

7 Comments

 1. Ég vona það svo sannarlega að betra liðið vinni í dag. Held alltaf mest með fótboltanum þegar mitt lið er dottið úr keppni 🙂 En í þessum leik held ég meira með Ítölum, þannig að það er fiðringur í mér. Zizou gæti komist á spjöld sögunnar (ef hann er þar ekki nú þegar 🙂 ) með sigri í dag, en ef Ítalir vinna tel ég að það verði dæmi um jafnbestu liðsheild í móti sem ég hef nokkurn tíma séð. Þessu varpa ég bara fram svona í morgunsárið … nú fer maður að borða á Pengs, heimsækja ættingja og búa sig svo andlega undir átökin: ÞVÍLÍKUR LEIKUR sem þetta verður.

  3:1 fyrir Ítalíu – Luca Toni skorar í fyrri hálfleik, Henry fiskar víti í byrjun seinni hálfleiks og Zizou skorar, Totti af öllum mönnum skorar með glæsilegu skoti fyrir utan teig á 75. mínútu og Del Piero innsiglar sigurinn á 92. mínútu eftir álíka skyndisókn og á móti Þjóðverjum.

  Góða skemmtun í dag og já: megi betra liðið vinna!

 2. Það er framlengingarlykt af þessum leik, ég segi 0-0 eftir venjulegan leiktíma og gott ef að úrslitin ráðist ekki í vító skító 🙂

 3. Ég held með Frökkum í dag. En ég vonast aðallega eftir góðum leik.

  Ég fékk smá hroll í gær þegar ég horfði á þátt um HM 1994 í USA þar sem úrslitin réðust í vító eftir 0-0 jafntefli. Það er eitthvað sem á ekki að gerast í úrslitaleik HM.

  Megi betra liðið vinna og…
  …ALLEZ LES BLEUS 🙂

 4. Ítalir voru góðir í fyrrihálfleik og litu mjög vel út.. en í þeim seinni sýndu þeir þennan leik sem ég hef álvalt hatað með ítali sem hefur ekki verið uppá bátinn í þessari keppni. ég man ekki eftir einni sóknartillraun hjá þeim.. allir þeirra menn fyrir aftan miðju meðan Frakkarnir mættu þeim framarlega á háu tempói..hef aldrei haft tilfinningar til þessara liða en mér fannst Ítalía ekki eiga sigur skilið, eina sem réttlætir þennan sigur þeirra er kjánaskapur Zidane….

 5. Mér finnst sorglegt að Ítalir skuli vinna þennan leik í vítaspyrnukeppni. Frakkarnir voru einfaldlega betri í 45 + 30 mín og voru óheppnir að vinna þetta ekki í venjulegum leiktíma. Svona er þetta bara og ég get alls ekki samglaðst Ítölum þó þeir hafi unnið þetta skv. gildandi leikreglum. Það er margt og mikið sem ég gæti ritað hér um Frakkana, sem og Ítali. Mér finnst þó standa uppúr hve Henry var bitlaus og lítt áberandi í þessari keppni sem og þeirri sem síðast fór fram í S. Kóreu/Japan þegar Frakkar féllu út með skömm. Líklega væri ekki vitlaust fyrir þá að lokka A. Wenger til starfa?!

  Kveðja,
  Hákon

Leikur Áratugarins (Frakkland)

Ítalía Heimsmeistari!