Engillinn Thierry Henry

Ég var eiginlega búinn að gleyma þessu, en var [minntur]() þegar ég las frétt á BBC.

Allavegana, eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni kom Thierry Henry fram með þessi ummæli:

>Next time I’ll learn to dive maybe, but I’m not a woman

Eftir Spánarleikinn, þá er greinilegt að hann hefur [lært fljótt](http://www.youtube.com/watch?v=MLlruACJbvU&search=puyol%20henry). Þetta kallast víst hræsni.

35 Comments

  1. Mér finnst þetta Henry dæmi engu skárra en það sem Rivaldo var fordæmdur fyrir á síðasta HM. Mér finnst að menn eigi hreinlega að vera dæmdir í bann fyrir svona lagað. Veit ekkert óheiðarlegra en þegar menn eru að reyna að fiska annan fótboltamann af velli og í bann með svona aumingjaskap. Svo var hann að fordæma þetta sjálfur. Nei, Henry hrapaði svo hrikalega núna í virðingarstiganum hjá mér að sjaldan hef ég upplifað annað eins. Eins og hann var í miklum metum hjá mér, en það hefur sko breyst hratt undanfarið, eða síðan í úrslitaleik CL.

  2. Ég var einmitt að tala um þetta við bróður minn í útsendingunni í gær: “á hvað var verið að dæma???” Og svo grípur hann um andlitið á sér og engist og djöflast … þessi maður er the equivalent of kúkur og ég vona sannarlega að Brassarnir taki vel á honum.

    Henry er líka Arsenik maður og það er ekkert lið sem ég hata meira en Arsenik … djöfulsins hypocrite!!

  3. Ég er fullkomlega sammála þér SSteinn. Þó ég sé harður Liverpool maður hef ég alltaf haldið upp á Henry, virkilegur klassaleikmaður. En eftir þennan leik, þarf hann að gera eitthvað sérstakt, til að maður tali vel um kauða á ný.

  4. Vissulega var Henry að láta sig detta þarna til að reyna að fiska Krulluhausinn útaf. Þið sáuð kannski í leiknum Barca – Arsenal hvernig varnarmenn Barca létu ekki ökklana á honum vera og þá sérstaklega Carlos P. Henry gerir mistök í hita leiksins gegn krulluhausnum og vill fá hann útaf eftir áður háð stríð þeirra.

    Að þið skuluð vera að drulla yfir Henry fyrir að láta sig detta einu sinni er ekki í lagi. Við höfum séð leikmenn úr okkar liði Liverpool gera þetta. Ekki þarf að skoða lengra en aftur til Vináttuleiks Englendinga þar sem Gerrrard lét sig detta og fékk víti sem Lampard svo klúðrari.

    Henry er gríðarlega fair leikmaður sem gerir þetta ekki öllu jafna. Hann gerði þetta einu sinni og þá á að hengja hann. Engu máli skiptir hvað hann sagði eftir leikinn á móti Barca, menn segja margt þegar þeir eru búnir að tapa eins stórum leik og þá.

    Þið sem eruð hér að drulla yfir ekki meiri sakir en þetta eruð fullkomnir, er það ekki?

    Einar… skrítið að setja svona inn á þessa svo mjög góðu síðu sem ég held mikið uppá.

  5. Alveg rétt hjá Einari. Menn eru oft að bera saman Ronaldinho og Henry og velta fyrir sér hvor er betri. Aldrei hefur mér fundist fýlupokinn franski eiga þann samanburð skilinn.

  6. Málið er að menn eru að gagnrýna hann nú vegna þess að hann setti sig á háan hest eftir úrslitaleik CL. Það er því alveg rétt sem Einar bendir á – Þetta er hræsni!

    Ég þoli ekki að sjá svona atvik. Menn fá handlegg í síðuna, bringuna, magann en grípa um andlitið. Hvur andskotinn er það!!!!!

  7. Mgh, Gummi H svarar eiginlega gagnrýninni þinni. Mér myndi ekki detta í hug að fjalla um öll tilvik þess að menn láti sig detta, en mér fannst þessi hræsni í Henry vera þess virði að minnast á.

  8. Ef maður ætlar að tapa sér yfir hverjum einasta leikmanni sem lætur sig detta væri sennilega Ronaldinho sá eini eftir sem maður gæti þolað í leiknum. Og hann gæti vel látið sig falla gegn Frökkum, ef tilefnið og aðstæður leyfa.

    Ég persónulega skil Henry vel og ætla ekki að fordæma hann eða tala um “stjörnuhrap,” jafnvel þótt hann hafi fordæmt þetta sjálfur í maímánuði. Eins og var bent á hér fyrr þá elduðu hann og Carles Puyol grátt silfur saman í úrslitum Meistaradeildarinnar, þannig að að vissu leyti sá sá franski þarna tækifæri til að hefna sín grimmilega á þeim spænska.

    Svo verður að taka mikilvægi aðstæðnanna inní spilin. Það voru átta mínútur eftir og staðan 1-1, í 16-liða úrslitum gegn liði Spánverja sem átti að vera betra liðið í þessum leik. Ef við bætum því ofan á persónulega hefnd gagnvart Puyol sjáum við að Henry hafði töluvert knýjandi ástæður fyrir því að taka dýfu.

    Jú, þetta er ljóður á leiknum í dag en hann er það líka þegar Steven Gerrard, Harry Kewell, Luis García og margir fleiri Liverpool-menn gerast sekir um hið sama. Ég ætla ekki að æsa mig yfir þessu, því ef ég fordæmdi Henry fyrir það sem ég hef séð Luis García gera ótal sinnum væri ég hræsnari.

    Og ef einhver segir ykkur að hann hefði ekki gert það sama í sporum Henrys, þá er hinn sami að ljúga. Að geta hefnt sín á Puyol, tryggt landsliði sínu sigur í 16-liða úrslitum gegn Spánverjum? Ég hefði farið í grasið háskælandi, en brosandi inní mér, og þið hefðuð allir gert það líka!

  9. Mér þykir fólk sem hér drullar gjörsamlega yfir Thierry Henry vera með snertu af klóreitrun. Ef þið horfið mjög göngæfilega á HM að þá sjáiði í 9 af hverjum 10 tilvikum sem einhver dettur í jörðina mjög leikræn tilþrif. Afhverju? Jú, það virðist vera sem dómarinn dæmi ekki lengur á brot nema leikmenn kryddi brotið eins og hægt er. Puyol BRAUT á Henry með því að hlaupa fyrir hann og Henry klárlega ýkti brotið en brot var það engu að síður. Ef menn sjá ekki brot úr þessu þá er í raun alveg hægt að hætta að dæma á brot almennt í boltanum. Open your eyes people! 😡

    PS: Ég er Liverpool-aðdáandi svona fyrir þá sem telja mig Arsenal-sleikju fyrir að verja Henry.

  10. >Mér þykir fólk sem hér drullar gjörsamlega yfir Thierry Henry vera með snertu af klóreitrun

    Eikifr, lestu fokking pistilinn áður en þú byrjar með þessar blammeringar.

    Það er hræsnin í kommentum Henry eftir úrslitaleikinn og gjörðir hans í gær, sem var orsök skrifanna, ekki leikaraskapurinn per se.

    Já, Luis Garcia og Kewell láta sig falla aðeins of auðveldlega. En þeir reyna hins vegar ekki að setja sig á einhvern ofurháan stall einsog Henry reyndi að gera eftir úrslitaleikinn.

    Henry er hræsnari fyrir að stunda nákvæmlega þá iðju, sem hann sagðist vera hafinn yfir fyrir nokkrum vikum síðan.

    Það er punkturinn minn.

    Kristján Atli náði greinilega ekki heldur tilgangi skrifa minna. Það er ágætt. Það, sem við þurfum á þessari síðu er almennileg ritdeila á milli okkar.

  11. Ég hef aldrei haldið öðru fram um alla leikmenn, að þegar þeir grípa um einhvern hluta líkama síns sem augljóslega varð ekki fyrir hnjaski, þá eru þeir alvarlega leiðinlegir. Mér finnst þetta verra en að feika brot. Það vita allir að andlitssnerting er litin alvarlegum augum í fótboltanum og þess vegna finnst mér þetta verulega hræsnislegt af Henry! Fyrir mér er þessi alvarlegi andlitsáverki sem Henry hlaut svona “botninn” á því sem mér finnst hafa verið að aukast hjá honum. Hann setur sig á háan hest, hann lét liðið sitt bíða og bíða eftir undirritun nýs samnings (við vorum jú reiðir við Steven Gerrard á tímabili í fyrra fyrir samskonar dæmi, er það ekki?), Henry hefur fallið í jörðina á þessu HM móti áður og persónulega finnst mér attitudið hans hafa farið versnandi síðustu misseri/mánuði.

    Svo finnst mér Mgh vera með fáránleg rök þegar hann spyr kaldhæðnislega hvort “…við séum ekki fullkomnir…” – hver var punkturinn og tilgangurinn með þessu kommenti? Hér á þessari síðu hefur oft verið rifist yfir hinu og þessu, og má ég þá benda Mgh á sum komment hérna frá okkur á Jose Mourinho – á ekki það sama við þar? Ef við gagnrýnum hann eða yfir höfuð einhvern bara… erum við þá að ýja að því að við séum fullkomnir?? Nei, við erum hreinlega bara að gagnrýna það sem er gagnrýnivert.

    Ég hef ekki neitað því heldur að um ýkjur í mörgum tilfellum sé að ræða. Hins vegar finnst mér t.d. munur á García og Henry núna sá, að García hefur hvergi komið með komment um þetta eða vænt einhvern opinberlega um að dífa sér og þykjast ekki gera það sjálfur. Ef ég hef vitlaust fyrir mér í því, þá vil ég glaður fá að vita það.

    Einnig hefur BBC og SkySports og eflaust fleiri vefir og fjölmiðlar talað um þetta krítíska augnablik í leiknum. Henry neitar í viðtali að um dýfu hafi verið að ræða! Mér þykir miður samt, að sjá ekki í þessum fréttum að alvarlegasti punkturinn er sá að hann grípur um andlitið sárþjáður meðan það var alveg ósnert. Líkt og með Rivaldo fyrir fjórum árum, þá lækkar álit mitt á Henry fyrir þetta atvik.

    Ég fordæmi svona andlits”feik” hjá öllum leikmönnum. Ef einhver getur bent mér á samskonar atvik hjá Liverpool manni, þá mun ég fordæma þann spilara, EN…. ég veit líka að mín skoðun er lituð af fyrra og vaxandi ó-áliti á Henry og það að hann skuli vera í Arse…

  12. Vá hvað ég er sammála síðasta ræðumanni, Henry vissi sko alveg hvað hann var að gera! Með því að grípa um andlitið vissi hann alveg allan tímann að hann var að Pyuol í vandræði, og miðað við hans viðbrögð virtist þetta vera hálfgert rothögg en samt var hann alveg ótrúlega snöggur að jafna sig, en miðað við þetta comment : “Next time I?ll learn to dive maybe, but I?m not a woman ” þá hlýtur hann að styrkja kvennalið Arsenel mikið á næsta ári..! :laugh:

  13. Einar Örn sagði:

    “Kristján Atli náði greinilega ekki heldur tilgangi skrifa minna. Það er ágætt. Það, sem við þurfum á þessari síðu er almennileg ritdeila á milli okkar.”

    Ókei, viltu ritdeilu? 🙂

    Ég náði alveg því sem þú varst að meina með pistlinum. Þú varst ekki að blammera Henry fyrir leikaraskapinn sem slíkan, heldur fyrir það að þetta skuli hafa átt sér stað mánuði eftir að hann blammeraði meira og minna alla aðra en sjálfa sig fyrir að stunda þennan óhugnað sem leikaraskapur er. Ég náði því, og setti ekki út á þau ummæli hjá þér.

    Ég notaði hins vegar mín ummæli til að taka það skýrt fram að ég ætlaði ekki að bregðast jafn hart við þessu eins og þú gerðir, jafnvel þótt um hræsni hefði verið að ræða af hálfu Henry. Ástæðan fyrir því að ég bregst ekki illa við hræsni Henrys er sú að ef ég gerði það væri ég alveg jafn mikill hræsnari og hann, af þeim ástæðum að ég veit sem er að ég hefði sennilega gert það sama í hans sporum, og að ég hef gert mig “sekan” um að fagna því þegar mitt lið (Liverpool) hagnast á umdeildum atvikum sem þessum.

    Jú, það er alltaf súrt í bland við sætt að fagna slíku. Harry Kewell lét sig detta og dæmd var vítaspyrna á Yeovil og ég fagnaði, en hálf skammaðist mín fyrir. Svo mundi ég: hversu oft voru okkar menn undir stjórn Houllier rændir augljósum vítaspyrnum þennan veturinn? Ég taldi atvikin í huganum og fagnaði svo, því við áttum einn svona vafasaman dóm inni.

    Fyrir rúmu ári síðan skoraði Luis García frægt mark gegn Chelsea og þegar það gerðist gat maður ekki verið viss um að hann hefði farið inn. Margendurteknar endursýningar og nokkrar glöggar ljósmyndir áttu síðar eftir að staðfesta að boltinn fór yfir línuna, en jafnvel þegar ég var ekki viss, í hita augnabliksins, hvort boltinn fór yfir eða hvort þetta var hrein og klár heimadómgæsla þá fagnaði ég eins og brjálaður maður. Ég gerði það af því að:

    1. Xabi Alonso horfði á umræddan leik úr áhorfendastæðunum. Takk, Eiður.

    2. Tiago. Anfield á nýársdag. Hendi á marklínu sem neitaði Antonio Nunez um sitt fyrsta mark með Liverpool.

    3. Xabi Alonso. Anfield á nýársdag. Fótbrotinn eftir tæklingu Frank Lampard.

    4. Hinn yndislega óþolandi José Mourinho.

    Ég fagnaði. Og skammaðist mín ekkert fyrir. Og mun ekki skammast útí Frakka fyrir að fagna í gær, né Henry fyrir að hafa tekið út smá karma á Carles Puyol, því þótt ég sé Barcelona-maður verð ég að viðurkenna að hann átti þetta að vissu leyti inni eftir meðferðina á Henry í París í maí.

    Nógu skýrt fyrir þig Einar, eða þurfum við að framlengja þessa ritdeilu okkar? 🙂

  14. Mér finnst þessar afsakanir fyrir hönd Henry vera ansi hreint aumar. Hann kemur sjálfur fram í dag og segist ekki leika. Heldur maðurinn að alheimur sé blindur?

    Mér er nokk sama hvort það sé Stevie G, Robbie Savage eða hver annar. Ég þoli ekki leikaraskap og vil hann út úr fótboltanum og það í gær. Það er ekkert meira sem fer í taugarnar á mér. Jú maður fagnar marki hjá sínum mönnum, en engu að síður þá finnst mér það eigi hreinlega að dæma menn í bann ef þeir verða uppvísir að slíku til að útrýma þessu úr fótboltanum. Mér finnst menn hérna vera bara sáttir við að þetta sé hluti af leiknum og það finnst mér virkilega miður verð ég að segja. Þetta Henry dæmi var álíka öfgakennt og hjá Rivaldo á sínum tíma og var sá maður nú aldeilis fordæmdur af nánast öllum. Og þetta með að hefna fyrir eitthvað sem Puyol gerði í úrslitaleiknum og réttlæta leikaraskapinn með því, finnst mér í hæsta máta kjánalegt. Er í lagi að Carra fótbrjóti Lucas Neill í næsta leik, því hinn gerði það sama einu sinni? Nei takk, þetta á ekki að virka þannig og að reyna að afsaka hann vegna þessa er að mínum dómi út úr korti. Og svo réttlætingin með að tala um að maður hefði gert það sama, eru menn virkilega þannig þenkjandi að menn vilji svindla og beita óheiðarlegum brögðum? Reyna að ná manni útaf fyrir rangar sakir? Mynduð þið gera þetta í hinum almenna lífi? Svindla? Ljúga upp á nágrannann þannig að honum verði refsað?

    Vonandi verður tekið hart á svona málum í framtíðinni, í bann með þessa leikara, því þeirra staður er á Broadway en ekki á fótboltavellinum.

  15. Ég bara skil ekki hvaða “meðferð” Henry fékk eitthvað sérstaklega frá Puyol í París – ég man að rauða spjaldið var sanngjarnt og ég man líka að í þeim leik fengu Arse… mennirnir aukaspyrnu ókeypis …. ehemm, vegna leikaraskaps.

    Svo kvartar Henry yfir leikaraskapnum, minnist auðvitað ekki á aukaspyrnuna sem Arse… fékk (er það?? 🙂 ) og fordæmir meðferð Barca-manna á sér og sínum. Henry er frábær knattspyrnumaður á niðurleið, attitudið er að fara með hann.

    Og ég tek undir með SStein, sem greinilega er á sömu línu og ég, að það að réttlæta leikaraskap út af einhverju gömlu, eða það að “eiga eitthvað inni” síðan fyrir mánuði síðan, er bara ferlega asnalegt viðhorf að mínum dómi.

    By the way, mér finnst fútt í því að finna fyrir smá hita hér – það er ekki eilíft gaman ef allir eru alltaf sammála um allt, er það? 🙂

  16. Einar Örn: Ég las fokkíng commentið þitt. Þetta snýst ekki um hræsni. Þetta snýst um það að fótboltinn yfir höfuð er orðinn eitraður af leikmönnum sem gera ALLT (lesist: allt!) til að vinna leiki. Thierry Henry hefur verið einn af þeim heiðarlegri að mínu mati í boltanum (ef hægt er að taka svona til orða núorðið) og skiljanlega er Henry frústreraður eftir úrslitaleikinn í CL fyrr í sumar og segir svona í bræði sinni. Hann oflék þetta brot og þetta kemur aftan í bakið á honum. Hann er þó allavega heiðarlegur þegar kemur að því viðurkenna slíka hluti. Ef ég man rétt þá sagði Didier Drogba LIVE í sjónvarpsviðtali að hann léti sig detta og neitaði því síðan í næstu setningu á eftir.

    En í beinu framhaldi af þessu…þið þarna úti sem eruð að gera í buxurnar af bræði út af þessu atviki…svarið þessari spurningu:

    “Haldiði að Thierry Henry hefði fengið sína réttlátu aukaspyrnu ef hann hefði EKKI látið sig detta svona fagmannlega”?

    MITT SVAR: NEI! Í dag þurfa yfirburða leikmenn eins og Thierry Henry að leggjast á lágt plan til þess að fá aukaspyrnur og slíkt sem þeir réttilega eiga skilið vegna afturhaldsstefnunnar sem er í boltanum. Fótboltinn er orðinn hraðari og leikmenn orðnir lúmskari en dómararnir hafa staðið í stað. Það er að eyðileggja leikinn. I rest my case.

  17. Er sammála SStein að það þarf að útrýma þessum leikaraskap úr boltanum og það gerist með harðari viðlögum eftir leiki og/eða á meðan leik stendur með dómara upp í stúku sem, sem er í sambandi við dómara leiksins um atriði sem hann sér ekki. Rautt spjald á leikmann sem er staðinn að verki í að fiska einhvern útaf eða rúlla sér um hálfann völlinn fyrir það eitt að detta um sjálfann sig. Sekta þá síðan með hárri peningasekt og koma þessu helvíti úr boltanum. Þetta er ekki lengur umræðuefni að fá sjónvarpsvélar á leiki, þetta er orðin staðreynd sem þarf að koma.

  18. eikifr: ég tók það fram í commentinu mínu t.d., að í viðtali segist Henry EKKI hafa feikað fallið, að hann hafi ekki leikið, ekki dýft sér!!!! — Ekki merki um heiðarlegan leikmann þar á ferð.

    Viðurkenning (??) Henrys á dýfunni??

    Og svo er þetta orðin réttlát aukaspyrna, sem Henry hefði EKKI fengið, ef hann hefði ekki gripið svona átakanlega um andlitið á sér. — Þú ert sem sagt að verja þetta með því að hann átti það skilið, og annars þykistu þess fullviss um að ekki hefði verið dæmd aukaspyrna???

    Og þó svo að sumir dómarar hafi gert í brækurnar í sumum tilfellum þarna á HM þá getur þú ekki alhæft að dómarar (eins og um eitthvað almennt sé að ræða) séu staðnaðir en leikmenn ekki. Mér finnst líka skrítið að tala um réttlætingu á bakvið átakanlegt fall Henrys og viðurkenna að hann hafi verið að leika, þegar hann sem yfirburðamaður þurfi að grípa til þess lága plans vegna þess að annars fengi hann ekki það sem hann ætti skilið. Eiga þá dómarar að hugsa sem svo: “hmmm, hann lét sig falla ýkt en á skilið aukaspyrnu?” Ert þú dómarinn á það hvað er sem sagt réttlætanlegt í þessu? — Svo í næsta kommenti tekurðu undir það að útrýma eigi leikaraskap … ertu þá að segja að aukaspyrnan hafi verið réttlætanleg … en að það ætti mögulega að sekta Henry eða jafnvel setja í bann fyrir ýktan leikaraskap?

    Ég bara spyr …

  19. Það er aldeilis hitinn yfir akkúrat engu.
    Styð Mgh og Kristjan Atla. Henry hafði EKKI átt góðan dag og svosem í lagi að krydda brot úti á velli eftir langan sprett á 80. mín… Við hefðum allir gert slíkt hið sama (þó ekki nema til að hvíla okkur eftir sprettinn) og sérstaklega ef mótherjinn lék okkur grátt fyrir mánuði síðan.

    Tek ofan fyrir Henry fyrir að halda sig við Arsenal frekar en að stökkva á hærri tekjur og líklegast fleiri titla.

    Svo finnst mér þetta atriði ekki vera 100% leikaraskapur en ég er greinilega einn um það.

    ps. Ég held ekki með Arsenal og alls ekki Frakklandi, takk

  20. Hvað eru menn að meina með úrslitaleikinn í CL í vor? Betra liðið vann og Henry klúðraði tveimur dauðafærum. Ef hann kvartar yfir “meðferð” Puyol á sér þá á hann bara að fara í blak.

    Munurinn á Steve Gerrard og Thierry Henry ef það á að bera menn saman er það að Gerrard klárar stórleiki með mörkum, ósérhlífni og hörku. Skallinn á móti Milan, skotið á móti Olympiakos, mörkin á móti West Ham, spilaði draghaltur í þeim leik. Haldið þið að Thierry Henry hefði mætt í bakvörðinn á móti Barcelona með bros á vör og hjálpað sínum mönnum að klára dæmið. Aldrei man maður eftir því að Gerrard hafi vælt eins og þessi litla kerling eftir leiki. Í viðtölum eftir sára tapleiki heyrir maður Gerrard og Ronaldinho iðulega segja “we didn´t do enough”. Dæmigert viðtal hjá Henry er “they kicked us/the ref did us in” osfrv. Mikill ljóður á frábærum leikmanni.

    Þess vegna er Henry ekki einu sinni númer tvö þegar bestu fótboltamönnum heims er raðað upp.

  21. The Liverpool forward Luis García, however, believed France had performed effectively to limit the Spanish threat. “France knew what to do,” he said. “Their players may not have shone in this tournament so far but they were patient throughout the game and hit us.

    “We were working very well as a group, the team had a lot of confidence going into the game and it’s painful to leave Germany at this stage.”

    – ekki mikið væl hérna?

  22. Thierry Henry er fyrirmyndar knattspyrnumaður sem ég vildi glaður hafa í mínu liði. Að væna hann um hræsni er að mínu viti alveg stórfurðulegt. Það sem hann var að reyna að segja með þessum ummælum sínum var það að að eftir það virðist vera línan í nútímaknattspyrnu að menn ýkja brot og beita óheiðarlegum meðölum og hann hafði fengið að kenna á því. Ef þú ýkir ekki brot er einfaldlega ekkert dæmt. Þess vegna segir hann þetta eftir leikinn. Ef leikmaður beitir ekki þessum meðölum þá lendir hann undir. Einhverjir hefðu einfaldlega farið að væla og sagt að það væri alltaf verið að svindla á sér, en Henry hefur þann knattspyrnulega metnað að aðlaga sig að leiknum. (-Án þess þó að vera kelling) Gæti trúað því að vissir aðilar hér þyrftu að taka eigin skilning á nútímaknattspyrnu í sömu naflaskoðun. Annars gæti ég trúað því að þeir sem hér hæst röfla mættu einfaldlega draga hausinn úr sínu hlutdræga Liverpool-rassgati.

    Sá sem þetta ritar er stuðningsmaður Liverpool og studdi þar af leiðandi Spánverja á HM 2006.

  23. Hversu erfitt er fyrir menn eins og Kristinn að skilja það að þetta mál kemur Liverpool bara akkúrat ekkert við. Talar um að taka hausinn út úr sínum hlutdræga Liverpool rassi :confused:

    Legg til að þú lesir aðeins yfir það sem verið er að segja í þessum umræðum áður en þú ferð að drullumalla.

  24. Þetta snýst um að vera samkvæmur sjálfum sér. Steven Gerrard hefur gerst sekur um grófan leikarskap. Ekki varð ég var við það þá að honum hefði verið úthrópað af þeim sem hæst hrópa nú. Er það eitthvað furðulegt að draga þá ályktun að það hafi eitthvað með það að gera að hann sé leikmaður Liverpool, Henry leikmaður Arsenal og þú stuðningsmaður Liverpool? Spyr sá sem ekki veit.

    Það sem ýmsir hafa verið að segja í þessari umræðu hefur einfaldlega verið á villigötum og ÞESS VEGNA skrifaði ég, ekki til að sökkva mér í sama pytt. Annars vekur það athygli mína að þú gerir enga athugasemd við þau ummæli mín að vissir aðilar ættu að taka skilning sinn á nútímaknattspyrnu til naflaskoðunnar. Þú ert kannski þegar byrjaðu? 😉

  25. Finnst líka vert að benda Kristni Sigurðssyni á það, að Henry kvartaði yfir leikaraskap í úrslitaleiknum í CL en gerir þetta svo sjálfur. Þetta er kallað hræsni, ofboðsleg skýrt! Og Henry var ekkert að tala um það að væri einhver lína í nútímafótbolta að ýkja brot, – eða geturðu lesið hugsanir mannsins??

    Fyrir utan það, þá er þetta líka fáránleg kenning. Ef við trúum því sem þú segir (eða túlkar fyrir Henry), þá er ekki dæmt nema brotið sé ýkt með leikaraskap. Allar þær aukaspyrnur og bara yfir höfuð brot á HM – hafa sem sagt verið ýktar? Hefur ekkert brot verið dæmt, sem er actually heiðarlegt brot? Og af því að Henry greip angistarfullur um andlitið á sér þegar það var ósnert, þá er það bara út af því að hann er að aðlagast leiknum???? Þetta er svo mikið bull að ég er ekki viss um að það sé minn haus sem er í mínu hlutdræga Liverpool-rassgati.

  26. Gott partý. Synd að manni hafi ekki verið boðið. 🙂

    Ég hefði nú á einhvern hátt getað komið Finnan fyrir í suðupottinum. 😉

    Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst umræðan um leikaraskap oft hálf undarleg. Mér finnst oft afar erfitt að meta hvort um leikarakap sé að ræða eða ekki. Oft hoppa menn nú bara upp úr tæklingum til að meiðast ekki og lenda svo kylliflatir án þess að um snertingu sé að ræða.

    Mér finnst þessi umræða t.d. hafa gengið allt of langt í Englandi enda sé maður stundum leik þar sem ekkert er dæmt í svona 30 mín og svo aukapyrna og rautt þegar einhver dauðatæklingin kemur. Ég er líka á þeirri skoðun að öll umræða um leikaraskap hafi gert það að verkum að enska deildin er með einhverja lélegustu dómara Evrópu.

    Henry lék það að hann hefði fengið högg í andlitið. Hann fékk svo sannarlega högg í bringuna af Puol sem lét sig svo detta fagmannlega í kjölfarið. Ég sé enga ástæðu til að dæma þá út frá þessu eina atviki. Báðir voru bara að gera sitt besta til að vinna í einhverjum skemmtilegasta leik í heimi.

    Ég held að menn ættu svo ekki að bera leikinn saman við hið daglega líf. Það er meðvituð ákvörðun um að hafa einn dómara í stað margra upp í stúku með myndavélar til að styðja sig við, bara með skemmtanagildi leiksins í huga.

    Ég fullyrði líka að sá fótboltaleikur hefur ekki enn verið spilaður þar sem dómarinn tekur hundraðprósent réttar ákvarðanir og allir leikmenn beggja liða hafa rétt við.

    Svo skil ég heldur ekki þá sem eru á móti leikaraskap. Í leik er brotið marg oft á bestu leikmönnunum viljandi til að reyna að stoppa þá. Þarna erum menn líka að hafa rangt við á sama hátt og þeir sem leika að brotið hafi verið á þeim.

    Allt hluti af leiknum.

    Áfram Liverpool!

  27. Hössi: Svo skil ég heldur ekki þá sem eru á móti leikaraskap. Í leik er brotið marg oft á bestu leikmönnunum viljandi til að reyna að stoppa þá. Þarna erum menn líka að hafa rangt við á sama hátt og þeir sem leika að brotið hafi verið á þeim.

    Ertu semsagt að segja að fyrst einn leikmaður brýtur af sér (eða reynir það), þá sé allt í lagi fyrir hinn að gera það sama og leika brotið? Þetta er eitt það mesta bull sem ég hef heyrt… :confused:

    Er svo sammála hverju orði frá SSteini hérna.

  28. “Next time I?ll learn to dive maybe, but I?m not a woman”

    Má ég spyrja þig elsku Doddi hvernig þú túlkir þessa setningu hans Henry? Next time I´ll learn to dive – Hvar er hrokinn í þessu? Hvað myndir þú segja eftir leik þar sem hefði verið brotið ítrekað á þér án þess að dæmt hefði verið? Hann úthúðar ekki dómaranum og athugið hann úthúðar ekki andstæðingunum fyrir óheiðarlegan leik. Hann segir einfaldlega ,,Next time I´ll learn to dive maybe”.
    Síðan er það vissulega rétt hjá þér að það hafa verið dæmd brot á HM án þess að brotið hafi verið ýkt. En hin skiptin eru einfaldlega mikið fleiri og segð þú mér Doddi af hverju þurfa góðir leikmenn að sætta sig við það að það sé ítrekað brotið á þeim án þess að nokkuð sé dæmt? Af hverju?

  29. >og athugið hann úthúðar ekki andstæðingunum fyrir óheiðarlegan leik. Hann segir einfaldlega ,,Next time I´ll learn to dive maybe”.

    Ef ég tapaðí fyrir þér í leik og færi svo í viðtal, þar sem ég væri geðveikt fúll og segði við viðmælandann: “kannski ég læri bara að svindla fyrir næsta leik”, myndir þú ekki taka það sem skoti á þig?

    >Síðan er það vissulega rétt hjá þér að það hafa verið dæmd brot á HM án þess að brotið hafi verið ýkt. En hin skiptin eru einfaldlega mikið fleiri

    Ertu að segja að meirihluta brota á HM hafi verið dæmd að hluta til vegna þess að þau voru leikin? Meirihluti?

    >segð þú mér Doddi af hverju þurfa góðir leikmenn að sætta sig við það að það sé ítrekað brotið á þeim án þess að nokkuð sé dæmt? Af hverju?

    Getur þú bent á tilvik í Spánarleiknum þar sem brotið var á Thierry Henry án þess að það væri dæmt á það?

  30. Hjördís: qoute – Ertu semsagt að segja að fyrst einn leikmaður brýtur af sér (eða reynir það), þá sé allt í lagi fyrir hinn að gera það sama og leika brotið? Þetta er eitt það mesta bull sem ég hef heyrt…

    Nei ég er ekki að segja það. Bara alls ekki. Ef þú skilur ekki setninguna plís ekki búa til eitthvað rugl úr henni.

    Ég var bara að reyna að útskýra að bæði atriðin eru leikbrot. Sá sem reynir viljandi að brjóta á leikmanni er jafn sekur og sá sem reynir að fiska leikbrot. Mér finnst ekki hægt að fordæma þann sem reynir að fiska en ekki þann grófa. Bæði atriðin er hluti af leiknum.

    Annars er ég á móti óheiðarlegum leikmönnum. Hvaða brögðum sem þeir beita.

    Áfram Liverpool!

  31. Kristinn … Einar svarar þessu mjög vel. En ef Henry er svona heiðarlegur maður og gagnrýnir leikaraskap eftir CL leikinn, ásamt því að hann hafi svo oft orðið fyrir barðinu á brotum en ekkert dæmt (væntanlega vegna þess að hann oflék ekkert), finnst þér þá ekki hræsni að lenda í þessu örlagaríka broti í landsleiknum og grípa fyrir andlitið, og segja svo svart á hvítu: Ég lék ekkert, ég er ekki svindlari!!!!! Hann gagnrýndi leikaraskap eftir CL leikinn og þó svo að hann hafi sagt “next time I’ll learn to dive maybe …” þá gerir það kvörtun hans ekkert að minni hræsni eftir leikinn á móti Spánverjum.

    Svo finnst mér alveg frábær fullyrðing hjá þér, Kristinn, að ofleikin/leikin brot séu miklu fleiri en “réttlát” brot …. – mér þætti gaman sjá tölfræðina sem styður þig í þessu. Hversu margar aukaspyrnur hafa verið dæmdar og hversu margar af þeim eru ofleiknar? Þú hlýtur að hafa þetta á hreinu!

    Og af hverju ertu að taka það sérstaklega fram að “góðir leikmenn” þurfi sérstaklega að sætta sig við það að brotið sé á þeim og ekkert dæmt??? Ertu nógu hlutlaus í þessu, til að sjá það að það er ekki alltaf brot þegar Henry eða einhverjir aðrir eiga í hlut? Stundum er um að ræða fína tæklingu og löglega – það að Henry eða “góðir leikmenn” detti í návígum er ekki alltaf ávísun á að það sé brotið á þeim.

    Og til að svara spurningunni þinni beint: þá á enginn (góður eða ekki!!) leikmaður að þurfa að líða það að brotið sé á honum stöðugt en ekkert dæmt – hef ég einhvers staðar haldið því fram?

  32. Svo skil ég heldur ekki þá sem eru á móti leikaraskap. Í leik er brotið marg oft á bestu leikmönnunum viljandi til að reyna að stoppa þá. Þarna erum menn líka að hafa rangt við á sama hátt og þeir sem leika að brotið hafi verið á þeim.

    Hössi, um hvaða tæklingar/brot ertu að ræða um? Það er ábbiggilega ekki neinn hér ósammála þér í því að tæklingar eins og R.Keane á A.I.Haaland í leik Man Utd og City séu algjörlega fáránlegar og eigi ekki að sjást í boltanum rétt eins og leikaraskapur. En hver eru rökin til að réttlæta leikaraskap í þessari setningu? :rolleyes:

    Þú virðist vera að setja á sama stall

Aurelio til Liverpool (staðfest)!

Liverpool vinnur og Everton í Meistaradeild!