HM: Liverpool á bekkinn

Samkvæmt fréttum mun **SNILLINGURINN** Sven Göran Eriksson setja Steven Gerrard og Peter Crouch á varamannabekkinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Þetta kemur til af því að Gerrard, Crouch og Frank Lampard eru allir á gulu spjaldi og SGE vill ekki þurfa að vera án þeirra í 16-liða úrslitunum. Þannig að hann mun ekki spila Lampard allan leikinn og Gerrard og Crouch byrja á bekknum, og verða bara notaðir í ítrustu neyð.

Yfirleitt þætti manni það slæmt að sjá tvo Púllara setta á bekkinn en í þessu tilfelli telst þetta sennilega jákvætt. Mjög jákvætt, hvað Peter Crouch varðar. Við vitum að Gerrard er lykilmaður í þessu liði en ef SGE er reiðubúinn að hvíla Crouch til að hafa hann með í 16-liða úrslitunum. Það er jákvætt fyrir hann.

Wayne Rooney og Owen Hargreaves koma væntanlega inn í liðið fyrir þá, og ef Gary Neville er orðinn heill verður Jamie Carragher “að sjálfsögðu” tekinn út úr liðinu. Þannig að við gætum verið að horfa upp á Liverpool-frítt enskt landslið spila á þriðjudaginn.

Ég hugsa að ég haldi með Spánverjum í næstu umferð.

3 Comments

  1. Ef við sjáum Liverpool-laust England, þá breytist álit mitt á Englandi algjörlega. Annars ætlaði ég að fara að skrifa pistil um það að [breska](http://wc2006a.telegraph.co.uk/Document.aspx?id=29453E42-3870-4BEB-BA94-7C111219C06D) pressan [virðist](http://wc2006a.telegraph.co.uk/Document.aspx?id=2AC554FB-D56E-42D6-B773-EE50C9930EDB) vera að átta sig á því að Gerrard á að vera fremsti miðjumaður Englendinga. Alveg með ólíkindum að menn skuli fyrst vera að fatta þetta núna.

  2. Má líka á ágætis grein í [Independent](http://http://sport.independent.co.uk/football/comment/article1090217.ece)
    þar sem segir m.a.:
    The unfortunate thing on Thursday was that he (Gerrard) was rarely mentioned until he scored. That’s because he has was playing a subservient role to Frank Lampard, who was seriously out of sorts. The way these two play together in central midfield should have been sorted out long ago. The fact that we still have to resolve it at this stage is absolutely outrageous. At the moment it doesn’t look as if they know what they’re supposed to be doing.

  3. Taugar mínar til Englands eru sterkar en fótboltalega séð þá er ég “ástfanginn” af Argentínu og Spán. Liverpool-laust England tapar á móti Svíum eða grísar á jafntefli – mark my words … 😯

Kuyt mál að klárast?

Markið hans Cambiasso