Liverpool byrja úti gegn Sheffield United

Leikjalistinn fyrir [ensku úrvalsdeildina hefur verið gefinn út](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/5105000.stm). Fyrsti leikur Liverpool er gegn Sheffield United á útivelli 19.ágúst.

Svo fylgja heimaleikir gegn Newcastle og West Ham og svo fara Liverpool á Goodison Park. Þar á eftir er það Stamford Bridge og svo heimaleikur gegn Tottenham og útileikur gegn Bolton og heimaleikur gegn Blackburn. Því næst útileikur gegn Man U. 11. nóvember er það svo útileikur gegn Arsenal.

Þetta er alveg lygilega erfið byrjun á tímabilinu. Í fyrstu 12 leikjunum förum við á útivelli gegn Arsenal, Man U, Chelsea, Bolton og Everton. Þannig að það er alveg ljóst að Liverpool menn verða að vera tilbúnir til leiks strax í byrjun og það mun ekki ganga að liðið skori ekki í fyrstu leikjunum einsog gerðist á síðasta tímabili.

HM: C og D riðlar klárir

Alves í næstu viku?