Strachan

Rödd skynseminnar í dag: [Gordon Strachan: Bring back Crouch and let Rooney do his own thing](http://blogs.guardian.co.uk/worldcup06/2006/06/27/bring_back_crouch_and_let_roon.html).

Já, og svo vill Ronaldo bara [fara frá Man U](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=398695&CPID=8&clid=359&lid=2&title=Ronaldo+ready+for+Real+switch). Ja hérna! Man U menn verða í verulegum vandræðum ef þeir missa bæði van Nilsteroy *og* Ronaldo.

Já, og þetta [kvót](http://football.guardian.co.uk/worldcup2006/story/0,,1806874,00.html) er einfaldlega of fyndið:

>When Aragonés was asked yesterday whether he would apologise to the forward in person tonight, he said: “No, no, don’t go down that road. Henry knows through Reyes, through everything [how I feel]. I won’t talk about it for another second. It’s a topic that isn’t worth talking about. Why? Because it’s not like that. I have black, Gypsy and Japanese friends, **including one whose job is to determine the sex of poultry.**”

12 Comments

  1. Update a Kewell dæminu. Greinargóð lýsing á Norsku síðunni

    http://liverpool.no/cda/storypg.aspx?id=8181&zone=1&parentzone=0

    einnig smá lýsing hér
    http://www.koptalk.com/detail_subtitle_listing.php?link_id=3168&subid=2&sticky=0

    Aumingjast strákurinn, það ætlar ekki af honum að ganga. Hann er allavegna ekki á leiðinni til annars félags, hver vill kaupa mann með gigt.

    Annars væri kannski gott fyrir stráksa að fara e-ð suður á bóginn. það hjálpar allavegna minni gigt

  2. Gamli maður á veraldarvefnum: lestu kommentin við þetta blogg. Ég fæ allavega ælu upp í kok þegar ég sé tengla frá koptalk.

  3. Svo þú heldur að þessi síða snúist um þig Höski minn.
    Leiðinlegt að þú hafir fengið velgju elsku drengurinn minn.
    Eða varstu bara að þykjast vera kaldur kall því að koptalk á ekki að vera svöl síða?
    Ég sendi inn þá tengla sem mér sýnist ef það tengist því sem um er rætt, reyni að virða þessa síðu og býst við því að ef ég geng yfir einhver mörk hafi RITSTJÓRAR samband við mig EKKI ÞÚ Höski minn. Góðar stundir

  4. Kynntu þér CrapTalk og hvernig Drunkan hefur staðið að málum þar. Þá áttaru þig á afhverju Liverpool menn vilja ekki lesa þessa síðu.

    …eða það sem best er, ekki koma nálægt henni

  5. Hey, gamli, slakaðu á.

    Við erum búnir að fara yfir þetta Koptalk mál oft hérna á síðunni. Við viljum helst ekki sjá tengla yfir á þá síðu hérna.

    Sú síða apar hvort eð er upp efni af öðrum síðum án þess að vitna í þær, þannig að það er oftast hægt að finna sömu greinar annars staðar. [Sjá t.d. umfjöllun Kristjáns um þetta](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/17/20.57.55/).

  6. Þakka skýr svör Einar minn.
    Svör geta verið svo miklu einfaldari og kurteisari en upphrópanir skrifaðar í móðursýki.
    Var ókunnugur þessu koptalk-máli og mun nú auðvitað virða óskir síðunnar.
    Og Hannes minn, poultry er fuglakjöt
    Góðar stundir

  7. Nokkuð hörð viðbrögð hjá þér gamli minn, ég var bara að benda á það sem allir púllarar eiga að vita. :tongue:

  8. Það átti reyndar að vera tengill yfir í bloggið sem Einar vísar svo í, í ummæli #3 líklega ástæða harðra viðbragða Gamla, ég greinilega klúðraði tenglinum. Biðst afsökunar.

  9. já og vona að þið afsakið geðvonsku gamals manns sem veit lítið um pólitík en þykist vita aðeins meira um fótbolta.
    Góðar stundir

Kewell og félagar úr leik (uppfært: Sviss líka!)

Bruno Cheyrou er á lífi…