Cisse vill fara til Marseille.

Skv. SkySports þá er Cisse búinn að gefa það út að hann [vill fara til Marseille](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=398973&CPID=24&clid=144&lid=2&title=Cisse+waiting+on+Marseille) og að félögin séu núna að semja um kaupverð á kappanum. Það er ljóst að Cisse mun ekki spila fyrr en í nóv./des. á fullu en samt hefur Marseille ítrekað gefið það út að þeir vilji tryggja sér leikmanninn. Hvort verðið á Cisse hafi farið niður eftir fótbrotið eður ei er óljóst en ég sá einhversstaðar upphæðina 8 milljónir punda.

Ef af þessu verður, sem ég tel afar líklegt, þá tel ég næsta víst að við munum kaupa annan framherja ásamt Craig Bellamy.

3 Comments

  1. Ef einhver er nógu vitlaus til að kaupa fótbrotinn leikmann, verði honum að góðu.

    Eins og Cisse er um margt skemmtilegur karakter fittaði hann bara aldrei almennilega inn í þetta lið og fannst mér sértaklega vanta uppá leikgleði og vinnusemi hjá kappanum.

  2. Ef af þessum deal verður þá held ég að við sjáum ekkert af þeim peningum fyrr en leikmaðurinn fer að spila eitthvað.

  3. Bestu fréttir sumarsinns að mínu mati, ef við fáum einhvern pening fyrir hann NÚNA og getum notað hann til leikmannakaupa yrði það FRÁBÆRT!

Adios España

Aurelio til Liverpool (staðfest)!