Lampard meiðist

Sven Göran Eriksson, þetta [eru skilaboð frá almættinu](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/world_cup_2006/4991618.stm): Spilaðu 4-4-2 með Beckham, Carrick, Gerrard, Cole á miðjunni og Crouch & Rooney frammi. Öðruvísi munt þú ekki vinna!

Í alvöru, ef að þetta sænska fífl ákveður að spila aftur með Rooney einn frammi, þá mun England ekki vinna. Þrátt fyrir að Rooney hafi klobbað einhverja Ekvadora, þá mun hann ekki geta staðið sig einn gegn Carvalho og félögum. Auðveldasta lausnin er að setja Lampard á bekkinn, gefa Gerrard meira frjálsræði og spila frammi með Crouch og Rooney.

En hverjum er ekki svo sem sama. Eina liðið mitt, sem er eftir í keppninni ætlar að taka Þýskaland í óæðri endann í dag. **ARRRRRR-Gen-tina!**

3 Comments

  1. Gleymið þessu. Þó svo að Lampard og Beckham væru á hækjum, þá myndi sá sænski setja þá í byrjunarliðið.

  2. Sammála SSteinn. Hann dróg nú alveg 3-4 leikmenn sem voru frá 50-80% fit í keppnina og nú er Owen frá í marga mánuði fyrir vikið. Lampard spilar pottþétt! Ef ekki þá hafa þeir Sammy Lee á bekknum!! :biggrin:

HM: 8-liða úrslitin hefjast á morgun!

Hópferð frá Norðurlandi til Anfield!