Paletta skrifar undir samning… og æfingar byrja

0406_bell_train_3505.jpg

Þeir leikmenn Liverpool, sem ekki spila á HM, mættu til æfinga á Melwood í gær. Við það tilefni voru [teknar fyrstu myndirnar af Craig Bellamy](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152807060704-1705.htm) hjá Liverpool.

Einnig, þá hefur Gabriel Paletta núna skrifað [undir 4 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152786060704-1606.htm). Paletta er [20 ára gamall](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/paletta/) Argentínumaður og Rafa virðist vera sáttur við að hann sé kominn til Liverpool:

>”Paletta is very tough and he’s exactly the sort of player we need who will suit the Premiership. When you talk about the Argentinian defenders I worked with in Valencia, Paletta is more like Ayala than Pellegrino. If you’re talking about Liverpool, he’s more like Carra than Sami Hyypia. This is good because we will have a balance in the style of defenders.

>”He is a defender with a lot of aggression and we’re sure he has a great future. He will learn a lot here, like Daniel Agger, and provide competitiveness in our defence. “We were watching him in the World Under-21 championships in Holland. That’s when our scouts spotted him and we identified him as the kind of player we’d like.

>”He has attracted a lot of interest from top clubs in Argentina like River Plate and Boca Juniors. River Plate even reserved a number six shirt for him, so we had to move quickly to sign him. We’re delighted to have done the deal now.”

Það verður spennandi að sjá hvort að Paletta og Agger muni banka á dyrnar í aðal-liðinu í vetur. Það er allavegana ljóst að dagar Djimi Traore hljóta að vera taldir hjá Liverpool, því hann er nú væntanlega númer 5 í goggunarröðinni í miðverði og númer 3-4 í vinstri bakverði.

[Hérna er færslan okkar frá því að tilkynnt var um kaupin](http://www.kop.is/gamalt/2006/02/14/12.23.20/)

5 Comments

 1. Ég hélt einmitt að Traoré yrði seldur strax í byrjun sumars til að fjármagna fyrir nýjum leikmönnum, ásamt Dudek, Kirkland, Mellor, Diao, Le Tallec o.fl. Þó við fengjum kannski ekki mikið fyrir hvern þeirra myndi það samt örugglega hjálpa til.

 2. Það verður gaman að sjá hvort rætist úr Paletta.

  Ekki er nú hægt að segja að ræst hafi úr þeim ungu leikmönnum sem Húlli keypti fyrir nokkrum árum. Og ekki erum við að græða á þeim við sölu:

  Zak Whitbread fór til Millwall fyrir O(NÚLL krónur) sem gætu hækkað í 500 þúsund pund ef hann spilar ákveðið marga leiki. Þetta er leikmaður sem sumir vildu sjá í liðinu í stað Hyypia, hugsa sér.

  David Raven framtíðar hægri bakvörður LFC fer til Carlisle Utd. Sá hefur nú heldur betur verið góður fyrst að öll toppliðin í 1. deild voru á eftir honum(kaldhæðni). Fengum við einhvern pening fyrir hann eða fór hann líka á NÚLL krónur?

  Bruno Cheyrou næsti Zidane, það góður að félagið hefur reynt að losa hann af launaskrá lengi. Bruno var keyptur af Houllier frá Lille sumarið 2002 á 3,7 milljónir punda. Nú voru Rennes að kaupa hann af okkur. Getur einver hér (ssteinn) sagt mér hversu mikið upp í þessar 3.7 milljónir fengum við til baka við söluna.

  Krizzi

 3. Hvað er frétta af málum Dudek og Hamann? Dudek var sagður á leið til Hollands og Hamann til Bolton en svo hefur ekkert heyrst um þetta í nokkrar vikur en persónulega myndi ég vilja hafa Hamann áfram 1 ár í viðbót og hvenær fáum við svo að sjá nýju Adidas búningana, flottur æfingabolurinn sem Bellamy er í þarna á myndinni 🙂

 4. Nýji búningurinn verður kynntur 10. ágúst og nýji varabúningurinn 24. ágúst og Evrópu-varabúningur 7. september:!

Tord Grip gagnrýnir Carragher.

Joaquin, Zenden, Dudek og Barragan