KEWELL!

_41800968_kewell_getty416.jpg

Ég veit ekki með ykkur, en mikiða afskaplega var ég ánægður með að sjá Harry Kewell senda Króata heim og tryggja Ástrala inní [16 liða úrslitin](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/world_cup_2006/4853428.stm) Í gærkvöldi. 🙂

Frábært hjá honum. Og mikið rosalega var þetta skemmtilegur leikur! Og ekki spillti fyrir að Harry Kewell var maður leiksins. Núna vona ég sko innilega að Kewell og félagar vinni Ítala í næsta leik.

18 Comments

 1. Það að senda Ítali heim væri náttúrulega snilld… ekkert nema samansafnað pakk af vælikjóum og vesalingum ! 😡

 2. Já, og svo eru þeir alltaf að stela konunum okkar!

  Hvernig væri nú að sýna Ítölunum smá virðingu, þeir eru nú einu sinni með gott fótboltalið.

 3. Þetta var mjög sætur sigur í gær.
  Og nú vona ég bara að þeir taki Ítalina og komist í 8 liða úrslit..
  Þetta er besti árangur Ástralska landsliðsins í sögunni. Svo allt hér eftir fer beint í sögubækurnar.
  Frábært hjá Kewell að vera svona stór hluti af því.

  En Hiddink virðist vita hvað hann er að gera, hefur þjálfað 3 mismunandi lið á síðustu 3 HM keppnum (og staðið sig framar vonum með þau öll).

 4. Spurning um ad fa Hiddink til ad leysa Eyjolf Sverris af
  hahahahaha………………..

 5. Ég samgleðst Kewell innilega. Hann hefur þurft að fara af velli meiddur í þremur úrslitaleikjum með Liverpool. Megi hann standa sig enn betur í næsta leik. Áfram Ástralía 🙂

 6. Ef eitthvað lið getur sent fasistana heim þá eru það hopprotturnar! Ég held með Spáni og því liði sem spilar gegn Ítalíu

 7. Ég tek það fram að ég styð Ástralíu gegn Ítalíu vegna Harry Kewell. Ég hef ekkert á móti Ítölum 🙂

 8. Frábær frammistaða hjá Kewell og Áströlunum í gær – skemmtilegt að Kewell skuli tileinka markið Djibril Cisse 🙂

  Fyrir Djibs

  Held að Ástralía-Ítalía verði fróðlegur leikur – SuðurKóreu menn undir stjórn Hiddinks skutu Ítali úr keppni fyrir fjórum árum … hvaða gera Ástralar undir hans stjórn?

  Áfram fótboltinn segi ég nú bara.

 9. Ef Ástralir vinna Ítali (7,9,13) þá eiga þeir Sviss eða Úkraníu í 8 liða úrslitum.

  Ég spái því að Ástralir detti út í undanúrslitum á móti Þjóðverjum eða Argentínumönnum (vonandi Þjóðverjum).

 10. Doddi: Mér finnst það ekki sæma Liverpool-aðdáendum að linka á Kraptalk.com 😡

 11. Bara svo ég hinn fávísi Doddi geri mér grein fyrir því … er KopTalk sem sagt bannorð hér? Og hefur einhver sýnt fram á það að þessi quote sem birtist mér í gegnum Newsnow síðuna (Liverpool…) sé algjört bull?

  Mér fyndist alla vega gott að vita af því að ég sé að kvóta í vitleysinga, því ef það er lygi að Kewell hafi tileinkað markið Djibs… þá bið ég forláts og afsökunar. En hafi hann gert það, þá verð ég að bera við fáfræði … hvað gerði ég vitlaust ? 🙂

 12. Já, snilldarleikur. Gaman að sjá svona semi-rugby-lið sem spilar með hjartanu komast áfram. Ekki spillti heldur fyrir að sjá Bresciano spila vel. Þeir eru einfaldlega helvíti góðir.

 13. Doddi, beisiklí þá hefur Koptalk verið að féfletta Liverpool aðdáendur með loforðum um “insider” aðgang að einhverjum leyndarmálum sem hann á að búa yfir.

  Varðandi þetta kvót um Djibril, þá hefðirðu frekað getað vísað í Official síðuna, þaðan sem að Koptalk tóku kommentin (án þess auðvitað að vísa í upprunalegu greinina).

  Helmingurinn af því sem Koptalk segir er bull. Hinn helmingurinn er oft kóperaður úr öðrum miðlum án þess að geta heimildar.

 14. Takk fyrir þetta Einar, og Höski Búi, því satt best að segja þá er ég ekki inn á þessu algerlega – gott að vita af því núna 🙂 ég fæ bara mínar fregnir frá Newsnow.co.uk (með áherslu á Liverpool) og þar læðast greinilega inn allar vafasamar fréttir líka. En vissulega er traustasta heimildin hér á Liverpool-blogginu!! Sem Púlari lærir maður og ég þakka aftur fyrir ábendinguna.

  Áfram Kewell, Liverpool og góður fótbolti :biggrin:

 15. Duncan Oldham, forsprakki KopTalk-síðnanna, er fáviti sem hefur notað sér nafn Liverpool til eigin gróða. Hann segist búa yfir einhverri vitneskju sem hann gerir ekki, lýgur því m.a. að hann fái sér stundum öllara með sumum leikmönnunum og fái send SMS frá þeim sjálfum um leið og þeir séu í einhverjum málum. Eins og Gerrard myndi senda honum þetta: “Hey Duncan, vildi bara láta þig vita að ég er búinn að ákveða að fara til Chelsea. Þá geturðu sett það á síðuna þína löngu áður en allir aðrir, en rukkað fólk fyrir að fá að lesa það. Ókei bæ.”

  Yeah right.

  Fyrir ári síðan skrifaði ég pistil um viðskipti okkar Einars við KopTalk. Þegar við stofnuðum þessa síðu fyrir tveimur árum, og vissum ekki betur, keyptum við okkur ‘Insider’ aðgang að KopTalk-síðunni. Ég borgaði 3.700kr fyrir þennan spes aðgang en fékk aldrei sent lykilorð eða neitt sem gæti hjálpað mér að komast inná síðuna. Reyndi að senda mail á öll netföng sem gefin voru upp á síðunni en fékk aldrei svar, þrátt fyrir að vera búinn að borga fyrir þjónustuna.

  Sem sagt, ég var svikinn af því að borga mig þarna inn og þegar ég nefndi þessi svik við Sigurstein Brynjólfsson, formann Liverpoolklúbbsins á Íslandi sem er öllu fróðari um Duncan Oldham en ég, fékk ég alla sólarsöguna af því hvers vegna þetta er óvinsælasti Liverpool-aðdáandi í heiminum.

  Lesið bara leiðarana á síðunni hans. Maðurinn er fáviti sem heldur að hann sé yfir aðra Liverpool-aðdáendur hafna. Svo skrifar hann alltaf “við” í álitspistlum, jafnvel þótt maður viti vel að þetta er bara hans persónulega álit.

  “Við teljum að Peter Crouch ætti að fara inn í liðið á kostnað Fernando Morientes.”

  Við hvað. Fokking bull. Fokking draslvefsíða. Fokking hálfviti. Og já, ef ég hitti hann útá götu næst þegar ég er í Liverpool-borg ætla ég að sparka í magann á honum og heimta peninginn minn aftur. Vona eiginlega að ég rekist á hann einhvers staðar. Vona það innilega.

Craig Bellamy kominn til Liverpool! (staðfest)

Rafa og Stevie um Bellamy