Kuyt mál að klárast?

Samkvæmt Mirror (umfjöllun um greinina [hér](http://www.anfieldred.co.uk/2006/06/17/kuyt-deal-done)) þá hafa Liverpool og Feyenoord komist að samkomulagi um að Dirk Kuyt fari til Liverpool fyrir 10 milljónir punda eftir HM. Kosturinn við það að Kuyt hafi ekki spilað mikið á HM er sennielga sá að verðmiðinn á honum hefur ekki rokið uppúr öllu valdi á sama tíma. Ég veit að efasemdir manna hafa aukist vegna þess að Kuyt hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Hollendingum. En hafa ber í huga að Kuyt er í raun að berjast við van Nilsteroy um stöðuna. Hann kemur síður til greina í stöðurnar sem Robben og van Persie spila. Jafnvel þótt van Nilsterooy sé ljótur og spili með Man U, þá verður að viðurkennast að það eru ekki margir framherja í heiminum, sem slá hann út. Ég hef því ekki áhyggjur af getu Kuyt.


Echo greindu einnig frá því í gær að Liverpool hefði 2 vikur í viðbót til þess [að kaupa Craig Bellamy á 6 milljónir punda](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17242387%26method=full%26siteid=50061%26headline=d%2dday%2dlooms%2din%2dbellamy%2drace-name_page.html). Bellamy er með klausu í samningnum um að hann geti farið til liðs sem býður 6 milljónir punda í hann, en sú klása rennur út eftir 2 vikur.

Crouchy, Fowler, Bellamy, Kuyt og kannski Flo-Po. Er þetta málið fyrir næsta tímabil? Mér líst furðu vel á þetta. Held til dæmis að Craig Bellamy gæti verið frábær kostur, þrátt fyrir að fulltaf fólki sé ekki sammála mér. Hann er Liverpool aðdándi og lék frábærlega fyrir Blackburn á síðasta tímabili. Við höfum fengið að kynnast því að það er ekki alltaf sniðugt að kaupa stórstjörnur úr öðrum deildum (Morientes!) og því gæti verið gott að fá minni spámenn, sem hafa sannað sig í ensku deildinni. 6 milljónir punda er ekki mikill peningur fyrir mann í sama klassa og Bellamy. Og þegar hann er kominn til uppáhaldsliðsins síns, þá er ég sannfærður um að hegðun hans verður í lagi.

8 Comments

 1. Ég er einmitt búinn að vera að lesa þetta í morgun og ég er bara alveg sammála þér. Mér er farið að lítast alveg ágætlega á þetta (þrátt fyrir að ég hafi hatað Bellamy á sínum tíma). Ég held reyndar ennþá að Pongolle fari, þannig að Crouch, Fowler, Kuyt og Bellamy væri líklegt, og ég held ég væri bara sáttur – fyrst við höfum ekki efni á Torres og Tevez! :tongue:

 2. Mér líst afar vel á að fá Dirk Kuyt hins vegar er ég efins með Bellamy. En já en ég var efins með Crouch og í dag er hann “cult” hetja Englendinga á HM og hefur staðið sig vel með þeim. Rafa er með meira vit á fótbolta en ég og hvað Liverpool liðið vantar… þess vegna ef Bellamy kemur þá fær hann séns líkt og Crouch til að sanna sig. Reyndar sammála Einari varðandi að betra sé að fá leikmann sem hefur þó náð að sína það að hann getur skorað í ensku deildinni en að lenda aftur í Morientes ævintýri…

  Bottomline: Frábært ef Kuyt og Alves koma! Bellamy hhmm slétt sama. Vona að Pongolle verði áfram.

 3. PLEASE Kaupum Bellamy………….. Maðurinn hefur sannað sig hvar sem hann hefur spilað …!

  Varðandi KUYT……….. ÉG hef aldrei séð manninn spila….. vonandi verður hann FRÁBÆR……… ég hef aftur á móti alltaf verið aðdáandi Morientes (liggur við frá fæðingu hans) og held að hann á eftir að brillera með Valencia…. Komst bara aldrei í gang með okkar liði….

  Go Liverpool……………………… :biggrin:

 4. Bellamy og Kuyt væru mjög góðir kostir. Fáir eru jafn snöggir og Bellamy og hann klárar líka færin sín vel.
  Mjög jákvætt líka ef keyptir eru 2 framherjar og aðeins annar þurfi að aðlagast ensku deildinni.
  Varðandi það að Bellamy sé vandræðaseggur þá hlæ ég að því. Graeme souness hefur lent upp á kant við menn í öllum liðum sem hann hefur þjálfað. Það að menn lendi í deilum við hann þýðir ekki að menn séu eitthvað óviðráðanlegir.

 5. Sammála Vargingum.Veit ekkert um Kyut veit bara að hann þarf að sanna sig í ensku.Hins vegar þarf Bellamy ekkert að sanna.Hann hefur getuna í Enska boltan.Þeir sem vilja fá Kyut.Þykjastþeir hafa séð svo mikið af honum,að þeir geti sagt að hann sé rosalega góður.

HM: Sex – Núll!!!

HM: Liverpool á bekkinn