Hópferð frá Norðurlandi til Anfield!

Ég var beðinn um að koma þessu á framfæri á þessari síðu – EÖE


Nú í október ætlar Iceland Express að vera með beint flug frá Akureyri til London, áhugi hefur myndast á Akureyri að nýta þetta flug til að fara í hópferð á leik með Liverpool á Anfield, haft hefur verið samband við Express-ferðir og strákarnir þar eru til í að verða okkur innan handar með skipulagningu á ferðinni þe. flug, gistingu og rútuferðir. Til að svona ferð verði að veruleika verðum við að fá góða þáttöku og því erum við farnir að safna liði og allir sem sýna þessari ferð áhuga eru beðnir að senda lína á baddi@husa.is , athugið samt að þetta er allt á byrjunarstigi en með góðri þáttöku verður þetta að veruleika. Það eru tveir leikir í boði Liverpool – Blackburn 14. október og Liverpool – Aston Villa 28. október. Það er reyndar ekki orðið ljóst hvaða leikir verða færðir yfir á sunnudag en það ætti að koma í ljós á næstu dögum. Eftir að það er ljóst þá getum við byrjað að skipuleggja þetta.

Liverpool-kveðja
Baddi

Ein athugasemd

  1. Glæsilegt frammtak, er búin að hafa samband við þig og við erum til. Ég er svo að hafa sammband núna við félaga mína og það kæmi mér ekkert á óvart ef við myndum verða svona 3-6 félagar sem myndum koma með.

Lampard meiðist

Cheyrou til Rennes