Adios España


Jæja, okkar menn í spænska landsliðinu eru dottnir útaf HM. Þeir töpuðu fyrir Frakklandi. Þetta var verulega sárt, því Spánn hefði vel getað unnið þennan leik, þeir höfðu svo sannarlega styrk til þess.

En Spánverjar réðu hreinlega ekki við vörn Frakkanna með þá Gallas og Thuram fremsta í flokki. Munurinn á liðunum sást oft greinilega á varnarleiknum, en Puyol var frekar óöruggur í spænska liðinu. Af Liverpool mönnunum, þá spilaði **Xabi Alonso** allan leikinn og lék ágætlega, en þó unnu Frakkarnir miðjubaráttuna líka.

**Luis Garcia** kom svo inn sem varamaður fyrir Raúl í kringum 60. mínútu. Hann var líflegur og átti einn skalla á markið. Hann og Joaquin sprautuðu smá lífi í sóknarleik Spánverja (sem var áður steindauður), en það var ekki nóg.

Helvítist Vieira og félagar eru því komnir áfram og enn einu sinni eru Spánverjar farnir alltof snemma heim. Þvílík vonbrigði. Núna eru einu Liverpool mennirnir eftir á HM Englendingarnir fjórir. Kromkamp, Kewell, Xabi, Luis og Pepe eru allir dottnir út í 16 liða úrslitunum. Það er sorglegt.

7 Comments

  1. Það voru blendnar tilfinningar hjá mér fyrir þennan leik. Spánverjar með ungt og afskaplega skemmtilegt lið og auðvitað okkar menn þar að spila vel. En Frakkar hafa verið eitt af mínum uppáhalds landsliðum í yfir 10 ár. Ég var síðan í Frakklandi þegar þeir unnu EM 2000 og var það í einu orði sagt æðislegt.

    Frakkar tóku þetta á reynslunni og seiglunni og það verður að segjast eins og er að þeir áttu þetta eiginlega bara skilið. Ég býst við því að Brassarnir taki þá í fjórðungsúrslitum en hvað veit maður svo sem.

    Leiðinleg að Liverpool mönnunum fækkar óðum á mótinu. Það góða við það er að þessir menn fá nú lengra sumarfrí og koma sterkir til leiks og beita kröftum sínum í þágu liðsins sem skiptir jú öllu máli 🙂

  2. Ja, og subbulegt rangstodumark hja Adriano i hinum leiknum i dag. Hann var rosalega slakur i leiknum og…

    RONALDO!!

  3. Staðreynd sem maður hefði geta sagt sjálfum sér fyrir mót 😡 Spurning ef einhver segði spánverjunum að alvaran hefst í 16 liða úrslitunum. Frakkarnir koma upp á réttum tíma held ég og ég hef það á tilfinningunni að þeir vinni brassana. Brasilíumenn verða allavega ekki heimsmeistarar og ekki Ítalir heldur og hvað þá Englendingar! Sigurvegarar úr leik Brasilíu vs Frakklands (Frakkar) og Argentínu og Þýskalands (Þýskaland vænti ég) fara í úrslit.
    Zieg Heil!

  4. Hvernig væri að fara í það að fá þennan Joaquin til LFC? Mér finnst hann hrikalega öflugur. Akkúrat gaurinn sem okkur vantar á hægri kantinn. Sterkur, fljótur og spilar boltanum vel. Skil ekkert í því af hverju hann var ekki fastur í liðinu á HM. Leiðinlegt fyrir Spán, en ég veðjaði á Frakkland, :biggrin2: , muhahhaha

  5. Ég myndi nú ekki afskrifa Brassana, vinna þetta 3:0 þrátt fyrir að Ghana ætti 90% af leiknum, þeir eflast bara með hverjum leik.

  6. Úff já, eftir að hafa séð Joaquin á þessu móti þá væri ég ekkert á móti því að fá hann i Liverpool. Frábær leikmaður imo, magnaðir sprettir sem hann tekur þarna upp kantinn og hann hefur verið stórhættulegur á þessum litla tíma sem hann hefur fengið.

  7. Leiðinlegt að LFC leikmenn féllu í hrönnum út í 16-liða úrslitum en hins vegar verða þeir á móti vonandi 100% klárir þegar mótið hefst.

    Ég hélt með Spáni gegn Frakkl. hins vegar var ég ánægður þegar Zidane skoraði markið… var frábær leikmaður og er að enda þetta á flottan hátt. Hins vegar tel ég að Brasilía muni vinna Frakkana.

    Meistarar? Argentína?

Bruno Cheyrou er á lífi…

Cisse vill fara til Marseille.