Bellamy kom til Melwood í dag.

Craig Bellamy [kom til Melwood í dag](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17268269%26method=full%26siteid=50061%26headline=bellamy%2darrives%2dat%2dmelwood-name_page.html) frá Grikklandi þar sem hann var í fríi. Þar hitti hann Rafa og co. væntanlega hver sýn Rafa er á liðinu á komandi árum og síðan að ganga frá samningamálum. Ekki var von á Bellamy frá Grikklandi fyrr en í lok vikunnar en hann mun hafa stytt fríið til að ganga frá samningi við uppáhaldsliðið sitt.

Ég hef persónulega aldrei verið of hrifinn af Bellamy þótt hann sé fljótur og fylginn sér sem framherji. Hann hefur átt í sínum vandamálum innan sem utan vallar á sínum ferli. Hins vegar tel ég að hann geti vel staðið sig vel hjá Liverpool sem og hann er öðruvísi en þeir framherjar sem við höfum í dag.

3 Comments

  1. Að mínu mati er Bellamy lang áhugaverðasti framherjinn sem hefur verið orðaður við Liverpool í nokkurn tíma. (Að undanskildum Fernando Torres og David Villa … sem eru ekki raunhæfur möguleiki). Craig Bellamy hefur sannað sig í ensku deildinni og það er mjög mikill kostur.

    Ég velti því stundum fyrir mér hversu margir hafi séð Dirk Kuyt spila. Ég viðurkenni að ég hef lítið séð af honum. Hann hefur ekki spilað mikið á HM (hann er reyndar að keppa um stöðu við einn af betri framherjum í heimi) og það sem ég hef séð af honum þar er ekkert stórkostlegt (ennþá að minnsta kosti).

    Að mínu mati er oftast betra að kaupa menn sem hafa spilað vel í ensku deildinni, heldur en stórkostlega í einhverjum öðrum deildum – Einhvern tímann hefur Liverpool brennt sig á þessu … held ég … sælar – Sérstaklega þegar hægt er að fá leikmennina á spottprís.

  2. Ég get ekki annað en fagnað komu Bellamy til LFC, hann er baráttu hundur og skilar alltaf sínu.
    Bara gott mál.

Owen sleit krossbönd

HM: C og D riðlar klárir