Pennant?

Er ekki Robbie Savage á lausu líka? Þá værum við komin [með þrenningu](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17315552%26method=full%26siteid=50061%26headline=pennant%2dis%2dnew%2dreds%2dtarget-name_page.html).

Ég fokking trúi því ekki að þetta Alves mál ætli að detta upp fyrir líkt og með Simao í fyrra.


Viðbót (Kristján Atli): Ég var kominn langleiðina með þessa grein um Alves og Pennant, þannig að ég bæti henni bara hérna inn:

Chris Bascombe í Liverpool Echo segir að Rafa sé hættur við að kaupa Daniel Alves, þar sem hann sé orðinn þreyttur á því hversu seinlega gengur að semja um kaupverð á honum. Samkvæmt Bascombe þá eru kröfur Sevilla-manna enn of háar og erfiðar og að Rafa hafi því snúið sér að Jermaine Pennant, vængmanni Birmingham, sem yrði töluvert ódýrari kostur.

Á heimasíðu Daniel Alves er hins vegar frétt, höfð eftir spænska tímaritinu Marca, þar sem segir að liðin hafi komist að samkomulagi um 10.5 milljóna punda kaupverðið á Alves en séu ennþá að þrátta um það hvernig þessar milljónir verði borgaðar; Sevilla vilji fá háa staðgreiðslu en Liverpool borga minna strax og stærri skammta næstu átján mánuðina, og slíkt.

Hvorum á maður að trúa? Ætli sannleikurinn liggi ekki þarna einhvers staðar á milli. Bascombe hefur unnið í þágu Liverpool áður, kannski hefur hann verið beðinn um að planta þessari frétt um fyrirhuguð kaup á Pennant til að auka þrýstinginn á Sevilla að taka þeim pakka sem Liverpool býður? Þótt Sevilla-menn vilji örugglega halda Alves nema fyrir rétt verð þá fer allt upp í háaloft hjá þeim ef þeir ekki leyfa honum að fara til Liverpool. Alves verður vitlaus ef þetta klikkar, því hann hefur sagt það sjálfur (t.d. á heimasíðunni sinni) að hann vilji fara til Liverpool. Þannig að kannski er þetta taktík hjá Bascombe til að þrýsta á Sevilla.

Og þó, kannski er eitthvað til í þessu. Að borga 3,5m punda fyrir Pennant myndi þýða að við höfum pening aflögu til að kaupa Dirk Kuyt líka, en þann pening eigum við ekki til ef við borgum 10,5m fyrir Alves. Og eins hrifinn og ég er af Alves og iða í skinninu eftir að sjá hann í rauðu treyjunni, þá líst mér heldur ekkert svo illa á Pennant og myndi sennilega frekar velja að taka hann og Kuyt, frekar heldur en bara Alves.

Þetta skýrist vonandi um helgina eða strax eftir hana, þessi saga er allavega að verða orðin svolítið þreytt. Við erum búnir að vera að leita að góðum hægri kantmanni meira og minna síðan Rafa tók við stjórn Liverpool fyrir tveimur árum; það er kominn tími til að ljúka þessari hringavitleysu, hvort sem lausnin verður Alves eða Pennant. Já, eða Simao Sabrosa. Mér er sama, ég vill bara sjá einhvern í þessa stöðu.

3 Comments

 1. Vá, ég er helvíti ósáttur við þetta!
  Ég vill fá Alves, þessi Pennant, jesús kristur hann á ekki eftir að geta blautan hjá okkur?!

  Afhverju getum við ekki bara borgað einni miljón meira eða eitthvað?!

  Þoli ekki svona kjaftæði eins og með Simao í fyrra. Fá Alves, Kuyt, Bellamy, Aurelio og Palletta og Speedy, þá erum við í góðum málum.

 2. Mér líst betur á að fá leikmenn í þær stöður sem okkur vantar í en að kaupa einn og vanta svo í 1-2 stöður þegar tímabilið byrjar. Jermaine Pennant er ekki slæmur leikmaður hvað sem menn segja. Robbie Savage kemur þessu máli ekkert við hvað sem það djók átti að þýða.

  Pennant er bara 23ja ára og hann er ógnandi hægri kantur með góðar fyrirgjafir. Ég skil ekki hvað menn hafa á móti honum né Bellamy. þeir hafa verið óstýrlátir jú en það er ekkert sem segir að þeir geti ekki slegið í gegn hjá LFC. Byrja samt ekki að mála skrattann á vegginn því við fengjum þarna tvo mjög góða enskan og velskan leikmenn fyrir upphæð sem væri undir verðinu á Alves!
  Mér finnst það bara frábært að Rafa skuli vera svona harður í viðskiptum sínum og hann gefi ekki pening út í loftið þegar þarf að eyða þeim skynsamlega á þeim síðustu og verstu stundum.
  Pennant, Bellamy, González, Paletta og jafnvel Trabelsi og Viduka yrði fín viðbót í sterkan hóp okkar. Þessir leikmenn færðu okkur meiri eistu og minna hárgel og afturgreitt hárið eða m.ö.o. hörkuna sem við þyrftum til að vinna helvítis dolluna heimafyrir!

 3. Andri Fannar: Þú ert ekki að fatta þetta.

  Alves = 9-10.5 m
  Kuyt = 9-11 m
  Bellamy = 6-6,5m
  Aurelio = Frítt (signing on fees etc)
  González + Paletta = eflaust búið að redda þeim kaupum

  þarna erum við að horfa uppá að Alves og Kuyt kosti yfir 20m punda og við erum ekki að hafa 20m punda sérstaklega eftir að postulínsdúkkan franska fótbrotnaði aftur.

  Eg vil fá Torres, Alves, Messi, Ronaldinho…..osfrv. en reikningsdæmið er ekki að ganga upp. Við höfum XX mikið af pening og getum ekki eytt XXX þótt okkur langi það. Rökrétt hugsun hjá klúbb sem hefur ekki meiri pening til umráða.

Mark Gonzalez hættur í landsliðinu.

Argentína