Craig Bellamy kominn til Liverpool! (staðfest)

Jæja, opinbera síðan hefur nú staðfest þetta og gert þar með opinbert: Craig Bellamy er genginn til liðs við Liverpool! (færsla frá í morgun er hér fyrir neðan)!


bellamy_wales_thumbsup.jpgÍ dag mun Craig Bellamy, 26 ára framherji sem var áður á mála hjá liðum eins og Coventry, Newcastle, Celtic og Blackburn, ganga til liðs við Liverpool FC fyrir rúmlega 6 milljónir punda. Hann skrifar undir fjögurra ára samning og er talið að hann verði með um 45,000 pund í vikulaun. Það er minna en hann var með sl. vetur hjá Blackburn og enn minna en þeir buðu honum fyrir að vera kyrr á Ewood Park, þannig að það er ljóst að hann *vildi bráðnauðsynlega* koma til Liverpool.

Bellamy er Wales-verji, fæddur og uppalinn í nágrenni við Liverpool-borg, og eins og svo margir aðrir samlandar hans þá hefur hann stutt Liverpool alla ævi, sem skýrir hvers vegna hann stökk á þetta tækifæri (ég er ekki viss um að ég þyrði að kötta óvænt á brúðkaupsferðina mína vegna fótboltamála, frúin myndi sennilega brjálast) og var reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að draumurinn yrði að veruleika.

Og nú er draumurinn orðinn að veruleika. Við bíðum reyndar enn eftir að opinbera síðan staðfesti þetta, en The Guardian hafa þegar staðfest þetta og svo er opinbera síðan ekki beint þekkt fyrir að vera fyrst með fréttirnar. Við uppfærum þessa færslu þá um leið og opinber staðfesting berst, en það er allavega ljóst núna að Craig Bellamy er orðinn Púllari.

Bellamy, fyrir mér persónulega, hefur síðustu árin fallið nokkurn veginn í sama flokk og Peter Crouch. Þeir tveir voru (og eru enn) leikmenn sem stuðningsmenn andstæðinganna elska að hata. Þegar ég horfði á Crouch spila fyrir Villa eða Southampton þoldi ég hann ekki, fann allt að honum og gerði grín að hverjum mistökum hans. Nú, ári eftir að Rafa Benítez neyddi mig til að horfast í augu við eigin fordóma með því að kaupa hann (jamm, Rafa keypti hann bara svo að ég gæti lært lexíu) þá hef ég tekið algjöran 180° snúning og í dag er Crouch í miklum metum hjá mér. Ég hef séð það leik eftir leik eftir leik hversu mikilvægur hann er fyrir liðið.

Craig Bellamy er svo annar sem ég hef elskað að hata. Hann á það til að vera með *sítt að aftan* fyrir það fyrsta, og svo er hann skapstór og á það til að vera svolítið ‘dirty’ á velli. Hvort sem um er að ræða leikaraskap, eða önnur bellibrögð, þá hef ég veitt því sérstaka athygli að Bellamy er ekki yfir það hafinn að nota slíkt. Þannig að þegar ég heyrði fyrst af áhuga okkar manna í vor var ég ekki viss um að ég fílaði þetta. Um hæfileika drengsins efast **enginn** og þarf ekkert að fjölyrða; við vitum að hann er fljótur, teknískur, útsjónarsamur, les leikinn vel og skorar mörk. Ef ekki væri fyrir skapgerð hans og hin mjög vel auglýstu rifrildi við Graeme Souness (sem gæti komið af stað rifrildi í tómu herbergi, eins og Alex Ferguson sagði einu sinni um Roy Keane) væri hann örugglega talsvert betur metinn af hlutlausum aðdáendum hvað varðar framherja Úrvalsdeildarinnar. Það er sama með hvaða liði hann spilar, hann skorar mörk og nær árangri. En hann veldur líka deilum.

Í gær las ég svo mjög góðan punkt á spjallborði útí heimi þar sem verið var að ræða þessi kaup. Þar kom einn með þann punkt að fyrir ári síðan hefði það verið eitt af vandamálum Liverpool að við værum með allt of næs gæja í framlínunni. Morientes er heiðarleikinn uppmálaður, Cissé er ekki líklegur til að tækla neinn eða slást við andstæðingana og Milan Baros hafði aldrei gert flugu mein.

Nú, ári síðar, erum við komnir með Robocop í liðið, gamlan ‘bad boy’ sem sniffaði hliðarlínur á hátindi ferils síns og nú Bellamy sem auk þess að vera fjandi góður knattspyrnumaður er harður tappi, eins og sagt er. Og það var hreinlega kominn tími til, nú erum við nefnilega með framlínu fulla af gaurum sem maður myndi ekkert endilega vilja mæta í dimmu húsasundi. Allavega ekki ef Jamie Carragher væri þeim til stuðnings. 😉

En allavega, Rafa færist í dag skrefi nær því að klára leikmannamálin eins og hann hefur séð þau fyrir sér í sumar. Við eigum væntanlega eftir að bæta Daniel Alvés við þennan hóp, auk þess sem Mark Gonzalez (atvinnuleyfi) og Fabio Aurelio munu vonandi loksins verða kynntir sem Liverpool-menn í júlí. Svo er það bara spurningin hvort að Dirk Kuyt sé á leiðinni líka (ekki yrði framlínan okkar linari með komu hans, hann er algjört grjót) eða hvort Rafa spili út óvæntu spili og versli einhvern sem við höfum ekki heyrt nefndan í deiglunni enn.

En allavega, Craig Bellamy er orðinn Liverpool-leikmaður og nú bara bíður maður spenntur eftir að sjá hann í rauðu treyjunni í haust. **VELKOMINN HEIM CRAIG!** 🙂

**UPPFÆRT (Kristján Atli):** Það eru komnar tvær greinar um málið frá Daily Post inná netið: Benitez to complete Bellamy’s transfer og Can Benitez get the best out ouf Bellamy? Við bíðum enn eftir opinberri staðfestingu, en þetta er augljóslega orðið að veruleika. Sagan segir að Bellamy verði kynntur á blaðamannafundi á morgun, föstudag.

13 Comments

 1. Um hæfileika drengsins efast enginn og þarf ekkert að fjölyrða;

  Getur ekki talað fyrr aðra, ég efast um hans hæfileika og er ekki jafn spenntur fyrir þessum kaupum eins og flestir hér virðast vera, finnst hann bara vera miðlungsleikmaður sem virðist vera óttarlegur hálfviti.

 2. >finnst hann bara vera miðlungsleikmaður

  Tökum hagfræðivinkil á þetta:

  Í ensku úrvalsdeildinni eru 20 lið. Þau spila flest með tvo framherja. Það eru semsagt 40 framherjar, sem spila væntanlega nokkuð reglulega í ensku deildinni.

  Craig Bellamy var 7. markahæstur af þessum framherjum. Það þýðir að aðeins 6 framherjar skoruðu fleiri mörk en Bellamny, en 32 skoruðu færri mörk en hann (auk væntanlega allra varaframherjana).

  Til að bæta við þetta, þá byrjaði Bellamy inná í aðeins 22 leikjum vegna meiðsla. Hann spilaði í alls 27 leikjum. 27 leikir og 13 mörk gerir næstum því mark í öðrum hvorum leik.

  Ég myndi því álíta að hann væri yfir meðallagi.

 3. Eini vafinn við þessi kaup er hvort hann haldi sér frá meiðslum en hann hefur verið iðinn við að meiðast undanfarin ár. Annars eru þessi kaup klárlega ein þau bestu og mikilvægustu sem Rafa hefur gert fyrir LFC. Skref í áttina þessi kaup hvað sem hver segir.

 4. Já en þú getur ekki bara horft á þetta eins og hafnabolta – það kemur svo margt margt fleira inn í þetta heldur en einföld tölfræði……… :laugh: 😉

 5. Sælir og til hamingju með nýjan leikmann.
  Þannig er að hann er eldsnöggur og skorar mikið af mörkum og er vanur í deildinni.
  Ég get sagt það sama og sumir að þessi strákur hefur pirrað mig stundum en eftir að lesa viðtalið við hann á official síðunni þá líst mér strax mikið betur á hann.

 6. Einhvern veginn finnst mér [viðtalið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152689060622-1524.htm) við Bellamy hljóma einsog viðtalið við mig yrði ef ég fengi allt í einu tækifæri til að spila með Liverpool. Nokkur gæða komment:

  >I’ve had no problem from any player at Blackburn and I’m sure if any of them got the chance to join the team they love with all their heart, they’d do exactly the same thing. It’s sad in a way to leave Blackburn but this is too good a chance to turn down.”

  >…

  >I just got married last month and that was obviously one of the highlights of my life but this is on par with that ? I know the missus might not be happy with me saying that but it’s true! It’s a dream come true to sign for the club I supported as a boy and to actually play for Liverpool will be an enormous honour. I’m a very proud person at the moment.”

  >…

  >I think when I go back on my holiday and sit down with my missus and my two boys and the phone calls start, it’ll really start registering just what has happened. I want to say this though ? it’s hard enough to come to a club like Liverpool, because it’s such a special club and these opportunities arrive once in a lifetime, but I’m going to have to work even harder to make a good name for myself here. It’s hard work coming here but it’s going to be even harder to be a really big hit here ? that’s the way I’m looking at it. It’s going to take a lot of work, a lot of focus, a lot of discipline ? everything ? to make it at a club like this. Because I want to be a hit. I don’t want to just be remembered as a Liverpool player, I want to be remembered as a good Liverpool player. That’s my motivation.”

  >…

  >This club is surrounded with so many great games, week in and week out, and just to pull on the shirt on European nights will be an absolute dream for me.”

  Það er allavegana nokkuð augljóst að þetta er tækifæri ferilsins hjá Bellamy. Við vonum öll að hann bregðist ekki því trausti, sem Rafa hefur á honum. Ég er allavegana orðinn verulega spenntur yfir því að sjá Bellamy spila.

 7. afhverju kaupum við ekki Torres? Hann var efstur á minum óskalista. Mér finnst Bellamy góður en samt einhvernvegin “miðlungs” leikmaður. Erum við ekki búnir að vera tala um í allan vetur að kaupa ekki Houllier miðlungsleikmenn?

  Við töpuðum 1/2 sætinu á síðustu leiktíð út af lélegri frammistöðu frammherja í 2 mánuði. Vona að við séum ekki að fara í þann pakka aftur.

  Áfram Bellamy og LFC

 8. >afhverju kaupum við ekki Torres? Hann var efstur á minum óskalista.

  Sennilega fyrir sömu ástæðu og við kaupum ekki Ronaldinho, sem er efstur á mínum lista. Hann kostar of mikið af peningum. 🙂

 9. Það er ljóst að Bellamy telst ekki til stóru nafnanna í enska boltanum hins vegar er það ekki alltaf það sem skiptir mestu máli, Morientes sannaði það og einnig Crouch. Craig virðist koma á réttum forsendum til liðsins sem og hann er sannur Liverpool maður.

  Ég hef sagt þetta áður og segi það aftur… Rafa veit meira en ég um knattspyrnu og ég treysti honum fyrir því að móta liðið innan þess fjárhagsramma sem hann fær.

  Velkominn Craig Bellamy.

 10. Þeir eru mikilvægir mennirnir sem geta gert þetta xtra. Vegna tækni sinnar , dugnaðar , kænsku….
  Ekki fer þetta alltaf allt saman EN.
  Við höfum útsjónasaman Aloso, duglegan Sissoko, jokerinn Garcia, Guð og kjarnorkustökkbreytinguna Gerrard.

  Bellamy er sóknarleg velkomin viðbót. Leiftur snöggur og graður.

  Tek undir með Fagga
  Velkominn Craig Bellamy.

 11. Ég hef sagt þetta áður og segi það aftur… Rafa veit meira en ég um knattspyrnu og ég treysti honum fyrir því að móta liðið innan þess fjárhagsramma sem hann fær.

  Graeme Souness veit nú sennilega meira um fótbólta en við allir en ekki treysti ég honum fyrir fimm aura fyrir að reka fótboltaklúbb.

  Benitez hefur gert sín mistök á leikmannamarkaðnum en hefur vissulega yfirleitt verið nokkuð snöggur að leiðrétta þau. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sé að taka sénsa með því að kaupa mjög vafasamann karakter inn í klúbbinn. Ég er svolítið hræddur um að Bellamy eigi eftir að mála sig út í horn en ég vona að sjálfsögðu það besta.

 12. Peter Crouch….Craig Bellamy….Robbie Fowler…. i am o so happy… :biggrin:

  Flott að fá Bellamy. Auðvitað hef ég haft skinheilaga ímugust á manninum í gegnum tíðina en Benites er svo nákvæmlega sama um það…

  Við höfum ekki ótakmarkað fjármagn eins og sumir og því eru þetta mögnuð kaup…

  Ég ætla að spá því að Craig Bellamy verði markakóngur Liverpool næstu leiktíð…. 🙂

Alves í næstu viku?

KEWELL!